Geðheilbrigðisstarfsmaður í lögreglubíl Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 13. október 2022 17:00 Undanfarið hefur umræða um geðheilbrigðismál orðið umfangsmeiri í samfélaginu og ákall er eftir auknu aðgengi að faglegri þjónustu. Í því samhengi er mikilvægt að efla samstarf milli geðheilbrigðiskerfisins og lögreglunnar, eins og hefur þegar gefist vel víðsvegar um heiminn. Reynsla annarra landa Árið 1978 hóf lögreglan í Bresku Kólumbíu í Kanada samstarf við hjúkrunarfræðinga í útköllum sem tengdust geðrænum vanda. Síðan þá hefur samstarf lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks verið ein af grunnstoðum útkallsþjónustu í fylkinu. Frá árinu 1989 hefur svokallað almannaöryggisteymi, kallað CAHOOTS, verið starfrækt í Oregon-fylki Bandaríkjanna, og önnur teymi víðsvegar um Bandaríkin hafa verið stofnsett í kjölfarið. Verkefni teymanna eru margvísleg, en lögreglan kemur bara við sögu ef útkallið varðar ofbeldisfullan einstakling. Reynslan sýnir að aðeins í örfáum tilfellum þarf að kalla á aðstoð lögreglu. Í Svíþjóð hefur til að mynda verið komið á fót sérstökum geðheilbrigðissjúkrabíl sem hefur starfað frá árinu 2015. Neyðargeðheilbrigðisteymi á Íslandi Í vikunni sem leið lagði ég ásamt meðflutningsfólki mínu þingsályktunartillögu um að koma á fót neyðargeðheilbrigðisteymi og tryggja því fjármögnun. Teymið yrði skipað heilbrigðisstarfsfólki með sérþekkingu á sviði geðheilbrigðis, vímuefnavanda og skaðaminnkunar, og það myndi sinna neyðarútköllum í tilvikum þar sem einstaklingar á vettvangi eiga við geðrænan vanda og/eða vímuefnavanda að stríða. Á sama tíma þurfum við að valdefla viðbragðsaðila hjá neyðarlínunni og lögreglu með fræðslu svo þau geti metið hvenær þörf sé á aðstoð frá heilbrigðisstarfsfólki í útköllum. Aukin lífsgæði Þegar þessir hópar vinna vel saman bætir það lífsgæði allra. Fólk með geðsjúkdóma á auðveldara með að fá geðheilbrigðisþjónustu, lögreglan upplifir færri áföll og minni streitu og geðheilbrigðisstarfsmenn hafa tækifæri til að hafa enn meiri, bein og jákvæð áhrif á samfélagið. Það er mikilvægt að byggja brýr milli löggæslu og heilbrigðisþjónustu og þá sérstaklega tryggja það að einstaklingar fái rétta þjónustu hverju sinni. Höfundur er varaþingmaður Pírata og sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Geðheilbrigði Píratar Alþingi Fíkn Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur umræða um geðheilbrigðismál orðið umfangsmeiri í samfélaginu og ákall er eftir auknu aðgengi að faglegri þjónustu. Í því samhengi er mikilvægt að efla samstarf milli geðheilbrigðiskerfisins og lögreglunnar, eins og hefur þegar gefist vel víðsvegar um heiminn. Reynsla annarra landa Árið 1978 hóf lögreglan í Bresku Kólumbíu í Kanada samstarf við hjúkrunarfræðinga í útköllum sem tengdust geðrænum vanda. Síðan þá hefur samstarf lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks verið ein af grunnstoðum útkallsþjónustu í fylkinu. Frá árinu 1989 hefur svokallað almannaöryggisteymi, kallað CAHOOTS, verið starfrækt í Oregon-fylki Bandaríkjanna, og önnur teymi víðsvegar um Bandaríkin hafa verið stofnsett í kjölfarið. Verkefni teymanna eru margvísleg, en lögreglan kemur bara við sögu ef útkallið varðar ofbeldisfullan einstakling. Reynslan sýnir að aðeins í örfáum tilfellum þarf að kalla á aðstoð lögreglu. Í Svíþjóð hefur til að mynda verið komið á fót sérstökum geðheilbrigðissjúkrabíl sem hefur starfað frá árinu 2015. Neyðargeðheilbrigðisteymi á Íslandi Í vikunni sem leið lagði ég ásamt meðflutningsfólki mínu þingsályktunartillögu um að koma á fót neyðargeðheilbrigðisteymi og tryggja því fjármögnun. Teymið yrði skipað heilbrigðisstarfsfólki með sérþekkingu á sviði geðheilbrigðis, vímuefnavanda og skaðaminnkunar, og það myndi sinna neyðarútköllum í tilvikum þar sem einstaklingar á vettvangi eiga við geðrænan vanda og/eða vímuefnavanda að stríða. Á sama tíma þurfum við að valdefla viðbragðsaðila hjá neyðarlínunni og lögreglu með fræðslu svo þau geti metið hvenær þörf sé á aðstoð frá heilbrigðisstarfsfólki í útköllum. Aukin lífsgæði Þegar þessir hópar vinna vel saman bætir það lífsgæði allra. Fólk með geðsjúkdóma á auðveldara með að fá geðheilbrigðisþjónustu, lögreglan upplifir færri áföll og minni streitu og geðheilbrigðisstarfsmenn hafa tækifæri til að hafa enn meiri, bein og jákvæð áhrif á samfélagið. Það er mikilvægt að byggja brýr milli löggæslu og heilbrigðisþjónustu og þá sérstaklega tryggja það að einstaklingar fái rétta þjónustu hverju sinni. Höfundur er varaþingmaður Pírata og sálfræðingur.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar