„Mótið er eins og bók sem er hundrað blaðsíðum of löng“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. október 2022 22:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson. Vísir/Vilhelm Breiðablik komst aftur á sigurbraut eftir 2-5 sigur á Val á Origo-vellinum. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Var ánægður með sigurinn en furðaði sig á lengd Bestu deildarinnar. „Mér fannst þetta ágætis svar frá síðasta leik. Leikurinn bar þess merki að það var ekkert undir. Við höfum oft spilað betur en það er hægara sagt en gert. Leikmenn eru búnir að vera að í tæpt ár og menn eru orðnir þreyttir. Hungrið er farið, það er búið að tilkynna fullt af leikmönnum í þessari deild að þeir verða ekki áfram í sama liði og margir eru orðnir atvinnulausir. Þetta var bara fínn leikur þótt hann hafi litast af því að það var ekkert undir,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir leik. Valur jafnaði leikinn tvisvar og fannst Óskari hans menn sofna á verðinum. „Menn sofnuðu bara á verðinum. Við vorum ólíkir sjálfum okkur án bolta í fyrri hálfleik. Jafnvel þótt Valur hefur að engu að keppa þá eru þeir með frábæra leikmenn sem refsa sem var saga fyrri hálfleiks.“ „Við vorum fínir í seinni hálfleik en ég hefði viljað sjá meiri hraða í spilinu. Þessi leikur verður minnisvarði um tilgangsleysi þar sem menn hafa æft í ár nánast án þess að fá frí og ég upplifi ekkert hungur og mikla þreytu en það er eins og það er. Við munum klára þetta mót með sæmd.“ Óskar talaði um að mótið væri eins og löng bók og reyndi að koma með lausnir fyrir næsta tímabil. „Það var óheppilegt að spennan í mótinu var ekki mikil. Mögulega gætum við fært bikarinn og fjölgað leikdögum fyrir deildina inn á tímabilinu og þjappa deildinni meira saman. Þá væri hægt að enda mótið fyrr.“ „Það er búið að draga mótið á langinn. Þetta er eins og bók sem er hundrað blaðsíðum of löng. Bókin er fjögur hundruð blaðsíður en hefði átt að vera þrjú hundruðu blaðsíður. Þú hefðir getað komið öllu til skila en ert að teygja lopann upp í fjögur hundruð blaðsíður. Ég er ekki að gagnrýna það að við bættum við leikjum heldur þarf að þjappa þessu betur saman,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira
„Mér fannst þetta ágætis svar frá síðasta leik. Leikurinn bar þess merki að það var ekkert undir. Við höfum oft spilað betur en það er hægara sagt en gert. Leikmenn eru búnir að vera að í tæpt ár og menn eru orðnir þreyttir. Hungrið er farið, það er búið að tilkynna fullt af leikmönnum í þessari deild að þeir verða ekki áfram í sama liði og margir eru orðnir atvinnulausir. Þetta var bara fínn leikur þótt hann hafi litast af því að það var ekkert undir,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir leik. Valur jafnaði leikinn tvisvar og fannst Óskari hans menn sofna á verðinum. „Menn sofnuðu bara á verðinum. Við vorum ólíkir sjálfum okkur án bolta í fyrri hálfleik. Jafnvel þótt Valur hefur að engu að keppa þá eru þeir með frábæra leikmenn sem refsa sem var saga fyrri hálfleiks.“ „Við vorum fínir í seinni hálfleik en ég hefði viljað sjá meiri hraða í spilinu. Þessi leikur verður minnisvarði um tilgangsleysi þar sem menn hafa æft í ár nánast án þess að fá frí og ég upplifi ekkert hungur og mikla þreytu en það er eins og það er. Við munum klára þetta mót með sæmd.“ Óskar talaði um að mótið væri eins og löng bók og reyndi að koma með lausnir fyrir næsta tímabil. „Það var óheppilegt að spennan í mótinu var ekki mikil. Mögulega gætum við fært bikarinn og fjölgað leikdögum fyrir deildina inn á tímabilinu og þjappa deildinni meira saman. Þá væri hægt að enda mótið fyrr.“ „Það er búið að draga mótið á langinn. Þetta er eins og bók sem er hundrað blaðsíðum of löng. Bókin er fjögur hundruð blaðsíður en hefði átt að vera þrjú hundruðu blaðsíður. Þú hefðir getað komið öllu til skila en ert að teygja lopann upp í fjögur hundruð blaðsíður. Ég er ekki að gagnrýna það að við bættum við leikjum heldur þarf að þjappa þessu betur saman,“ sagði Óskar Hrafn að lokum.
Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira