Finnst skrýtið að hann komi heim á þessum tímapunkti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2022 14:01 Styrmir Snær Þrastarson í sínum fyrsta leik með Þórsliðinu á þessu tímabili. Vísir/Diego Þórsarar bættu óvænt við sig íslenskum landsliðsmanni eftir að tímabilið í Subway deildinni í körfubolta var byrjað því Styrmir Snær Þrastarson var mættur í Þórsbúninginn á föstudagskvöldið. Styrmir Snær fór í nám til Bandaríkjanna eftir að hann hjálpaði Þórsurum að vinna Íslandsmeistaratitilinn árið 2021 og gekk til liðs við körfuboltalið Davidson skólans. Styrmir fékk lítið sem ekkert að spila á sínu fyrsta tímabili en ákvað samt að taka annan vetur í skólanum. Hann entist þó ekki lengur en það að hann er nú kominn aftur heim í Þorlákshöfn í október. Subway Körfuboltakvöld ræddi heimkomu Styrmis sem var með 6 stig og 8 fráköst í fyrsta leik en klikkaði á öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Gerði miklar vonir „Maður gerði miklar vonir til hans hjá Davidson en hann var lítið að spila. Maður vonaði eins og með alla leikmenn að hann myndi þrauka fjögur ár. Það er gaman að sjá hann í deildinni en maður hefði vilja sjá hann klára hjá Bob McKillop, þeim merkilega þjálfara,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Heimkoma Styrmis „Það virðist vera þannig með stráka sem fara í stóra skóla og stór prógrömm. Þeir eru að koma að því virðist fyrr heim og margir þeirra þótt þeir fari í litlu skólana líka,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Það eru sárafáir íslenskir strákar sem hafa klárað en stelpurnar hafa klárað meira,“ skaut Kjartan inn í. Sævar nefndi dæmi Hauk Helga Pálsson sem fór úr Maryland. Fór sjálfur bara í HR Sævar sagði bara hafa farið í HR á Íslandi og veit ekki hvernig þeim hefur liðið. „Miðað við allar upplýsingarnar sem þú hefur, áður en þú ferð út, þá myndi maður ætla , að menn væru búnir að undirbúa sig undir það sem fram undan er. Mér finnst mjög skrítið að hann komi heim á þessum tímapunkti,“ sagði Sævar. Eitthvað sem við vitum ekki „Hefði hann ekkert fengið að spila í byrjun tímabilsins í Davidson, þá er skiljanlegra að koma heim þá. Það er eitthvað að baki sem við vitum ekki. Það er alveg deginum ljósara,“ sagði Sævar. Það má finna alla umræðuna hér fyrir ofan. Þórsarar byrja reyndar ekki vel með Styrmi því liðið datt síðan út úr bikarkeppninni á sunnudaginn. Tvö töp á þremur dögum í fyrstu tveimur leikjum hans. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Styrmir Snær fór í nám til Bandaríkjanna eftir að hann hjálpaði Þórsurum að vinna Íslandsmeistaratitilinn árið 2021 og gekk til liðs við körfuboltalið Davidson skólans. Styrmir fékk lítið sem ekkert að spila á sínu fyrsta tímabili en ákvað samt að taka annan vetur í skólanum. Hann entist þó ekki lengur en það að hann er nú kominn aftur heim í Þorlákshöfn í október. Subway Körfuboltakvöld ræddi heimkomu Styrmis sem var með 6 stig og 8 fráköst í fyrsta leik en klikkaði á öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Gerði miklar vonir „Maður gerði miklar vonir til hans hjá Davidson en hann var lítið að spila. Maður vonaði eins og með alla leikmenn að hann myndi þrauka fjögur ár. Það er gaman að sjá hann í deildinni en maður hefði vilja sjá hann klára hjá Bob McKillop, þeim merkilega þjálfara,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Heimkoma Styrmis „Það virðist vera þannig með stráka sem fara í stóra skóla og stór prógrömm. Þeir eru að koma að því virðist fyrr heim og margir þeirra þótt þeir fari í litlu skólana líka,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Það eru sárafáir íslenskir strákar sem hafa klárað en stelpurnar hafa klárað meira,“ skaut Kjartan inn í. Sævar nefndi dæmi Hauk Helga Pálsson sem fór úr Maryland. Fór sjálfur bara í HR Sævar sagði bara hafa farið í HR á Íslandi og veit ekki hvernig þeim hefur liðið. „Miðað við allar upplýsingarnar sem þú hefur, áður en þú ferð út, þá myndi maður ætla , að menn væru búnir að undirbúa sig undir það sem fram undan er. Mér finnst mjög skrítið að hann komi heim á þessum tímapunkti,“ sagði Sævar. Eitthvað sem við vitum ekki „Hefði hann ekkert fengið að spila í byrjun tímabilsins í Davidson, þá er skiljanlegra að koma heim þá. Það er eitthvað að baki sem við vitum ekki. Það er alveg deginum ljósara,“ sagði Sævar. Það má finna alla umræðuna hér fyrir ofan. Þórsarar byrja reyndar ekki vel með Styrmi því liðið datt síðan út úr bikarkeppninni á sunnudaginn. Tvö töp á þremur dögum í fyrstu tveimur leikjum hans.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum