Öllum hljóðfærum Steinunnar stolið: Býðst til að borga þjófinum og baka súkkulaðiköku fyrir hann Árni Sæberg skrifar 16. október 2022 21:24 Auk hljóðfæranna var ljósabúnaði stolið af Steinunni Eldflaug. Aðsend Öllum hljóðfærum tónlistarkonunnar Steinunnar Eldflaugar Harðardóttur var stolið úr hljóðveri sem hún leigir með nokkrum vinum sínum í dag. Hún segir tjónið aðallega vera tilfinningalegt og lofar ríkulegum fundarlaunum verði hljóðfærunum skilað. Aðkoman að hljóðverinu þar sem Steinunn Eldflaug, eða Dj. flugvél og geimskip eins og hún er ævinlega kölluð, skapar tónlist sína ásamt vinum hennar var ekki góð í dag. Þar hafði allt steini léttara verið sett í svokallað „flightcase“ Steinunnar og því rúllað út. Í færslu á Facebook biðlar Steinunn til fólks að það láti vita ef það verður vart við hljóðfærin og annað sem stolið var úr hljóðverinu. Hún segir „rosaleg“ fundarlaun vera í boði. Í samtali við Vísi segir Steinunn að hún skilji að fólk brjótist inn og steli verðmætum ef því vantar nauðsynlega pening. Þess vegna sé hún tilbúin til þess að greiða innbrotsþjófinum ríkulega fyrir að skila hljóðfærunum sem og að baka fyrir hann súkkulaðiköku. Hún segist vera reiðubúin til að greiða meira fyrir góssið en fengist á sölusíðum á netinu. Hún efast um að nokkuð fáist fyrir hljóðfærin enda hefur hún skreytt þau með áberandi hætti. Óútgefin tónlist, viskýflaska og silfurflauta frá goðsögn Steinunn Eldflaug segir tjónið aðallega vera tilfinningalegt enda hafi hljóðfærin innihaldið úótgefna tónlist sem hún hafi unnið að undanfarið ásamt vinkonu sinni. Þær ætluðu að ljúka við gerð tónlistarinnar á næstu dögum. Þá saknar vinur hennar viskýflösku sem honum hafði nýlega verið gefin af vinum þeirra sem leiga hljóðverið með þeim. Steinunn segist vona að þjófurinn njóti hennar vel. Að lokum nefnir Steinunn að meðal hljóðfæranna sem stolið var hafi verið silfurflauta sem eitt sinn var í eigu listamannsins Dieter Roth, sem var um árabil búsettur hér á landi og hafði mikil áhrif á menningarlíf landsins. Flautunni hafi hún sjálf stolið af pabba sínum fyrir mörgum árum. Hún segir að endurheimti hún hljóðfærin verði allra fyrsta verk að koma silfurflautunni til afkomendna Dieters. Vonast til þess að þjófurinn sjái að sér Steinunn segir að skili sá sem stal hljóðfærunum þeim muni hún ekki gera meira úr málinu fyrir utan að greiða fundarlaun. Því biðlar hún til hans, og allra sem upplýsingar geti veitt um málið, að hafa samband við sig í síma 696 4265 eða með tölvupósti til geimskip@gmail.com. Reykjavík Tónlist Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Aðkoman að hljóðverinu þar sem Steinunn Eldflaug, eða Dj. flugvél og geimskip eins og hún er ævinlega kölluð, skapar tónlist sína ásamt vinum hennar var ekki góð í dag. Þar hafði allt steini léttara verið sett í svokallað „flightcase“ Steinunnar og því rúllað út. Í færslu á Facebook biðlar Steinunn til fólks að það láti vita ef það verður vart við hljóðfærin og annað sem stolið var úr hljóðverinu. Hún segir „rosaleg“ fundarlaun vera í boði. Í samtali við Vísi segir Steinunn að hún skilji að fólk brjótist inn og steli verðmætum ef því vantar nauðsynlega pening. Þess vegna sé hún tilbúin til þess að greiða innbrotsþjófinum ríkulega fyrir að skila hljóðfærunum sem og að baka fyrir hann súkkulaðiköku. Hún segist vera reiðubúin til að greiða meira fyrir góssið en fengist á sölusíðum á netinu. Hún efast um að nokkuð fáist fyrir hljóðfærin enda hefur hún skreytt þau með áberandi hætti. Óútgefin tónlist, viskýflaska og silfurflauta frá goðsögn Steinunn Eldflaug segir tjónið aðallega vera tilfinningalegt enda hafi hljóðfærin innihaldið úótgefna tónlist sem hún hafi unnið að undanfarið ásamt vinkonu sinni. Þær ætluðu að ljúka við gerð tónlistarinnar á næstu dögum. Þá saknar vinur hennar viskýflösku sem honum hafði nýlega verið gefin af vinum þeirra sem leiga hljóðverið með þeim. Steinunn segist vona að þjófurinn njóti hennar vel. Að lokum nefnir Steinunn að meðal hljóðfæranna sem stolið var hafi verið silfurflauta sem eitt sinn var í eigu listamannsins Dieter Roth, sem var um árabil búsettur hér á landi og hafði mikil áhrif á menningarlíf landsins. Flautunni hafi hún sjálf stolið af pabba sínum fyrir mörgum árum. Hún segir að endurheimti hún hljóðfærin verði allra fyrsta verk að koma silfurflautunni til afkomendna Dieters. Vonast til þess að þjófurinn sjái að sér Steinunn segir að skili sá sem stal hljóðfærunum þeim muni hún ekki gera meira úr málinu fyrir utan að greiða fundarlaun. Því biðlar hún til hans, og allra sem upplýsingar geti veitt um málið, að hafa samband við sig í síma 696 4265 eða með tölvupósti til geimskip@gmail.com.
Reykjavík Tónlist Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira