Katrín ósammála því að hér ríki stjórnlaust ástand Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. október 2022 13:44 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra hafnar því að hér á landi ríki stjórnlaust ástand í útlendingamálum, líkt og dómsmálaráðherra hefur haldið fram. Fjöldi flóttamanna eigi sér eðlilegar skýringar og byggi á ákvörðunum stjórnvalda. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun spurði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, forsætisráðherra um afstöðu hennar gagnvart frekari hindrunum í flóttamannakerfinu, líkt og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur boðað. Hann sagði í vikunni ástandið vera stjórnlaust, móttökukerfið of opið og hefur boðað hertar reglur sem hann ætlar að kynna fyrir ríkisstjórn á næstunni. Katrín Jakobsdóttir sagði á Alþingi í morgun að aukinn fjöldi flóttamanna ætti sér eðlilegar skýringar og benti á að langflest sem hingað hafi leitað komi frá Úkraínu; eða um 1.900 af um 3.100. „Og ég hef ekki skilið annað en að við séum öll sammála um þá ákvörðun að opna dyr okkar fyrir fólki sem leitar skjóls vegna þeirra skelfilegu stríðsátaka sem þar standa,“ sagði Katrín. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra stefnir að því að kynna tillögur að hertum reglum í útlendingamálum á næstunni.Stöð 2/Egill Dómsmálaráðherra sagði jafnframt í umræðum um landamærafrumvarp á Alþingi í vikunni að „fólk væri að koma í hópum frá Venesúela“. Katrín rakti í ræðu sinni að fjöldi fólks þaðan, líkt og fjöldi Úkraínumanna, skýrist af stjórnvaldsákvörðun, eða úrskurði kærunefndar útlendingamála sem vísar til slæmrar stöðu í Venesúela og byggir á leiðbeiningum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. „Því get ég ekki tekið undir að hér sé stjórnlaust ástand. Þetta eru ákvarðanir sem hafa verið teknar og þegar við lítum á önnur þau sem hingað hafa komið er sá fjöldi í sjálfu sér ekkert umfram það sem ætla mætti að væri eðlilegt.“ Hún sagði stöðuna þó vissulega skapa álag í til dæmis húsnæðismálum og skólakerfinu. „Meðal annars út af þessum ástæðum hef ég stofnað ráðherranefnd um málefni útlendinga þar sem ætlunin er að fara heildstætt yfir þessi mál.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun spurði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, forsætisráðherra um afstöðu hennar gagnvart frekari hindrunum í flóttamannakerfinu, líkt og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur boðað. Hann sagði í vikunni ástandið vera stjórnlaust, móttökukerfið of opið og hefur boðað hertar reglur sem hann ætlar að kynna fyrir ríkisstjórn á næstunni. Katrín Jakobsdóttir sagði á Alþingi í morgun að aukinn fjöldi flóttamanna ætti sér eðlilegar skýringar og benti á að langflest sem hingað hafi leitað komi frá Úkraínu; eða um 1.900 af um 3.100. „Og ég hef ekki skilið annað en að við séum öll sammála um þá ákvörðun að opna dyr okkar fyrir fólki sem leitar skjóls vegna þeirra skelfilegu stríðsátaka sem þar standa,“ sagði Katrín. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra stefnir að því að kynna tillögur að hertum reglum í útlendingamálum á næstunni.Stöð 2/Egill Dómsmálaráðherra sagði jafnframt í umræðum um landamærafrumvarp á Alþingi í vikunni að „fólk væri að koma í hópum frá Venesúela“. Katrín rakti í ræðu sinni að fjöldi fólks þaðan, líkt og fjöldi Úkraínumanna, skýrist af stjórnvaldsákvörðun, eða úrskurði kærunefndar útlendingamála sem vísar til slæmrar stöðu í Venesúela og byggir á leiðbeiningum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. „Því get ég ekki tekið undir að hér sé stjórnlaust ástand. Þetta eru ákvarðanir sem hafa verið teknar og þegar við lítum á önnur þau sem hingað hafa komið er sá fjöldi í sjálfu sér ekkert umfram það sem ætla mætti að væri eðlilegt.“ Hún sagði stöðuna þó vissulega skapa álag í til dæmis húsnæðismálum og skólakerfinu. „Meðal annars út af þessum ástæðum hef ég stofnað ráðherranefnd um málefni útlendinga þar sem ætlunin er að fara heildstætt yfir þessi mál.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira