Sprengjum rignir enn yfir borgir Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2022 10:05 Sjálfboðaliðar hjálpa til við að hreinsa til eftir sprengjuárás í borginni Saporisjía í vikunni. AP/Leo Correa Ráðamenn í Kænugarði segja að það muni taka nokkrar vikur að gera að fullu við orkuver og dreifikerfi Úkraínu eftir umfangsmiklar árásir á innviði landsins í vikunni. Um þriðjungur rafmagnsinnviða landsins er sagður hafa orðið fyrir skemmdum og rafmagnsleysi er víða. Rússar héldu árásum sínum á þessa innviði og óbreytta borgara áfram í morgun en eldflaugar og drónar ku hafa verið notaðar til að gera árásir á rúmlega fjörutíu borgir og bæi í dag. Í frétt New York Times er haft eftir Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, að í þessari viku hafi árásir verið gerðar á tólf orkuver og raforkuinnviði í Kænugarði. Forsetinn sagði að búið væri að laga mikið af skemmdunum en það myndi taka meiri tíma í fjórum héruðum landsins. AP fréttaveitan segir að sprengjum hafi rignt yfir Míkólaív í suðurhluta Úkraínu í nótt. Þar hafi ellefu ára dreng verið bjargað úr rústum húss en hann hafi verið þar fastur í sex klukkustundir. Enn er leitað að sjö sem sagðir eru hafa verið í húsinu. Ráðamenn í Míkólaív segja S-300 flugskeyti hafa verið notað til árása á borgina en fullyrt er að árásum með þess konar flugskeytum hafi færst í aukana. Það eru þó flugskeyti sem við eðlilegar kringumstæður eru notaðar til að skjóta niður herflugvélar en hægt er að notað til ónákvæmra sprengjuárása á skotmörk á jörðu niðri. Þetta vekur upp spurningar um hve lengi Rússar geta haldið umfangsmiklum eldflauga- og flugskeytaárásum áfram. Árásir þessar hófust í vikunni, í kjölfar sprengingar á Kerch-brúnni sem tengir Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, við meginland Rússlands. Sú brú er gífurlega mikilvæg Rússum varðandi birgðaflutninga til hersveita þeirra í suðurhluta Úkraínu. Rússar hafa hingað til átt fá svör gegn velgengni Úkraínumanna á vígvöllunum síðustu vikur og virðast þeir hafa tekið þá ákvörðun að reyna að draga úr baráttuvilja Úkraínumanna með árásum á innviði og óbreytta borgara. Bakhjarlar Úkraínu vinna nú hörðum höndum að því að koma fleiri og betri loftvarnarkerfi svo Úkraínumenn geti betur varist þessum árásum. Hingað til hafa loftvarnir Úkraínumanna byggt á gömlum loftvarnarkerfum frá tímum Sovétríkjanna sem úkraínski herinn átti fyrir og vopnum sem bakhjarlar Úkraínu sendu í flýti í kjölfar innrásarinnar. Þar á meðal eru Stinger-flugskeyti og önnur sovésk loftvarnarkerfi frá öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Úkraínumenn fengu í gær nýtt og háþróað kerfi frá Þýskalandi og stendur til að þeir fá fleiri, bæði til skamms og langs tíma. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir 143 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fordæma „innlimun“ Rússa 143 af 193 ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum greiddu atkvæði með því í gær að fordæma ólögmæta innlimun Rússa á fjórum héruðum í Úkraínu. 13. október 2022 07:11 Segir Pútín sýna rökhugsun en hafa stórkostlega misreiknað stöðuna í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta sýna rökhugsun en hann hafi hins vegar stórkostlega misreiknað þegar hann ákvað að ráðast inn í Úkraínu. Þá segir forsetinn hótanir Rússa um notkun kjarnorkuvopna mögulega geta leitt til hörmulegra mistaka. 12. október 2022 07:12 Stríðshaukar í Kreml krefjast skæðari árása í Úkraínu Embættismenn og stuðningsmenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu hafa fagnað mannskæðum árásum um alla Úkraínu í gær. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur verið harðlega gagnrýndur af hópi manna í Kreml vegna þess hve honum hefur gengið illa á vígvellinum undanfarnar vikur. 11. október 2022 08:38 Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Sjá meira
Rússar héldu árásum sínum á þessa innviði og óbreytta borgara áfram í morgun en eldflaugar og drónar ku hafa verið notaðar til að gera árásir á rúmlega fjörutíu borgir og bæi í dag. Í frétt New York Times er haft eftir Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, að í þessari viku hafi árásir verið gerðar á tólf orkuver og raforkuinnviði í Kænugarði. Forsetinn sagði að búið væri að laga mikið af skemmdunum en það myndi taka meiri tíma í fjórum héruðum landsins. AP fréttaveitan segir að sprengjum hafi rignt yfir Míkólaív í suðurhluta Úkraínu í nótt. Þar hafi ellefu ára dreng verið bjargað úr rústum húss en hann hafi verið þar fastur í sex klukkustundir. Enn er leitað að sjö sem sagðir eru hafa verið í húsinu. Ráðamenn í Míkólaív segja S-300 flugskeyti hafa verið notað til árása á borgina en fullyrt er að árásum með þess konar flugskeytum hafi færst í aukana. Það eru þó flugskeyti sem við eðlilegar kringumstæður eru notaðar til að skjóta niður herflugvélar en hægt er að notað til ónákvæmra sprengjuárása á skotmörk á jörðu niðri. Þetta vekur upp spurningar um hve lengi Rússar geta haldið umfangsmiklum eldflauga- og flugskeytaárásum áfram. Árásir þessar hófust í vikunni, í kjölfar sprengingar á Kerch-brúnni sem tengir Krímskaga, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, við meginland Rússlands. Sú brú er gífurlega mikilvæg Rússum varðandi birgðaflutninga til hersveita þeirra í suðurhluta Úkraínu. Rússar hafa hingað til átt fá svör gegn velgengni Úkraínumanna á vígvöllunum síðustu vikur og virðast þeir hafa tekið þá ákvörðun að reyna að draga úr baráttuvilja Úkraínumanna með árásum á innviði og óbreytta borgara. Bakhjarlar Úkraínu vinna nú hörðum höndum að því að koma fleiri og betri loftvarnarkerfi svo Úkraínumenn geti betur varist þessum árásum. Hingað til hafa loftvarnir Úkraínumanna byggt á gömlum loftvarnarkerfum frá tímum Sovétríkjanna sem úkraínski herinn átti fyrir og vopnum sem bakhjarlar Úkraínu sendu í flýti í kjölfar innrásarinnar. Þar á meðal eru Stinger-flugskeyti og önnur sovésk loftvarnarkerfi frá öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Úkraínumenn fengu í gær nýtt og háþróað kerfi frá Þýskalandi og stendur til að þeir fá fleiri, bæði til skamms og langs tíma.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir 143 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fordæma „innlimun“ Rússa 143 af 193 ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum greiddu atkvæði með því í gær að fordæma ólögmæta innlimun Rússa á fjórum héruðum í Úkraínu. 13. október 2022 07:11 Segir Pútín sýna rökhugsun en hafa stórkostlega misreiknað stöðuna í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta sýna rökhugsun en hann hafi hins vegar stórkostlega misreiknað þegar hann ákvað að ráðast inn í Úkraínu. Þá segir forsetinn hótanir Rússa um notkun kjarnorkuvopna mögulega geta leitt til hörmulegra mistaka. 12. október 2022 07:12 Stríðshaukar í Kreml krefjast skæðari árása í Úkraínu Embættismenn og stuðningsmenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu hafa fagnað mannskæðum árásum um alla Úkraínu í gær. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur verið harðlega gagnrýndur af hópi manna í Kreml vegna þess hve honum hefur gengið illa á vígvellinum undanfarnar vikur. 11. október 2022 08:38 Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Sjá meira
143 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fordæma „innlimun“ Rússa 143 af 193 ríkjum sem eiga aðild að Sameinuðu þjóðunum greiddu atkvæði með því í gær að fordæma ólögmæta innlimun Rússa á fjórum héruðum í Úkraínu. 13. október 2022 07:11
Segir Pútín sýna rökhugsun en hafa stórkostlega misreiknað stöðuna í Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta sýna rökhugsun en hann hafi hins vegar stórkostlega misreiknað þegar hann ákvað að ráðast inn í Úkraínu. Þá segir forsetinn hótanir Rússa um notkun kjarnorkuvopna mögulega geta leitt til hörmulegra mistaka. 12. október 2022 07:12
Stríðshaukar í Kreml krefjast skæðari árása í Úkraínu Embættismenn og stuðningsmenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu hafa fagnað mannskæðum árásum um alla Úkraínu í gær. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur verið harðlega gagnrýndur af hópi manna í Kreml vegna þess hve honum hefur gengið illa á vígvellinum undanfarnar vikur. 11. október 2022 08:38