„Ég er að horfa til mjög lágra veggjalda“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2022 14:09 Haraldur Benediktsson ræddi hugmynd sína um samfélagsvegi á Sprengisandi í morgun. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill hraða vegaframkvæmdum með álagningu veggjalda. Hann segir hugmynd sína um samfélagsvegi hvorki frumlega né óumdeilanlega en telur að hún muni bæta lífsgæði íbúa úti á landi. Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi hugmynd sína um „samfélagsvegi“ á Sprengisandi í morgun. Hugmyndin felur í sér að sveitarfélög stofni félög utan um tiltekna vegi, skuldsetji sig í upphafi með fjárfestingunni, og að lokum verði vegaframkvæmdin greidd upp með veggjöldum og væntanlegum fjárframlögum úr ríkissjóði. „Samgönguáætlun er fimmtán ára áætlun - skipt í þrjú fimm ára tímabil. Og það má kannski segja að veruleikinn sé að það sé fyrst og fremst í hendi þeir vegir sem eru á fimm ára áætluninni. Og hverju svararðu þá fólki sem býr við ónýtan veg og segir að þetta komi eftir tíu til fimmtán ár,“ spyr Haraldur. Leita þurfi nýrra leiða Hann segir að samkvæmt samgönguáætlun sé búið að eyrnamerkja fjármagn og það sé búið að tímafesta tilteknar framkvæmdir. Einhverjar framkvæmdir sitji þó á hakanum í tíu eða fimmtán ár, og jafnvel lengur. „Ef þú vilt komast framar með framkvæmdina þá þarftu að leita nýrra leiða. Ég get í sjálfu sér tekið þátt í að samþykkja samgönguáætlun í þinginu og komið svo daginn eftir með þingmannamál - eins og oft hefur verið gert. En ég vil hins vegar mæta inn í umræðuna með einhverja hugmyndafræði,“ segir Haraldur. Hann stingur upp á að ríkið geri samning við samgöngufélagið í kjölfar stofnunar félagsins þannig að það fái framlögin á þeim tíma sem þau áttu til að falla samkvæmt samgönguáætlun. Horfir til mjög lágra veggjalda Aðspurður telur hann að veggjöld verði ekki of íþyngjandi fyrir íbúa enda gætu ferðamenn greitt stóran hluta kostnaðarins. Ríkið gæti einnig sparað töluvert þegar uppi er staðið. „Ég er að horfa til mjög lágra veggjalda - lægstu veggjöldin yrðu þá innheimt af þeim sem að búa við veginn. Við skulum alveg virða það að það verður þungur kross fyrir íbúana, en það er velvilji fyrir því, ég finn það. Hvað getur umferðin þá greitt stóran hluta af framkvæmdakostnaðinum? Þarf ríkið að leggja allt fjármagnið sem búið er að merkja til vegarins í viðkomandi veg? Kemst það af með 80% af framlaginu eða 50% og í einhverjum tilfellum 100%? Þá peninga sem þar sparast vil ég nota til að laga aðra vegi í viðkomandi héraði, segir Haraldur. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Umferð Vegtollar Vegagerð Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddi hugmynd sína um „samfélagsvegi“ á Sprengisandi í morgun. Hugmyndin felur í sér að sveitarfélög stofni félög utan um tiltekna vegi, skuldsetji sig í upphafi með fjárfestingunni, og að lokum verði vegaframkvæmdin greidd upp með veggjöldum og væntanlegum fjárframlögum úr ríkissjóði. „Samgönguáætlun er fimmtán ára áætlun - skipt í þrjú fimm ára tímabil. Og það má kannski segja að veruleikinn sé að það sé fyrst og fremst í hendi þeir vegir sem eru á fimm ára áætluninni. Og hverju svararðu þá fólki sem býr við ónýtan veg og segir að þetta komi eftir tíu til fimmtán ár,“ spyr Haraldur. Leita þurfi nýrra leiða Hann segir að samkvæmt samgönguáætlun sé búið að eyrnamerkja fjármagn og það sé búið að tímafesta tilteknar framkvæmdir. Einhverjar framkvæmdir sitji þó á hakanum í tíu eða fimmtán ár, og jafnvel lengur. „Ef þú vilt komast framar með framkvæmdina þá þarftu að leita nýrra leiða. Ég get í sjálfu sér tekið þátt í að samþykkja samgönguáætlun í þinginu og komið svo daginn eftir með þingmannamál - eins og oft hefur verið gert. En ég vil hins vegar mæta inn í umræðuna með einhverja hugmyndafræði,“ segir Haraldur. Hann stingur upp á að ríkið geri samning við samgöngufélagið í kjölfar stofnunar félagsins þannig að það fái framlögin á þeim tíma sem þau áttu til að falla samkvæmt samgönguáætlun. Horfir til mjög lágra veggjalda Aðspurður telur hann að veggjöld verði ekki of íþyngjandi fyrir íbúa enda gætu ferðamenn greitt stóran hluta kostnaðarins. Ríkið gæti einnig sparað töluvert þegar uppi er staðið. „Ég er að horfa til mjög lágra veggjalda - lægstu veggjöldin yrðu þá innheimt af þeim sem að búa við veginn. Við skulum alveg virða það að það verður þungur kross fyrir íbúana, en það er velvilji fyrir því, ég finn það. Hvað getur umferðin þá greitt stóran hluta af framkvæmdakostnaðinum? Þarf ríkið að leggja allt fjármagnið sem búið er að merkja til vegarins í viðkomandi veg? Kemst það af með 80% af framlaginu eða 50% og í einhverjum tilfellum 100%? Þá peninga sem þar sparast vil ég nota til að laga aðra vegi í viðkomandi héraði, segir Haraldur. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Umferð Vegtollar Vegagerð Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira