Brutu ekki siðareglur með umfjöllun um Óshlíðarmálið Bjarki Sigurðsson skrifar 19. október 2022 11:09 Hvorki blaðamenn Stundarinnar, Aðalsteinn Kjartansson (t.v.) og Helgi Seljan (t.h.), né Ágúst Borgþór Sverrisson (fyrir miðju), blaðamaður DV, brutu siðareglu BÍ. Vísir Blaðamenn DV og Stundarinnar brutu ekki siðareglur Blaðamannafélags Íslands (BÍ) með umfjöllun sinni um Óshlíðarmálið. Kærandi var ökumaður bifreiðarinnar sem valt á Óshlíðarvegi árið 1973 en einn lést í slysinu. Kæruefni á hendur DV voru fjórar greinar skrifaðar af Ágústi Borgþóri Sverrissyni þar sem fjallað var um málið. Taldi bílsstjórinn, Höskuldur Guðmundsson, að umfjöllunin bryti í bága við þriðju og fjórðu grein siðareglna BÍ. Í þriðju grein er fjallað um að blaðamaður vandi upplýsingagjöf sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýni fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Fjórða grein fjallar um nafnbirtingu og í henni segir að blaðamenn skuli hafa ríkt í huga hvenær almennt öryggi borgaranna, sérstakir hagsmunir almennings eða almannaheill krefjist nafnbirtingar. Höskuldur nefnir sérstaklega nafnbirtingu í umfjöllun DV sem og að blaðamaður hafi gengið of langt í að draga ályktanir um að kærandi sé undir rannsókn lögreglu vegna andláts Kristins Hauks Jóhannessonar sem lést í slysinu. Ágúst og DV báru fyrir sig að Höskuldur hafi áður komið fram í viðtölum á öðrum miðlum og því sé hægt að réttlæta nafnbirtingu. Þá sé því ekki haldið fram að Höskuldur hafi réttarstöðu sakbornings heldur megi einungis draga þá ályktun af samtölum DV við sérfræðinga. Að mati siðanefndar var í einni grein DV gengið of langt með því að segja að kærandi sé persónulega undir rannsókn lögreglu. Siðanefndin telur þó Ágúst og DV ekki hafa brotið siðareglur. Sakaði þá um að elta sig Svipað er upp á teningnum í máli Höskulds gegn Stundinni. Að hans mati gengu blaðamenn Stundarinnar, Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, of hart fram til að reyna að ná tali af honum. Sakaði hann blaðamennina um að hafa setið fyrir sér, elt sig, tekið ljósmyndir af sér og hugsanlega tekið sig upp á myndband. Aðalsteinn og Helgi hafna því alfarið að hafa elt Höskuld eða setið um hann. Þeir hafi einungis boðið honum að koma eigin sjónarmiðum á framfæri í umfjölluninni í samræmi við fagleg vinnubrögð blaðamanna. Siðanefnd segist ekki geta tekið afstöðu til þess hvort of hart hafi verið gengið fram til að ná tali af Höskuldi þar sem honum og blaðamönnunum ber ekki saman um hversu aðgangsharðir þeir voru. Engin gögn séu til sem styðja fullyrðingar Höskuldar. Höskuldur kvartaði einnig undan því að hann einn hafi verið nafngreindur í umfjöllun miðilsins en ekki aðrir málsaðilar. Í andsvörum Stundarinnar segir að Höskuldur hafi veitt nokkrum fjölmiðlum viðtöl áður en umfjöllun þeirra birtist og hann hafi aldrei þá farið fram á að njóta nafnleyndar. Að mati siðanefndarinnar braut Stundin því heldur ekki siðareglur BÍ. Fjölmiðlar Banaslys á Óshlíðarvegi 1973 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Kæruefni á hendur DV voru fjórar greinar skrifaðar af Ágústi Borgþóri Sverrissyni þar sem fjallað var um málið. Taldi bílsstjórinn, Höskuldur Guðmundsson, að umfjöllunin bryti í bága við þriðju og fjórðu grein siðareglna BÍ. Í þriðju grein er fjallað um að blaðamaður vandi upplýsingagjöf sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýni fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Fjórða grein fjallar um nafnbirtingu og í henni segir að blaðamenn skuli hafa ríkt í huga hvenær almennt öryggi borgaranna, sérstakir hagsmunir almennings eða almannaheill krefjist nafnbirtingar. Höskuldur nefnir sérstaklega nafnbirtingu í umfjöllun DV sem og að blaðamaður hafi gengið of langt í að draga ályktanir um að kærandi sé undir rannsókn lögreglu vegna andláts Kristins Hauks Jóhannessonar sem lést í slysinu. Ágúst og DV báru fyrir sig að Höskuldur hafi áður komið fram í viðtölum á öðrum miðlum og því sé hægt að réttlæta nafnbirtingu. Þá sé því ekki haldið fram að Höskuldur hafi réttarstöðu sakbornings heldur megi einungis draga þá ályktun af samtölum DV við sérfræðinga. Að mati siðanefndar var í einni grein DV gengið of langt með því að segja að kærandi sé persónulega undir rannsókn lögreglu. Siðanefndin telur þó Ágúst og DV ekki hafa brotið siðareglur. Sakaði þá um að elta sig Svipað er upp á teningnum í máli Höskulds gegn Stundinni. Að hans mati gengu blaðamenn Stundarinnar, Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, of hart fram til að reyna að ná tali af honum. Sakaði hann blaðamennina um að hafa setið fyrir sér, elt sig, tekið ljósmyndir af sér og hugsanlega tekið sig upp á myndband. Aðalsteinn og Helgi hafna því alfarið að hafa elt Höskuld eða setið um hann. Þeir hafi einungis boðið honum að koma eigin sjónarmiðum á framfæri í umfjölluninni í samræmi við fagleg vinnubrögð blaðamanna. Siðanefnd segist ekki geta tekið afstöðu til þess hvort of hart hafi verið gengið fram til að ná tali af Höskuldi þar sem honum og blaðamönnunum ber ekki saman um hversu aðgangsharðir þeir voru. Engin gögn séu til sem styðja fullyrðingar Höskuldar. Höskuldur kvartaði einnig undan því að hann einn hafi verið nafngreindur í umfjöllun miðilsins en ekki aðrir málsaðilar. Í andsvörum Stundarinnar segir að Höskuldur hafi veitt nokkrum fjölmiðlum viðtöl áður en umfjöllun þeirra birtist og hann hafi aldrei þá farið fram á að njóta nafnleyndar. Að mati siðanefndarinnar braut Stundin því heldur ekki siðareglur BÍ.
Fjölmiðlar Banaslys á Óshlíðarvegi 1973 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira