Segir að óvænta hetjan á Old Trafford eigi eftir að fá Jerry Maguire símtal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2022 08:00 Francis Uzoho og svo Tom Cruise í hlutverki umboðsmannsins Jerry Maguire. Samsett/Getty Francis Uzoho sló í gegn með frammistöðu sinni í marki Omonia Nicosia á Old Trafford í gærkvöldi en þessi 23 ára gamli markvörður hefur stolið fyrirsögnunum eftir leikinn þrátt fyrir tap kýpverska liðsins. Manchester United var í stórsókn allan leikinn en Francis Uzoho varði hvert skotið á fætur og öðru og öll þar til að Scott McTominay skoraði sigurmark United í uppbótatíma. Uzoho hafði aðeins spilað í 134 mínútur á þessu tímabili en var í miklu stuði í gær og var búinn að verja tólf skot þegar McTominay kom boltanum fram hjá honum. Francis Uzoho made 12 saves against his boyhood club before being beaten in stoppage time pic.twitter.com/rZIlJ75qDm— GOAL (@goal) October 13, 2022 Sagan varð enn betri þegar kom í ljóst að Uzoho er mikill stuðningsmaður Manchester United. Francis Uzoho á að baki 26 landseliki fyrir Nígeríu og hélt hreinu á móti Íslandi á HM í Rússlandi sumarið 2018. Owen Hargreaves, knattspyrnusérfræðingur á BT Sport, telur að þessi frammistaða munu breyta ferli nígeríska markvarðarins. BBC segir frá. „Hann átti besta leik lífs síns og hann var stórkostlegur,“ sagði Owen Hargreaves. „Hann mun tryggja sér samning með þessu. Að hugsa sér að hann hafi verið varamarkvörðurinn þeirra. Hann var eins og veggur,“ sagði Owen. "It's a dream come true for me!"Omonia goalkeeper and Manchester United fan Francis Uzoho was delighted with the chance to play at Old Trafford... @DannyJamieson pic.twitter.com/xWVfy2D2NL— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 13, 2022 „Umboðsmaðurinn hans verður mikið í símanum á næstunni og Francis mun fá Jerry Maguire símtal frá honum,“ sagði Owen. Hann vísaði þar til kvikmyndarinnar Jerry Maguire með Tom Cruise og Cuba Gooding Jr. þar sem Cruise leikur umboðsmann og Gooding Jr. leikmanninn. „Við höfum allir átt móment, leiki sem breyta lífi okkar. Nú munu allir þekkja nafnið hans. Þessi leikur mun gerbreyta ferli hans og líklegast breyta lífi hans. Hann sagði okkur svo margt með þessu stóra brosi sínu í viðtalinu,“ sagði Owen. Evrópudeild UEFA Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Juventus ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu Kolbeinn skoraði í síðasta heimaleik tímabilsins Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Í beinni: Wolves - Crystal Palace | Mikilvægur slagur á fallsvæðinu Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Sjá meira
Manchester United var í stórsókn allan leikinn en Francis Uzoho varði hvert skotið á fætur og öðru og öll þar til að Scott McTominay skoraði sigurmark United í uppbótatíma. Uzoho hafði aðeins spilað í 134 mínútur á þessu tímabili en var í miklu stuði í gær og var búinn að verja tólf skot þegar McTominay kom boltanum fram hjá honum. Francis Uzoho made 12 saves against his boyhood club before being beaten in stoppage time pic.twitter.com/rZIlJ75qDm— GOAL (@goal) October 13, 2022 Sagan varð enn betri þegar kom í ljóst að Uzoho er mikill stuðningsmaður Manchester United. Francis Uzoho á að baki 26 landseliki fyrir Nígeríu og hélt hreinu á móti Íslandi á HM í Rússlandi sumarið 2018. Owen Hargreaves, knattspyrnusérfræðingur á BT Sport, telur að þessi frammistaða munu breyta ferli nígeríska markvarðarins. BBC segir frá. „Hann átti besta leik lífs síns og hann var stórkostlegur,“ sagði Owen Hargreaves. „Hann mun tryggja sér samning með þessu. Að hugsa sér að hann hafi verið varamarkvörðurinn þeirra. Hann var eins og veggur,“ sagði Owen. "It's a dream come true for me!"Omonia goalkeeper and Manchester United fan Francis Uzoho was delighted with the chance to play at Old Trafford... @DannyJamieson pic.twitter.com/xWVfy2D2NL— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 13, 2022 „Umboðsmaðurinn hans verður mikið í símanum á næstunni og Francis mun fá Jerry Maguire símtal frá honum,“ sagði Owen. Hann vísaði þar til kvikmyndarinnar Jerry Maguire með Tom Cruise og Cuba Gooding Jr. þar sem Cruise leikur umboðsmann og Gooding Jr. leikmanninn. „Við höfum allir átt móment, leiki sem breyta lífi okkar. Nú munu allir þekkja nafnið hans. Þessi leikur mun gerbreyta ferli hans og líklegast breyta lífi hans. Hann sagði okkur svo margt með þessu stóra brosi sínu í viðtalinu,“ sagði Owen.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Juventus ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu Kolbeinn skoraði í síðasta heimaleik tímabilsins Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Í beinni: Wolves - Crystal Palace | Mikilvægur slagur á fallsvæðinu Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Sjá meira