Tímamóta listasýning: „Breytingar eru alltaf til góðs“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. október 2022 10:01 Árni Már stendur fyrir listasýningunni Öldur aldanna - Útfjara. Aðsend Sjórinn hefur verið listamanninum Árna Má Erlingssyni hugleikinn bæði í verkum hans og eins lífi. Hann opnar tímamóta sýninguna Öldur aldanna - Útfjara í dag klukkan 16:00 í Listamönnum við Skúlagötu 32. Blaðamaður tók púlsinn á Árna Má. Lokahóf aldanna Verkin á sýningunni má segja að séu einskonar lokahóf eða hápunktur þessa tímabils sem Árni Már hefur dvalið í. Má því segja að sýningin sé kveðja við ákveðið tímabil, öldurót. Til sýnis verða málverk, prentverk og lágmynd og innblásturinn má sækja í sjóinn. Verk hans tengd sjónum og öldum hafa verið vinsæl síðustu fjögur til fimm ár. Sökum einfaldleika þeirra finnst Árna að hann þurfi að segja skilið við þetta tímabil, halda áfram að skoða og líta eftir einhverju öðru. View this post on Instagram A post shared by Arni Mar Erlingsson (@arni_mar) 40-50 verk sem þekja veggina „Ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu en eins og á þessari sýningu líka þar sem það verður allt yfirfullt af verkum. Ég er búinn að vinna á bilinu 40-50 verk sem ég er að sýna í meðalstórum sal svo það verður allt veggfóðrað. Úr því að ég ætla að segja skilið við þetta þá langar mig að gera það almennilega,“ segir Árni og bætir við: „Eins er ég að vinna með nýja efnisnotkun í einhverjum verkanna og verður það eitthvað sem ég mun halda áfram að þróa.“ View this post on Instagram A post shared by Arni Mar Erlingsson (@arni_mar) Þó að um tímamót sé að ræða kveður Árni öldurnar ekki alveg strax. „Þessu er ekki alveg lokið því ég þarf að vinna af mér einhverja biðlista en síðan mun ég halda áfram að þróa þetta svo það má segja að næsta skref sé frekar áframhaldandi þróun á þessum verkum og verða þau ekki gerð í þessari mynd sem ég hef verið að vinna að síðustu ár. Það eru spennandi tímar framundan, breytingar eru alltaf til góðs og hlakka ég til að sjá hvað er framundan.“ View this post on Instagram A post shared by Arni Mar Erlingsson (@arni_mar) Listamaður margra miðla Kristína Aðalsteinsdóttir skrifaði texta í tengslum við sýninguna en hér má finna brot úr honum: „Málverk Árna Más bera með sér óræða hreyfingu og einkennast af afmörkuðum litastrendingum sem blandast við samfléttaðar formgerðir, sem eiga tilurð sína í spunatengdum innsæisteikningum. Verk hans byggja oft á persónulegum reynsluheimi, og endurspegla hæglát augnablik í náttúru og þróun innri vegferðar. Uppruna verka hans má rekja til graff-menningar tíunda áratugarins og hip-hop tónlistar, þar sem hann færðist frá einum stað til annars og meitlaði tjáningu sína í borgarlandslagið. Ekki ósvipað hip-hop tónlistinni sem veitti honum innblástur, (sem blandaði saman eiginleikum blús, jazz og fönktónlistar), þá bar val hans á upprunamiðli merki hreyfanleika og aukinnar valdeflingar. Líkt og örvar teljast megintákn graffmenningar, oft í bland við texta, þá teljast stefnubendingar sem eitt af grunnhöfundareinkennum Árna Más allt frá byrjun og til dagsins í dag. Líkamleg framkvæmd verkanna er oftar en ekki bersýnileg, en hann er listamaður margra miðla.“ Árni Már rekur meðal annars Gallery Port á Laugavegi.Vísir/Vilhelm Sýningin stendur til 6. nóvember. Myndlist Menning Tengdar fréttir „Innblásturinn kemur bara af öllu sem við gerum“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 en galleríið opnaði fyrst dyrnar fyrir um sex árum síðan. Árni Már er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna hér: 2. apríl 2022 07:01 KÚNST: „Þessi stöðuga þörf til að gera eitthvað hefur skilað mér hvað mestum árangri“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 og er með marga bolta á lofti. Hann er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. 29. mars 2022 07:01 Árni Már heldur sýninguna Öldur aldanna Listamaðurinn Árni Már Erlingsson fer af stað með sýningu sína Öldur aldanna á morgun laugardaginn 10. nóvember kl. 16:00 í Listamönnum Skúlagötu 32. 9. nóvember 2018 18:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Lokahóf aldanna Verkin á sýningunni má segja að séu einskonar lokahóf eða hápunktur þessa tímabils sem Árni Már hefur dvalið í. Má því segja að sýningin sé kveðja við ákveðið tímabil, öldurót. Til sýnis verða málverk, prentverk og lágmynd og innblásturinn má sækja í sjóinn. Verk hans tengd sjónum og öldum hafa verið vinsæl síðustu fjögur til fimm ár. Sökum einfaldleika þeirra finnst Árna að hann þurfi að segja skilið við þetta tímabil, halda áfram að skoða og líta eftir einhverju öðru. View this post on Instagram A post shared by Arni Mar Erlingsson (@arni_mar) 40-50 verk sem þekja veggina „Ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu en eins og á þessari sýningu líka þar sem það verður allt yfirfullt af verkum. Ég er búinn að vinna á bilinu 40-50 verk sem ég er að sýna í meðalstórum sal svo það verður allt veggfóðrað. Úr því að ég ætla að segja skilið við þetta þá langar mig að gera það almennilega,“ segir Árni og bætir við: „Eins er ég að vinna með nýja efnisnotkun í einhverjum verkanna og verður það eitthvað sem ég mun halda áfram að þróa.“ View this post on Instagram A post shared by Arni Mar Erlingsson (@arni_mar) Þó að um tímamót sé að ræða kveður Árni öldurnar ekki alveg strax. „Þessu er ekki alveg lokið því ég þarf að vinna af mér einhverja biðlista en síðan mun ég halda áfram að þróa þetta svo það má segja að næsta skref sé frekar áframhaldandi þróun á þessum verkum og verða þau ekki gerð í þessari mynd sem ég hef verið að vinna að síðustu ár. Það eru spennandi tímar framundan, breytingar eru alltaf til góðs og hlakka ég til að sjá hvað er framundan.“ View this post on Instagram A post shared by Arni Mar Erlingsson (@arni_mar) Listamaður margra miðla Kristína Aðalsteinsdóttir skrifaði texta í tengslum við sýninguna en hér má finna brot úr honum: „Málverk Árna Más bera með sér óræða hreyfingu og einkennast af afmörkuðum litastrendingum sem blandast við samfléttaðar formgerðir, sem eiga tilurð sína í spunatengdum innsæisteikningum. Verk hans byggja oft á persónulegum reynsluheimi, og endurspegla hæglát augnablik í náttúru og þróun innri vegferðar. Uppruna verka hans má rekja til graff-menningar tíunda áratugarins og hip-hop tónlistar, þar sem hann færðist frá einum stað til annars og meitlaði tjáningu sína í borgarlandslagið. Ekki ósvipað hip-hop tónlistinni sem veitti honum innblástur, (sem blandaði saman eiginleikum blús, jazz og fönktónlistar), þá bar val hans á upprunamiðli merki hreyfanleika og aukinnar valdeflingar. Líkt og örvar teljast megintákn graffmenningar, oft í bland við texta, þá teljast stefnubendingar sem eitt af grunnhöfundareinkennum Árna Más allt frá byrjun og til dagsins í dag. Líkamleg framkvæmd verkanna er oftar en ekki bersýnileg, en hann er listamaður margra miðla.“ Árni Már rekur meðal annars Gallery Port á Laugavegi.Vísir/Vilhelm Sýningin stendur til 6. nóvember.
Myndlist Menning Tengdar fréttir „Innblásturinn kemur bara af öllu sem við gerum“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 en galleríið opnaði fyrst dyrnar fyrir um sex árum síðan. Árni Már er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna hér: 2. apríl 2022 07:01 KÚNST: „Þessi stöðuga þörf til að gera eitthvað hefur skilað mér hvað mestum árangri“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 og er með marga bolta á lofti. Hann er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. 29. mars 2022 07:01 Árni Már heldur sýninguna Öldur aldanna Listamaðurinn Árni Már Erlingsson fer af stað með sýningu sína Öldur aldanna á morgun laugardaginn 10. nóvember kl. 16:00 í Listamönnum Skúlagötu 32. 9. nóvember 2018 18:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Innblásturinn kemur bara af öllu sem við gerum“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 en galleríið opnaði fyrst dyrnar fyrir um sex árum síðan. Árni Már er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna hér: 2. apríl 2022 07:01
KÚNST: „Þessi stöðuga þörf til að gera eitthvað hefur skilað mér hvað mestum árangri“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 og er með marga bolta á lofti. Hann er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. 29. mars 2022 07:01
Árni Már heldur sýninguna Öldur aldanna Listamaðurinn Árni Már Erlingsson fer af stað með sýningu sína Öldur aldanna á morgun laugardaginn 10. nóvember kl. 16:00 í Listamönnum Skúlagötu 32. 9. nóvember 2018 18:00