Lífið

The Devil Wears Prada nostalgía á rauða dreglinum

Elísabet Hanna skrifar
Leikkonan Anne Hathaway segir líkindin ekki hafa verið skipulögð.
Leikkonan Anne Hathaway segir líkindin ekki hafa verið skipulögð. Getty/James Devaney

Leikkonan Anne Hathaway rifjaði upp gamla takta úr kvikmyndinni The Devil Wears Prada þegar hún mætti klædd eins og persónan Andy Sachs á tískusýningu. Nú hefur leikkonan greint frá því að líkindin hafi átt sér stað fyrir slysni.

Á viðburðinum var einnig tískugyðjan Anna Wintour, sem var innblásturinn að Miröndu Priestly, persónu Meryl Streep í myndinni. Anne og Anna sátu hlið við hlið á sýningunni. 

Tískusýningin var hluti af New York Fashion Week fyrir Michael Kors. Fatavalið vakti samstundis athygli aðdáenda myndarinnar. 

Hér má sjá líkindin.Getty/Gilbert Carrasquillo/Youtube

Óvænt ánægja

Í viðtali við Today segir leikkonan líkindin þó hafa átt sér stað fyrir slysni. Fötin sem hún ætlaði upphaflega í á sýninguna virkuðu ekki að hennar sögn og því endaði hún í þessu. „Ég horfði í spegilinn og hugsaði hey þetta er fyndið, ætli einhver taki eftir þessu,“ sagði leikkonan um líkindi sín við persónuna sem hún lék.

Anne Hathaway og Anna Wintour sátu saman á tískusýningunni. Anna Wintour var innblásturinn að yfirmanni Andy Sachs í kvikmyndinni The Devil Wears Prada.Getty/Dimitrios Kambouris

Í hlaðvarpinu Tjikk Tjatt ræddum við Unnur Eggertsdóttir kvikmyndina The Devil Wears Prada í þaula en hægt er að nálgast þáttinn hér að neðan og í hlaðvarpsveitu Tals.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×