„Höfum kannski ekki verið að skoða hvort þetta sé Helvetica eða Arial“ Snorri Másson skrifar 13. október 2022 23:15 Töluvert misræmi er á leturgerð á götuskiltum Reykjavíkurborgar, sem stingur fólk mismikið í augun. Skrifstofustjóri hjá borginni segir að leturgerð hafi orðið út undan í samræmingarferlum borgarinnar en lofar bót og betrun. Á samfélagsmiðlum hafa sumir hverjir sopið hveljur vegna misræmis af þessum toga, sem má finna víða um borgina eftir að farið var að setja upp nýja gerð af skiltum. Mjög skýrt dæmi er við Kaplaskjólsveg, þar sem nýtt skilti og gamalt eru hlið við hlið. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu hjá Reykjavíkurborg, segir misræmið helgast af því að skipt hefur verið við mismunandi aðila í mismunandi útboðum í gegnum tíðina. Þetta sé þó ekki nógu gott svona. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu hjá Reykjavíkurborg, segir verra að vera með misræmi í skiltum borgarinnar en að framvegis verði gætt að þessu atriði.Vísir „Við munum skoða þetta og auðvitað þarf að gæta samræmis í þessum málum sem öðrum, það sem við höfum kannski aðallega verið að skoða í þessum útboðum varðandi skilti og götugögn er ákveðin rýmd, hæð, lengd og staðsetning en við höfum kannski ekki verið að skoða hvort þetta sé Helvetica eða Arial,“ segir Hjalti í samtali við fréttastofu. Skilti með gisnari og örlítið skýrari texta virðast vera nýja tegundin og hún hefur breitt úr sér víða um borg. „Það er auðvitað þannig að sitt sýnist hverjum en auðvitað verður þetta bara að vera í innra samræmi og við munum skoða það,“ segir Hjalti. Þessi skilti ættu að vera stöðluð. Hvað á þetta leturflakk að þýða? pic.twitter.com/LwnvbNjhEz— Bobby Breiðholt (@Breidholt) June 27, 2022 Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Á samfélagsmiðlum hafa sumir hverjir sopið hveljur vegna misræmis af þessum toga, sem má finna víða um borgina eftir að farið var að setja upp nýja gerð af skiltum. Mjög skýrt dæmi er við Kaplaskjólsveg, þar sem nýtt skilti og gamalt eru hlið við hlið. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu hjá Reykjavíkurborg, segir misræmið helgast af því að skipt hefur verið við mismunandi aðila í mismunandi útboðum í gegnum tíðina. Þetta sé þó ekki nógu gott svona. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu hjá Reykjavíkurborg, segir verra að vera með misræmi í skiltum borgarinnar en að framvegis verði gætt að þessu atriði.Vísir „Við munum skoða þetta og auðvitað þarf að gæta samræmis í þessum málum sem öðrum, það sem við höfum kannski aðallega verið að skoða í þessum útboðum varðandi skilti og götugögn er ákveðin rýmd, hæð, lengd og staðsetning en við höfum kannski ekki verið að skoða hvort þetta sé Helvetica eða Arial,“ segir Hjalti í samtali við fréttastofu. Skilti með gisnari og örlítið skýrari texta virðast vera nýja tegundin og hún hefur breitt úr sér víða um borg. „Það er auðvitað þannig að sitt sýnist hverjum en auðvitað verður þetta bara að vera í innra samræmi og við munum skoða það,“ segir Hjalti. Þessi skilti ættu að vera stöðluð. Hvað á þetta leturflakk að þýða? pic.twitter.com/LwnvbNjhEz— Bobby Breiðholt (@Breidholt) June 27, 2022
Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira