Truss segir af sér í skugga glundroða innan Íhaldsflokksins Kjartan Kjartansson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 20. október 2022 12:08 Liz Truss hefur ekki átt sjö dagana sæla sem leiðtogi Íhaldsflokksins. Forsætisráðherratíð hennar virðist heldur ekki ætla að endast mikið lengur en það. AP/Kirsty Wigglesworth Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, sagði af sér nú fyrir stundu. Glundroði ríkir innan flokksins eftir brotthvarf tveggja ráðherra úr ríkisstjórn Truss á skömmum tíma og frásagnir af líkamlegum átökum í þinginu. Truss ávarpaði fréttamenn eftir fund með áhrifafólki í Íhaldsflokknum fyrir hádegið og greindi frá því að hún hefði tilkynnti Karli þriðja konungi um afsögn sína. Fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins hafði kallað eftir afsögn hennar. Hún verður með afsögninni skammlífasti forsætisráðherra í sögu Bretlands. Í örstuttri yfirlýsingu sagði Truss að nýju leiðtogakjöri yrði lokið á næstu vikunni til þess að ríkisstjórnin gæti klárað fjármálaáætlun og tryggt stöðugleika. Hún verði áfram forsætisráðherra á meðan flokkurinn velur eftirmann hennar. Horfa má á stutta yfirlýsingu Truss hér að neðan. Fylgst er með helstu vendingum í Vaktinni neðst í frétitnni. "I cannot deliver the mandate on which I was elected by the Conservative Party"UK Prime Minister Liz Truss resignshttps://t.co/O5kO1WJ4tY pic.twitter.com/Gq6FtOGNIP— BBC Breaking News (@BBCBreaking) October 20, 2022 Lýsti hún því að stjórn hennar hafi sétt sér markmið um lága skatta og hagvöxt til þess að nýta frelsi sem útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefði veitt. Henni væri nú ljóst að hún gæti ekki uppfyllt það umboð sem hún hafi fengið í leiðtogakjöri flokksins í sumar. Truss fundaði nú fyrir hádegið með Graham Brady, formanni svonefndrar 1922 nefndar Íhaldsflokksins. Í nefndinni eiga sæti almennir þingmenn Íhaldsflokksins. Horfa má á beina útsendingu Sky News hér að neðan. Auk Truss og Brady sátu þau Jake Berry, formaður Íhaldsflokksins, og Theres Coffey, varaforsætisráðherra, fundinn samkvæmt breskum fjölmiðlum. Heimildarmaður BBC hélt því fram að það hafi verið Truss sem boðaði til fundarins til þess að taka púlsinn á stemmingunni í flokknum. Samkvæmt núgildandi reglum Íhaldsflokksins er ekki hægt að greiða atkvæði um vantraust á leiðtoga fyrsta árið sem hann situr í embættinu en hægt er að breyta þeim reglum. Innan við tveggja mánaða löng forsætisráðherratíð Truss hefur verið stormasöm. Stjórn hennar var gerð afturreka með fjárlagafrumvarp sem gerði ráð fyrir stórfelldum skattalækkunum sem endaði með því að Truss lét fjármálaráðherrann var taka poka sinn. Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, sagði af sér eftir að hún varð uppvís að því að senda tölvupóst frá persónulegu netfangi sínu. Í gær logaði svo allt stafnanna á milli innan þingflokksins þegar taki átti frumvarp um bergbrot til umræðu en atkvæðagreiðsla um það virðist hafa þróast út að verða að einhvers konar traustsyfirlýsingu á Truss. Leiðtogar þingflokksins hótuðu að segja af sér og frásagnir voru um að þingmenn hafi lent saman.
Truss ávarpaði fréttamenn eftir fund með áhrifafólki í Íhaldsflokknum fyrir hádegið og greindi frá því að hún hefði tilkynnti Karli þriðja konungi um afsögn sína. Fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins hafði kallað eftir afsögn hennar. Hún verður með afsögninni skammlífasti forsætisráðherra í sögu Bretlands. Í örstuttri yfirlýsingu sagði Truss að nýju leiðtogakjöri yrði lokið á næstu vikunni til þess að ríkisstjórnin gæti klárað fjármálaáætlun og tryggt stöðugleika. Hún verði áfram forsætisráðherra á meðan flokkurinn velur eftirmann hennar. Horfa má á stutta yfirlýsingu Truss hér að neðan. Fylgst er með helstu vendingum í Vaktinni neðst í frétitnni. "I cannot deliver the mandate on which I was elected by the Conservative Party"UK Prime Minister Liz Truss resignshttps://t.co/O5kO1WJ4tY pic.twitter.com/Gq6FtOGNIP— BBC Breaking News (@BBCBreaking) October 20, 2022 Lýsti hún því að stjórn hennar hafi sétt sér markmið um lága skatta og hagvöxt til þess að nýta frelsi sem útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefði veitt. Henni væri nú ljóst að hún gæti ekki uppfyllt það umboð sem hún hafi fengið í leiðtogakjöri flokksins í sumar. Truss fundaði nú fyrir hádegið með Graham Brady, formanni svonefndrar 1922 nefndar Íhaldsflokksins. Í nefndinni eiga sæti almennir þingmenn Íhaldsflokksins. Horfa má á beina útsendingu Sky News hér að neðan. Auk Truss og Brady sátu þau Jake Berry, formaður Íhaldsflokksins, og Theres Coffey, varaforsætisráðherra, fundinn samkvæmt breskum fjölmiðlum. Heimildarmaður BBC hélt því fram að það hafi verið Truss sem boðaði til fundarins til þess að taka púlsinn á stemmingunni í flokknum. Samkvæmt núgildandi reglum Íhaldsflokksins er ekki hægt að greiða atkvæði um vantraust á leiðtoga fyrsta árið sem hann situr í embættinu en hægt er að breyta þeim reglum. Innan við tveggja mánaða löng forsætisráðherratíð Truss hefur verið stormasöm. Stjórn hennar var gerð afturreka með fjárlagafrumvarp sem gerði ráð fyrir stórfelldum skattalækkunum sem endaði með því að Truss lét fjármálaráðherrann var taka poka sinn. Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, sagði af sér eftir að hún varð uppvís að því að senda tölvupóst frá persónulegu netfangi sínu. Í gær logaði svo allt stafnanna á milli innan þingflokksins þegar taki átti frumvarp um bergbrot til umræðu en atkvæðagreiðsla um það virðist hafa þróast út að verða að einhvers konar traustsyfirlýsingu á Truss. Leiðtogar þingflokksins hótuðu að segja af sér og frásagnir voru um að þingmenn hafi lent saman.
Bretland Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent