Röð drónaárása í Kænugarði í morgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2022 06:30 Lögregla að störfum í kjölfar árásanna 10. október síðastliðinn. epa/Oleg Petrasyuk Loftvarnarflautur hljómuðu í Kænugarði í morgun og í kjölfarið heyrðist röð sprenginga sem ráðamenn segja hafa verið af völdum íranskra svokallaðra „kamikaze“ dróna, sem geta hangið í loftinu yfir skotmarki sínu í nokkurn tíma áður en þeir þeytast til jarðar og springa. Ef marka má fregnir morgunsins má ætla að nokkrir slíkir drónar hafi verið notaðir í árásum Rússa á höfuðborgina snemma í morgun. Drone attack on Kyiv continues. Air defense at work. All in Kyiv need to be in shelters. pic.twitter.com/M5j49WZzn8— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) October 17, 2022 Árásirnar hafa verið staðfestar af skrifstofu Vólódómírs Selenskís Úkraínuforseta og af borgarstjóranum Vitaliy Klitschko. Að sögn Klitschko urðu nokkrar skemmdir á íbúðabyggingum í Shevchenkiv og þá sprakk einn sprengja við aðallestarstöðina í borginni, þar sem fólk leitaði skjóls í lestargöngunum. Engar fregnir hafa borist af fórnarlömbum enn sem komið er. Currently waiting in an underpass at Kyiv station after multiple drone strikes nearby. One explosion after I first arrived, the look of fear on some peoples faces. What a way to start a day pic.twitter.com/qg3TblYqmT— Dan Sabbagh (@dansabbagh) October 17, 2022 Fregnir hafa einnig borist af árásum í Sumy og Dnipropetrovsk. Skotmörkin virðast hafa verið orkuinnviðir. Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á dögunum að Rússar hefðu grandað 22 af 29 skotmörkum í árásum sínum 10. október síðastliðinn og þau sjö sem eftir væru yrðu kláruð á næstunni. Þá sagði hann Rússa nú hafa í hyggju að einbeita sér að öðru og að engar stórfelldar árásir væru í bígerð. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Ef marka má fregnir morgunsins má ætla að nokkrir slíkir drónar hafi verið notaðir í árásum Rússa á höfuðborgina snemma í morgun. Drone attack on Kyiv continues. Air defense at work. All in Kyiv need to be in shelters. pic.twitter.com/M5j49WZzn8— Anton Gerashchenko (@Gerashchenko_en) October 17, 2022 Árásirnar hafa verið staðfestar af skrifstofu Vólódómírs Selenskís Úkraínuforseta og af borgarstjóranum Vitaliy Klitschko. Að sögn Klitschko urðu nokkrar skemmdir á íbúðabyggingum í Shevchenkiv og þá sprakk einn sprengja við aðallestarstöðina í borginni, þar sem fólk leitaði skjóls í lestargöngunum. Engar fregnir hafa borist af fórnarlömbum enn sem komið er. Currently waiting in an underpass at Kyiv station after multiple drone strikes nearby. One explosion after I first arrived, the look of fear on some peoples faces. What a way to start a day pic.twitter.com/qg3TblYqmT— Dan Sabbagh (@dansabbagh) October 17, 2022 Fregnir hafa einnig borist af árásum í Sumy og Dnipropetrovsk. Skotmörkin virðast hafa verið orkuinnviðir. Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði á dögunum að Rússar hefðu grandað 22 af 29 skotmörkum í árásum sínum 10. október síðastliðinn og þau sjö sem eftir væru yrðu kláruð á næstunni. Þá sagði hann Rússa nú hafa í hyggju að einbeita sér að öðru og að engar stórfelldar árásir væru í bígerð.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira