Vísbendingar um að glæpagengi misnoti hælisleitendakerfið Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2022 12:20 Á undanförnum árum hefur ítrekað komið til mótmæla, meðal annars við dómsmálaráðuneytið, á undanförnum árum vegna brottvísana hælisleitenda úr landi. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir vísbendingar um að glæpagengi misnoti hælisleitendakerfið og vegabréf frá Venesuela gangi kaupum og sölum sem komi fólki í skuld við þau. Dómsmálaráðherra væri að vinna að því að ná sátt um breytingar á lögum um útlendinga þannig að það gagnist þeim sem þurfi á kerfinu að halda. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerði boðað frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum að umtalsefni í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir erfitt að átta sig á stefnu ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum.Vísir/Vilhelm „Því að það hefur ríkt mjög mikil óvissa um hvert þessi stjórn stefni í útlendingamálum. Og nú heyrum við af, ekki óeiningu, það er talað um sérstaka einingu en þó tafir í þingflokki Sjálfstæðismanna,“ sagði Sigmundur Davíð. En frumvarp dómsmálaráðherra var afgreitt úr ríkisstjórn hinn 20. september og þingflokkum hinna stjórnarflokkanna fljótlega þar á eftir. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins afgreiddi frumvarpið hins vegar ekki fyrr en í gær. „Mun hæstvirtur dómsmálaráðherra fá stuðning við að laga útlendingafrumvarp sitt. Bæta að því marki að það hafi einhver teljandi áhrif og þarf ekki meira til,“ spurði formaður Miðflokksins. Margir hælisleitendur hafa þurft að bíða lengi eftir úrskurði um stöðu þeirra áður en ákvörðun er tekin um að vísa þeim úr landi.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði allar áherslur ríkisstjórnarinnar snúa að því að verja tilgang hælisleitendakerfisins. Þannig að það þjónaði þeim sem í raun þyrftu á því að halda. Bjarni Benediktsson segir vísbendinigar um að glæpagengi selji vegabréf frá Venesuela. Mikilvægt væri að kerfið þjónaði þeim sem á því þyrftu að halda en á sama tíma koma í veg fyrir misnotkun þess.Vísir/Vilhelm „En að kerfið sé ekki þannig að fleiri sæki í það sem valdi okkur kostnaði, umstangi. Leiti leiða til að komast inn í hælisleitendakerfið þegar þeir eru í raun og veru að leita að stað til búa á og bæta lífskjör sín til lengri tíma,“ sagði Bjarni. Vegna stöðu mála í Venesuela hefur fólk þaðan átt greiðan aðgang að Íslandi undanfarin misseri. Bjarni sagði vísbendingar um að glæpagengi misnotuðu ástandið. „Við erum sömueiðis með mjög miklar áhyggjur af skilaboðum sem löggæsluyfirvöld í landinu eru að senda okkur. Um að vegabréf frá Venesuela gangi kaupum og sölum. Þeim sé síðan framvísað hér eins og annars staðar. Að þeir sem komi með slík vegabréf standi í skuld við þá sem útvegi slík vegabréf og þurfi á komandi árum að finna leiðir til að fjármagna þá skuld,“ sagði fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Jón Gunnarsson gerir nú fimmtu tilraun innanríkis- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins til að koma breytingum á lögum um útlendinga í gegn um Alþingi.Vísir/Vilhem Alþingi hafi ekki tekist í fjórgang að afgreiða fyrri frumvörp innanríkis- og dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Mikilvægt væri að nú tækist sátt um málið á þingi. „Þannig að ráðherrann er að reyna að finna leiðir til að fá umbætur á lagaumgjörðinni. Án þess þó að ætla sér bara að skalla veginn og vera óraunsær um hvað Alþingi er tilbúið að gera,“ sagði Bjarni Beneditksson. Flóttafólk á Íslandi Alþingi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Útlendingafrumvarp Jóns situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins en báðir hinir þingflokkar stjórnarflokkanna hafa afgreitt málið frá sér til þinglegrar meðferðar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir hnífinn ekki fara á milli þingmanna flokksins og dómsmálaráðherra en gera þurfi breytingar á frumvarpinu. 19. október 2022 11:46 Ekki hræðsluáróður heldur staðreyndir segir dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra segir ljóst að of margir innflytjendur komi hingað til lands. Hann segist jafnframt ekki vera að beita hræðsluáróðri til þess að koma í gegn breytingum á löggjöf um flóttafólk, líkt og haldið hafi verið fram. 16. október 2022 23:01 Dómsmálaráðherra leggi til harðari stefnu en nágrannaþjóðir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra hefur lýst yfir vilja sínum til þess að takmarka ferðir flóttafólks sem hefur hlotið synjun á dvalarleyfi sínu. Hann segir nauðsynlegt að nýtt búsetuúrræði verði byggt upp til þess að takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir tillögur ráðherra umdeildar, hún óttist að verið sé að kynda undir óþarfa ótta. 15. október 2022 11:02 Katrín ósammála því að hér ríki stjórnlaust ástand Forsætisráðherra hafnar því að hér á landi ríki stjórnlaust ástand í útlendingamálum, líkt og dómsmálaráðherra hefur haldið fram. Fjöldi flóttamanna eigi sér eðlilegar skýringar og byggi á ákvörðunum stjórnvalda. 13. október 2022 13:44 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerði boðað frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum að umtalsefni í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir erfitt að átta sig á stefnu ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum.Vísir/Vilhelm „Því að það hefur ríkt mjög mikil óvissa um hvert þessi stjórn stefni í útlendingamálum. Og nú heyrum við af, ekki óeiningu, það er talað um sérstaka einingu en þó tafir í þingflokki Sjálfstæðismanna,“ sagði Sigmundur Davíð. En frumvarp dómsmálaráðherra var afgreitt úr ríkisstjórn hinn 20. september og þingflokkum hinna stjórnarflokkanna fljótlega þar á eftir. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins afgreiddi frumvarpið hins vegar ekki fyrr en í gær. „Mun hæstvirtur dómsmálaráðherra fá stuðning við að laga útlendingafrumvarp sitt. Bæta að því marki að það hafi einhver teljandi áhrif og þarf ekki meira til,“ spurði formaður Miðflokksins. Margir hælisleitendur hafa þurft að bíða lengi eftir úrskurði um stöðu þeirra áður en ákvörðun er tekin um að vísa þeim úr landi.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði allar áherslur ríkisstjórnarinnar snúa að því að verja tilgang hælisleitendakerfisins. Þannig að það þjónaði þeim sem í raun þyrftu á því að halda. Bjarni Benediktsson segir vísbendinigar um að glæpagengi selji vegabréf frá Venesuela. Mikilvægt væri að kerfið þjónaði þeim sem á því þyrftu að halda en á sama tíma koma í veg fyrir misnotkun þess.Vísir/Vilhelm „En að kerfið sé ekki þannig að fleiri sæki í það sem valdi okkur kostnaði, umstangi. Leiti leiða til að komast inn í hælisleitendakerfið þegar þeir eru í raun og veru að leita að stað til búa á og bæta lífskjör sín til lengri tíma,“ sagði Bjarni. Vegna stöðu mála í Venesuela hefur fólk þaðan átt greiðan aðgang að Íslandi undanfarin misseri. Bjarni sagði vísbendingar um að glæpagengi misnotuðu ástandið. „Við erum sömueiðis með mjög miklar áhyggjur af skilaboðum sem löggæsluyfirvöld í landinu eru að senda okkur. Um að vegabréf frá Venesuela gangi kaupum og sölum. Þeim sé síðan framvísað hér eins og annars staðar. Að þeir sem komi með slík vegabréf standi í skuld við þá sem útvegi slík vegabréf og þurfi á komandi árum að finna leiðir til að fjármagna þá skuld,“ sagði fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Jón Gunnarsson gerir nú fimmtu tilraun innanríkis- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins til að koma breytingum á lögum um útlendinga í gegn um Alþingi.Vísir/Vilhem Alþingi hafi ekki tekist í fjórgang að afgreiða fyrri frumvörp innanríkis- og dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Mikilvægt væri að nú tækist sátt um málið á þingi. „Þannig að ráðherrann er að reyna að finna leiðir til að fá umbætur á lagaumgjörðinni. Án þess þó að ætla sér bara að skalla veginn og vera óraunsær um hvað Alþingi er tilbúið að gera,“ sagði Bjarni Beneditksson.
Flóttafólk á Íslandi Alþingi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Útlendingafrumvarp Jóns situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins en báðir hinir þingflokkar stjórnarflokkanna hafa afgreitt málið frá sér til þinglegrar meðferðar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir hnífinn ekki fara á milli þingmanna flokksins og dómsmálaráðherra en gera þurfi breytingar á frumvarpinu. 19. október 2022 11:46 Ekki hræðsluáróður heldur staðreyndir segir dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra segir ljóst að of margir innflytjendur komi hingað til lands. Hann segist jafnframt ekki vera að beita hræðsluáróðri til þess að koma í gegn breytingum á löggjöf um flóttafólk, líkt og haldið hafi verið fram. 16. október 2022 23:01 Dómsmálaráðherra leggi til harðari stefnu en nágrannaþjóðir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra hefur lýst yfir vilja sínum til þess að takmarka ferðir flóttafólks sem hefur hlotið synjun á dvalarleyfi sínu. Hann segir nauðsynlegt að nýtt búsetuúrræði verði byggt upp til þess að takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir tillögur ráðherra umdeildar, hún óttist að verið sé að kynda undir óþarfa ótta. 15. október 2022 11:02 Katrín ósammála því að hér ríki stjórnlaust ástand Forsætisráðherra hafnar því að hér á landi ríki stjórnlaust ástand í útlendingamálum, líkt og dómsmálaráðherra hefur haldið fram. Fjöldi flóttamanna eigi sér eðlilegar skýringar og byggi á ákvörðunum stjórnvalda. 13. október 2022 13:44 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Útlendingafrumvarp Jóns situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins en báðir hinir þingflokkar stjórnarflokkanna hafa afgreitt málið frá sér til þinglegrar meðferðar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir hnífinn ekki fara á milli þingmanna flokksins og dómsmálaráðherra en gera þurfi breytingar á frumvarpinu. 19. október 2022 11:46
Ekki hræðsluáróður heldur staðreyndir segir dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra segir ljóst að of margir innflytjendur komi hingað til lands. Hann segist jafnframt ekki vera að beita hræðsluáróðri til þess að koma í gegn breytingum á löggjöf um flóttafólk, líkt og haldið hafi verið fram. 16. október 2022 23:01
Dómsmálaráðherra leggi til harðari stefnu en nágrannaþjóðir Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra hefur lýst yfir vilja sínum til þess að takmarka ferðir flóttafólks sem hefur hlotið synjun á dvalarleyfi sínu. Hann segir nauðsynlegt að nýtt búsetuúrræði verði byggt upp til þess að takmarka megi för flóttamanna fyrir brottvísun. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir tillögur ráðherra umdeildar, hún óttist að verið sé að kynda undir óþarfa ótta. 15. október 2022 11:02
Katrín ósammála því að hér ríki stjórnlaust ástand Forsætisráðherra hafnar því að hér á landi ríki stjórnlaust ástand í útlendingamálum, líkt og dómsmálaráðherra hefur haldið fram. Fjöldi flóttamanna eigi sér eðlilegar skýringar og byggi á ákvörðunum stjórnvalda. 13. október 2022 13:44
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent