Afleiðingar kosta meira Eymundur Eymundsson skrifar 15. október 2022 17:30 Með mína persónulega reynslu hef ég gert mitt best til að hjálpa sem fortíðinni fékk ekki frekar en margt annað vegna fáfræði. Það er vont að vita ekki af hverju manni líður illa andlega en það skiptir öllu að taka á vandanum strax. Félagsfælni er þriðja algengasta geðröskunin á eftir þunglyndi og alkóhólisma. Félagsfælni byrjar oftast frá 10 til 15 ára aldri og getur haft miklar afleiðingar t.d. einangrun, eiga erfitt með félagsleg tengsl og forðast flestar aðstæður, vímuefnamisnotkun og sjálfsvíg. Þegar félagsfælni ræður ríkjum verður maður óframfærinn og heldur að allir séu að horfa á sig og langar því helst að hverfa niður í jörðina. Félagsfælni reynir mikið á stoð~ og taugakerfi sem getur haft miklar líkamlegar afleiðingar þar sem þú spennist upp og nærð aldrei góðum svefn sem er frumskilyrði fyrir hvíld. Félagsfælni hefur líka áhrif ef einhver að hlæja þá er sú manneskja pottþétt að hlæja að þér og maður fer hjá sér og langar að hverfa. Maður skammast sín fyrir sjálfan sig og reynir að komast hjá því að vera innan um fólk. Þannig að félagslegur þroski er ekki mikill og neikvæð orka fer í að fela vanlíðan. Manneskja með félagsfælni forðast að vera þátttakandi þannig að manneskjan er óframfærinn og lifir í mikilli einangrun. Í grunnskóla átti ég erfitt með lærdóm og fann mig betur í íþróttum þótt mér liði illa. Ég á erfitt með að átta mig á af hverju er ekki betur unnið með forvarnir gagnvart andlegum vanda í íþróttum og í grunnskólum? Eru það fordómar hjá íþróttafélögum og sú menning frá gamalli tíð að þú mátt ekki sýna þína vanlíðan. Miðað við það sem ég hef lesið er voða lítið um hvernig er tekist á við andlegum vanda hjá íþróttafélögum og hvert getur verið hægt að leita. Efla þarf forvarnir í grunn- og framhaldsskólum og hjá íþróttafélögum. Sköpum verðmæti í stað afleiðinga. Það kostar að spara en tel að þeim peningum sé vel varið og skapi verðmæti fyrir framtíðina. Hvernig væri að hafa fagfólk sem kennir hugarleikfimi þar sem unnið er með hugsanir, hegðun, atferli, byggja upp sjálfsmynd, sjálfstraust og bjargráð til að takast á við lífið. Við höfum allavega leikfimiskennara fyrir hreyfingu. Vonin sem gaf mér betra líf Eitt er að vita og annað er að framkvæma. Á verkjasviði á sjúkrahúsinu á Kristnesi árið 2005 eftir mína aðra mjaðmliðaskiptingu fékk ég bæklinga um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Þegar ég las bæklinganna var eins og ég væri að lesa um mig frá á til ō. Að sjá að það voru raunverulegar ástæður fyrir minni vanlíðan og það var hægt að fá hjálp gaf mér kjark og von um líf án flótta. Ég byrjaði strax hjá sálfræðingi á Kristnesi og svo heimilislæknir og lyf. Góður vinur kom til mín og hjálpaði mér til að fara í meðferð hjá SÁÁ í byrjun árs 2006. Eftir meðferð fór ég á og fór á alla fundi sem voru í boði.. Flesta daga voru tveir fundir á dag og stundum þrír og fór ég alltaf upp í pontu til að takast á við félagsfælnina. Ég tók að mér hádegisdeild alla virka daga á Akureyri og þá þurfti ég að vakna á morgnana til að mæta og hella upp á kaffi og ganga frá eftir fundi. Ég ákvað að besta vinna sem ég gat unnið var að vinna í sjálfum mér. Á Heilsustofnun í Hveragerði fer ég árlega til að halda mér gangandi. Ég fór í mína þriðju mjaðmaliðaskiptingu sömu megin 2017 og ég tel að slitgigt séu m.a. afleiðingar af andlega vandanum. Starfsendurhæfingu Norðurlands með námi byrjaði ég í árið 2007 en ég hafði hætt eftir tveggja mánaða nám í framhaldsskóla 1984 vegna félagsfælni. Árið 2008 þurfti ég að fá meiri hjálp og fór inn á geðdeild og ég sem hélt að á geðdeild væri hættulegt fólk og vissi ekki betur eftir allar bíómyndirnar sem hafa gefið okkur þá sýn. Það réðst hinsvegar enginn á mig eða var í spennitreyju og útúrlyfjaður. Bara ósköp venjulegt fólk sem var að leita sér hjálpar eins og aðrir gera við öðrum kvillum. Félagskvíðahópur fór ég í um sumarið 2008 og svo á Reykjalund í hugræna atferlismeðferð og hef samtals verið á Reykjalundi í fjóra mánuði. Eitt dæmi 2008 þegar ég varð guðfaðir systurdóttur minnar og tók þátt í öllu sem ég gat ekki þrem árum áður þegar systir mín átti eldri dóttur sína. Þá komst ég ekki í kirkjuna og þurfti að drekka nokkra bjóra til að komast í skírnarveisluna þótt að það væri fjölskyldan mín. Þetta er bara lítið dæmi hvað félagsfælni getur rænt og gefið. Ég flutti til Reykjavíkur haustið 2009 og fór í Ráðgjafaskóla Íslands og útskrifaðist desember það ár. Mér hafði verið bent á Hugarafl sem vinnur með bata- og valdeflingamódel á jafningjagrunni. Ég fór í Hugarafl og var þar nær daglega til 2012 en kom inn í félagsskap á Akureyri sem vildu byggja á sömu hugmyndafræði og Hugarafl. Það varð úr að 10. október 2013 á Akureyri byrjuðum við með Grófina geðrækt og þar kom mín reynsla frá Hugarafli sterkt inn. Það var mikil áskorun að opna sig í litlu samfélagi og nú er Grófin geðrækt 9 ára með 5 starfsmenn. Árið 2015 byrjuðum við í Grófinni með geðfræðslu í grunnskólum á Akureyri. Fyrst var farið í alla grunnskóla á Akureyri fyrir starfsfólk og kennara sem heppnaðist mjög vel og einum skólanum var sagt að Jóhann Ingi sálfræðingur hefði verið deginum áður og fannst þeim gott að fá reynslusögur og sálfræðing þannig að báðar hliðar fái að heyrast. Geðfræðslan fór svo í fimm ár í alla 9. bekki grunnskóla á Akureyri og auk þess í nágrannabyggðir og víðar um landið með miklu þakklæti frá starfsfólki sem nemendum. Menntaskólinn á Akureyri hefur fengið fræðslu í mörg ár fyrir átta nýnemabekki og það segir sig sjálft að þetta væri ekki gert nema að almenn ánægja er að fá reynslusögur af bata og bjargráðum. Ég skammast mín ekki í dag fyrir að lifa með félagsfælni og þunglyndi frekar en sá sem glímir við krabbamein. Ég reyni bara að vera góð manneskja sem er annt um náungann og það getur varla verið slæmt? Ég útskrifaðist sem félagsliði 2016 og ég sem ég hélt að ég gæti aldrei lært en það voru ástæður fyrir því og það kallast félagsfælni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Tengdar fréttir Kvíðinn heltók Eymund sem talaði fyrst við son sinn þegar hann var 14 ára Kvíðinn og óttinn við annað fólk var svo mikill að hann gat ekki hugsað sér að umgangast aðra. Hann hefur aldrei verið í föstu sambandi og myndaði ekki tengsl við son sinn fyrr en strákurinn var orðinn fjórtán ára. 22. janúar 2019 13:30 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Með mína persónulega reynslu hef ég gert mitt best til að hjálpa sem fortíðinni fékk ekki frekar en margt annað vegna fáfræði. Það er vont að vita ekki af hverju manni líður illa andlega en það skiptir öllu að taka á vandanum strax. Félagsfælni er þriðja algengasta geðröskunin á eftir þunglyndi og alkóhólisma. Félagsfælni byrjar oftast frá 10 til 15 ára aldri og getur haft miklar afleiðingar t.d. einangrun, eiga erfitt með félagsleg tengsl og forðast flestar aðstæður, vímuefnamisnotkun og sjálfsvíg. Þegar félagsfælni ræður ríkjum verður maður óframfærinn og heldur að allir séu að horfa á sig og langar því helst að hverfa niður í jörðina. Félagsfælni reynir mikið á stoð~ og taugakerfi sem getur haft miklar líkamlegar afleiðingar þar sem þú spennist upp og nærð aldrei góðum svefn sem er frumskilyrði fyrir hvíld. Félagsfælni hefur líka áhrif ef einhver að hlæja þá er sú manneskja pottþétt að hlæja að þér og maður fer hjá sér og langar að hverfa. Maður skammast sín fyrir sjálfan sig og reynir að komast hjá því að vera innan um fólk. Þannig að félagslegur þroski er ekki mikill og neikvæð orka fer í að fela vanlíðan. Manneskja með félagsfælni forðast að vera þátttakandi þannig að manneskjan er óframfærinn og lifir í mikilli einangrun. Í grunnskóla átti ég erfitt með lærdóm og fann mig betur í íþróttum þótt mér liði illa. Ég á erfitt með að átta mig á af hverju er ekki betur unnið með forvarnir gagnvart andlegum vanda í íþróttum og í grunnskólum? Eru það fordómar hjá íþróttafélögum og sú menning frá gamalli tíð að þú mátt ekki sýna þína vanlíðan. Miðað við það sem ég hef lesið er voða lítið um hvernig er tekist á við andlegum vanda hjá íþróttafélögum og hvert getur verið hægt að leita. Efla þarf forvarnir í grunn- og framhaldsskólum og hjá íþróttafélögum. Sköpum verðmæti í stað afleiðinga. Það kostar að spara en tel að þeim peningum sé vel varið og skapi verðmæti fyrir framtíðina. Hvernig væri að hafa fagfólk sem kennir hugarleikfimi þar sem unnið er með hugsanir, hegðun, atferli, byggja upp sjálfsmynd, sjálfstraust og bjargráð til að takast á við lífið. Við höfum allavega leikfimiskennara fyrir hreyfingu. Vonin sem gaf mér betra líf Eitt er að vita og annað er að framkvæma. Á verkjasviði á sjúkrahúsinu á Kristnesi árið 2005 eftir mína aðra mjaðmliðaskiptingu fékk ég bæklinga um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Þegar ég las bæklinganna var eins og ég væri að lesa um mig frá á til ō. Að sjá að það voru raunverulegar ástæður fyrir minni vanlíðan og það var hægt að fá hjálp gaf mér kjark og von um líf án flótta. Ég byrjaði strax hjá sálfræðingi á Kristnesi og svo heimilislæknir og lyf. Góður vinur kom til mín og hjálpaði mér til að fara í meðferð hjá SÁÁ í byrjun árs 2006. Eftir meðferð fór ég á og fór á alla fundi sem voru í boði.. Flesta daga voru tveir fundir á dag og stundum þrír og fór ég alltaf upp í pontu til að takast á við félagsfælnina. Ég tók að mér hádegisdeild alla virka daga á Akureyri og þá þurfti ég að vakna á morgnana til að mæta og hella upp á kaffi og ganga frá eftir fundi. Ég ákvað að besta vinna sem ég gat unnið var að vinna í sjálfum mér. Á Heilsustofnun í Hveragerði fer ég árlega til að halda mér gangandi. Ég fór í mína þriðju mjaðmaliðaskiptingu sömu megin 2017 og ég tel að slitgigt séu m.a. afleiðingar af andlega vandanum. Starfsendurhæfingu Norðurlands með námi byrjaði ég í árið 2007 en ég hafði hætt eftir tveggja mánaða nám í framhaldsskóla 1984 vegna félagsfælni. Árið 2008 þurfti ég að fá meiri hjálp og fór inn á geðdeild og ég sem hélt að á geðdeild væri hættulegt fólk og vissi ekki betur eftir allar bíómyndirnar sem hafa gefið okkur þá sýn. Það réðst hinsvegar enginn á mig eða var í spennitreyju og útúrlyfjaður. Bara ósköp venjulegt fólk sem var að leita sér hjálpar eins og aðrir gera við öðrum kvillum. Félagskvíðahópur fór ég í um sumarið 2008 og svo á Reykjalund í hugræna atferlismeðferð og hef samtals verið á Reykjalundi í fjóra mánuði. Eitt dæmi 2008 þegar ég varð guðfaðir systurdóttur minnar og tók þátt í öllu sem ég gat ekki þrem árum áður þegar systir mín átti eldri dóttur sína. Þá komst ég ekki í kirkjuna og þurfti að drekka nokkra bjóra til að komast í skírnarveisluna þótt að það væri fjölskyldan mín. Þetta er bara lítið dæmi hvað félagsfælni getur rænt og gefið. Ég flutti til Reykjavíkur haustið 2009 og fór í Ráðgjafaskóla Íslands og útskrifaðist desember það ár. Mér hafði verið bent á Hugarafl sem vinnur með bata- og valdeflingamódel á jafningjagrunni. Ég fór í Hugarafl og var þar nær daglega til 2012 en kom inn í félagsskap á Akureyri sem vildu byggja á sömu hugmyndafræði og Hugarafl. Það varð úr að 10. október 2013 á Akureyri byrjuðum við með Grófina geðrækt og þar kom mín reynsla frá Hugarafli sterkt inn. Það var mikil áskorun að opna sig í litlu samfélagi og nú er Grófin geðrækt 9 ára með 5 starfsmenn. Árið 2015 byrjuðum við í Grófinni með geðfræðslu í grunnskólum á Akureyri. Fyrst var farið í alla grunnskóla á Akureyri fyrir starfsfólk og kennara sem heppnaðist mjög vel og einum skólanum var sagt að Jóhann Ingi sálfræðingur hefði verið deginum áður og fannst þeim gott að fá reynslusögur og sálfræðing þannig að báðar hliðar fái að heyrast. Geðfræðslan fór svo í fimm ár í alla 9. bekki grunnskóla á Akureyri og auk þess í nágrannabyggðir og víðar um landið með miklu þakklæti frá starfsfólki sem nemendum. Menntaskólinn á Akureyri hefur fengið fræðslu í mörg ár fyrir átta nýnemabekki og það segir sig sjálft að þetta væri ekki gert nema að almenn ánægja er að fá reynslusögur af bata og bjargráðum. Ég skammast mín ekki í dag fyrir að lifa með félagsfælni og þunglyndi frekar en sá sem glímir við krabbamein. Ég reyni bara að vera góð manneskja sem er annt um náungann og það getur varla verið slæmt? Ég útskrifaðist sem félagsliði 2016 og ég sem ég hélt að ég gæti aldrei lært en það voru ástæður fyrir því og það kallast félagsfælni.
Kvíðinn heltók Eymund sem talaði fyrst við son sinn þegar hann var 14 ára Kvíðinn og óttinn við annað fólk var svo mikill að hann gat ekki hugsað sér að umgangast aðra. Hann hefur aldrei verið í föstu sambandi og myndaði ekki tengsl við son sinn fyrr en strákurinn var orðinn fjórtán ára. 22. janúar 2019 13:30
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar