Formaðurinn segir af sér og er hættur í Prestafélaginu Bjarki Sigurðsson skrifar 13. október 2022 10:35 Arnaldur Bárðarson er fráfarandi formaður Prestafélags Íslands. Vísir Arnaldur Bárðarson hefur tilkynnt afsögn sína sem formaður Prestafélags Íslands. Þá hefur hann sagt sig úr félaginu og gengið til liðs við Fræðagarð. Hann hvetur alla presta til að gera slíkt hið sama. Arnaldur staðfestir í samtali við fréttastofu að hann hafi tilkynnt um afsögn sína í gærmorgun. Fréttablaðið greindi fyrst frá þessu en upphaflega ætlaði Arnaldur sér að segja af sér þann 10. október á aukaaðalfundi. Fundinum var þó frestað vegna mistaka í fundarboði. Arnaldur vildi þó standa við það sem hann hafði sagt og sagði af sér í gærkvöldi. „Fyrst og síðast vegna þess að ég tel það þurfi að vera breytingar á Prestafélagi Íslands. Við getum ekki verið samblanda af fagfélagi og stéttarfélagi með þeim hætti sem við erum í dag. Sjálfur hef ég sagt mig úr Prestafélaginu og hef gengið til liðs við Fræðagarð. Ég tel að allir prestar ættu að sameinast þar innan raða ásamt öðru háskólamenntuðu starfsfólki kirkjunnar í einu stóru stéttarfélagi,“ segir Arnaldur í samtali við fréttastofu. Afsögnin kemur í kjölfar þess að mikil óeining hefur ríkt innan Prestafélagsins og prestasamfélagsins á Íslandi. Félag prestvígðra kvenna lýsti yfir vantrausti á hendur Arnaldi vegna ummæla sem hann lét falla í viðtali um mál séra Gunnars Sigurjónssonar á Útvarpi Sögu. Gunnar var stuttu fyrir það áminntur fyrir ósæmilega hegðun gagnvart konum á vinnustað hans í Digranes- og Hjallaprestakalli. „Við getum ekki sett hvert annað í svona litlu samfélagi í þá stöðu að þurfa að standa með einum og þá upplifir annar að það sé verið að standa gegn sér. Það er mergur málsins,“ segir Arnaldur. Trúmál Þjóðkirkjan Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Krefjast afsagnar formanns Prestafélagsins vegna viðtals við Útvarp sögu Félag prestvígðra kvenna krefst þess að Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segi af sér vegna ummæla hans í viðtali við Útvarp sögu á dögunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félags Prestvígðra kvenna sem gefin er út eftir fund félagsins í Langholtskirkju í gær. 16. september 2022 11:15 Vantraustsyfirlýsing kvenpresta byggð á „hreinum rangfærslum og lygi“ Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir vantraustsyfirlýsingu Félags prestvígðra kvenna gagnvart honum byggða á lygum. Hún sé ómarktæk. Hann gengst þó við mistökum í viðtali við Útvarp sögu, sem vantraustsyfirlýsingin snýr meðal annars að. 16. september 2022 12:11 Uppvís að kynferðislegri áreitni í tvígang Teymi Þjóðkirkjunnar hefur metið sem svo að tíu sinnum hafi sóknarprestur kirkjunnar orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn ákvæðum EKKO-reglugerðar kirkjunnar (reglugerð um einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni, sem og annað ofbeldi). Presturinn hefur látið af störfum og áformað er að veita honum áminningu. 14. september 2022 13:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Arnaldur staðfestir í samtali við fréttastofu að hann hafi tilkynnt um afsögn sína í gærmorgun. Fréttablaðið greindi fyrst frá þessu en upphaflega ætlaði Arnaldur sér að segja af sér þann 10. október á aukaaðalfundi. Fundinum var þó frestað vegna mistaka í fundarboði. Arnaldur vildi þó standa við það sem hann hafði sagt og sagði af sér í gærkvöldi. „Fyrst og síðast vegna þess að ég tel það þurfi að vera breytingar á Prestafélagi Íslands. Við getum ekki verið samblanda af fagfélagi og stéttarfélagi með þeim hætti sem við erum í dag. Sjálfur hef ég sagt mig úr Prestafélaginu og hef gengið til liðs við Fræðagarð. Ég tel að allir prestar ættu að sameinast þar innan raða ásamt öðru háskólamenntuðu starfsfólki kirkjunnar í einu stóru stéttarfélagi,“ segir Arnaldur í samtali við fréttastofu. Afsögnin kemur í kjölfar þess að mikil óeining hefur ríkt innan Prestafélagsins og prestasamfélagsins á Íslandi. Félag prestvígðra kvenna lýsti yfir vantrausti á hendur Arnaldi vegna ummæla sem hann lét falla í viðtali um mál séra Gunnars Sigurjónssonar á Útvarpi Sögu. Gunnar var stuttu fyrir það áminntur fyrir ósæmilega hegðun gagnvart konum á vinnustað hans í Digranes- og Hjallaprestakalli. „Við getum ekki sett hvert annað í svona litlu samfélagi í þá stöðu að þurfa að standa með einum og þá upplifir annar að það sé verið að standa gegn sér. Það er mergur málsins,“ segir Arnaldur.
Trúmál Þjóðkirkjan Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Krefjast afsagnar formanns Prestafélagsins vegna viðtals við Útvarp sögu Félag prestvígðra kvenna krefst þess að Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segi af sér vegna ummæla hans í viðtali við Útvarp sögu á dögunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félags Prestvígðra kvenna sem gefin er út eftir fund félagsins í Langholtskirkju í gær. 16. september 2022 11:15 Vantraustsyfirlýsing kvenpresta byggð á „hreinum rangfærslum og lygi“ Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir vantraustsyfirlýsingu Félags prestvígðra kvenna gagnvart honum byggða á lygum. Hún sé ómarktæk. Hann gengst þó við mistökum í viðtali við Útvarp sögu, sem vantraustsyfirlýsingin snýr meðal annars að. 16. september 2022 12:11 Uppvís að kynferðislegri áreitni í tvígang Teymi Þjóðkirkjunnar hefur metið sem svo að tíu sinnum hafi sóknarprestur kirkjunnar orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn ákvæðum EKKO-reglugerðar kirkjunnar (reglugerð um einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni, sem og annað ofbeldi). Presturinn hefur látið af störfum og áformað er að veita honum áminningu. 14. september 2022 13:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Krefjast afsagnar formanns Prestafélagsins vegna viðtals við Útvarp sögu Félag prestvígðra kvenna krefst þess að Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segi af sér vegna ummæla hans í viðtali við Útvarp sögu á dögunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félags Prestvígðra kvenna sem gefin er út eftir fund félagsins í Langholtskirkju í gær. 16. september 2022 11:15
Vantraustsyfirlýsing kvenpresta byggð á „hreinum rangfærslum og lygi“ Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir vantraustsyfirlýsingu Félags prestvígðra kvenna gagnvart honum byggða á lygum. Hún sé ómarktæk. Hann gengst þó við mistökum í viðtali við Útvarp sögu, sem vantraustsyfirlýsingin snýr meðal annars að. 16. september 2022 12:11
Uppvís að kynferðislegri áreitni í tvígang Teymi Þjóðkirkjunnar hefur metið sem svo að tíu sinnum hafi sóknarprestur kirkjunnar orðið uppvís að háttsemi sem stríði gegn ákvæðum EKKO-reglugerðar kirkjunnar (reglugerð um einelti, kynbundna og kynferðislega áreitni, sem og annað ofbeldi). Presturinn hefur látið af störfum og áformað er að veita honum áminningu. 14. september 2022 13:15