Veggur Alþingisgarðsins hvergi sjáanlegur á forhönnun borgarinnar Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 21. október 2022 12:06 Hér má sjá hluta af forhönnun borgarinnar á svæðinu. Reykjavíkurborg Myndir af nýrri forhönnun af göngugötuskipulagi við Kirkjustræti og Templarasund í miðbæ Reykjavíkur voru birtar á miðvikudag. Útlit breytinganna er sagt gera tilraun til þess að tengja saman hið gamla og nýja. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir vegg Alþingisgarðsins á myndunum, það stangast á við orð skrifstofustjóra Alþingis en hún segir til umræðu að friða garðinn. Forhönnunin, sem unnin var af Hornsteinum Arkitektum, Hildiberg Hönnunarhúsi og Verkfræðistofu Bjarna Viðarssonar er sögð leggja áherslu á að tengja saman fortíð og framtíð. Endurskipulag þetta sé gert til þess að breyta svæðinu í göngugötu en ekki verði hægt að aka um svæðið nema með leyfi Alþingis. Einnig verði göngugatan hituð til þess að tryggja megi gott aðgengi. Hér má sjá forhönnun á svæðinu, að kvöldi til. Reykjavíkurborg Hönnunin á götuflísum göngugötunnar er sögð sækja innblástur til vefnaðar og gamalla handrita. Mynstrið sé einnig einskonar virðingarvottur til kvenna sem og brautryðjenda frá árum áður. Þar að auki verði lýsing á svæðinu uppfærð svo gefa megi kennileitum á svæðinu gaum og til dæmis leggja áherslu á ákveðna hluta Alþingisbyggingarinnar. Það má því með sanni segja að stefnan sé tekin að því að tengja saman hið gamla og nýja í miðbæ Reykjavíkur. Vegna þessa er athyglisvert að sjá vegg Alþingisgarðsins fjarlægðan á myndum af forhönnun svæðisins. Hér sést yfirlitsmynd af forhönnuninni og eins og sjá má er enginn veggur við Alþingisgarðinn. Reykjavíkurborg Fréttastofa leitaði til skrifstofustjóra Alþingis, Rögnu Árnadóttur og athugaði hvort stefna væri tekin á að rífa vegginn enda virtist ekki vera gert ráð fyrir honum. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Ragna ekki standa til að rífa vegginn. „Myndirnar hljóta að vera ónákvæmar að þessu leyti því það stendur ekki til að breyta veggjum Alþingisgarðsins. Hann á sér merka sögu og mun vera elstur íslenskra garða sem varðveist hefur í upphaflegri mynd,“ skrifar Ragna. Hún segir það jafnframt vera til umræðu að friðlýsa garðinn en minjastofnun hafi lagt það til og sé það nú á borði forsætisnefndar Alþingis. Langa umfjöllun um sögu Alþingisgarðsins má sjá á Instagram síðu Alþingis. Fjallað er um tilurð og skipulag garðsins ásamt fleiru. View this post on Instagram A post shared by Alþingi (@althingi) Reykjavík Alþingi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Forhönnunin, sem unnin var af Hornsteinum Arkitektum, Hildiberg Hönnunarhúsi og Verkfræðistofu Bjarna Viðarssonar er sögð leggja áherslu á að tengja saman fortíð og framtíð. Endurskipulag þetta sé gert til þess að breyta svæðinu í göngugötu en ekki verði hægt að aka um svæðið nema með leyfi Alþingis. Einnig verði göngugatan hituð til þess að tryggja megi gott aðgengi. Hér má sjá forhönnun á svæðinu, að kvöldi til. Reykjavíkurborg Hönnunin á götuflísum göngugötunnar er sögð sækja innblástur til vefnaðar og gamalla handrita. Mynstrið sé einnig einskonar virðingarvottur til kvenna sem og brautryðjenda frá árum áður. Þar að auki verði lýsing á svæðinu uppfærð svo gefa megi kennileitum á svæðinu gaum og til dæmis leggja áherslu á ákveðna hluta Alþingisbyggingarinnar. Það má því með sanni segja að stefnan sé tekin að því að tengja saman hið gamla og nýja í miðbæ Reykjavíkur. Vegna þessa er athyglisvert að sjá vegg Alþingisgarðsins fjarlægðan á myndum af forhönnun svæðisins. Hér sést yfirlitsmynd af forhönnuninni og eins og sjá má er enginn veggur við Alþingisgarðinn. Reykjavíkurborg Fréttastofa leitaði til skrifstofustjóra Alþingis, Rögnu Árnadóttur og athugaði hvort stefna væri tekin á að rífa vegginn enda virtist ekki vera gert ráð fyrir honum. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Ragna ekki standa til að rífa vegginn. „Myndirnar hljóta að vera ónákvæmar að þessu leyti því það stendur ekki til að breyta veggjum Alþingisgarðsins. Hann á sér merka sögu og mun vera elstur íslenskra garða sem varðveist hefur í upphaflegri mynd,“ skrifar Ragna. Hún segir það jafnframt vera til umræðu að friðlýsa garðinn en minjastofnun hafi lagt það til og sé það nú á borði forsætisnefndar Alþingis. Langa umfjöllun um sögu Alþingisgarðsins má sjá á Instagram síðu Alþingis. Fjallað er um tilurð og skipulag garðsins ásamt fleiru. View this post on Instagram A post shared by Alþingi (@althingi)
Reykjavík Alþingi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira