„Leiðinlegt að þeir skuli ekki sjá þetta með opnari hug“ Snorri Másson skrifar 17. október 2022 08:46 Ívar Ketilsson, Bitcoin-sérfræðingur sem heldur úti hlaðvarpinu Bitcoin-byltingin, vísar því á bug að horfurnar séu ekki góðar á sviði rafmynta nú um mundir. Virði Bitcoin hefur staðið í stað í um 20.000 Bandaríkjadölum frá því í sumar. Ívar Ketilsson, Bitcoin-sérfræðingur sem heldur úti hlaðvarpinu Bitcoin-byltingin, segir að enginn myndi vera að græða á því ef Bitcoin væri „svikamylla“ eins og hefur verið haldið fram. „Við segjum oft að Bitcoin falli aldrei í verði, heldur tekur það bara smá leiðréttingu eftir að hafa farið of hátt of hratt. Fyrir þessa fordæmalausu peningaprentun seðlabankanna árið 2020 stóð Bitcoin í um 3.000-6.000 dollurum. Eftir þessa peningaprentun fór verðið alla leið upp í 60.000 en er núna að finna stabíleringu í um 20.000. Það sem skiptir aðallega máli er að kerfið er að virka, það er stöðugt og bálkar eru enn að koma inn á tíu mínútna fresti,“ segir Ívar. Rætt er við Ívar í Íslandi í dag en innslagið má sjá hér að ofan. Þar er einnig rætt um um væntanlegan bjargvætt íslenskrar tungu, sem eru undraverðar framfarir á sviði máltækni. Í viðtalinu vísar Ívar því líka á bug að um sé að ræða svikamyllu, eins og hefur verið haldið fram um Bitcoin: „Það er enginn miðstýrður aðili í Bitcoin þannig að það er enginn sem væri að hagnast á þeirri svikamyllu,“ segir Ívar. Bitcoin aftast í orkuröðinni Forstjóri Landsvirkjunar hefur gefið út að nú, þar sem ljóst er orðið að takmarka þurfi orku til ákveðinna viðskiptavina Landsvirkjunar, verði rafmyntargröftur neðstur á listanum. Það er væntanlega sagt í ljósi umhverfisáhrifa starfseminnar. Ívar segir að eðlilegra væri að kalla Bitcoin óumhverfisvænt ef um væri að ræða greiðslumiðlunarkerfi. Það sé þó ekki staðan, heldur sé Bitcoin nýtt peningakerfi. Slíkt kerfi þurfi ákveðna tækni til að vera í endurnýjun og fyrirkomulagið á því núna sé sanngjarnasta leiðin. „Mér finnst svolítið leiðinlegt að þeir skuli ekki sjá þetta með aðeins opnari hug af því að Bitcoin er mögnuð bylting,“ segir Ívar. Hann segir að afgangsrafmagn sem fari til spillis sé vel hægt að nota til Bitcoin-graftrar, enda sé á flestum tímapunktum einhver orka að fara til spillis sem mætti í staðinn nýta. Rafmyntir Landsvirkjun Orkumál Ísland í dag Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri ON: Aukin raforkuframleiðsla ekki á teikniborðinu Orka náttúrunnar (ON) hefur ekki í hyggju að byggja upp nýjar jarðvarmavirkjanir eða auka raforkuframleiðslu sína. Fjárfestingar í virkjunum ON munu fyrst og fremst miða að því að viðhalda núverandi orkuframleiðslu. Þetta segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. 11. október 2022 07:01 Erlendir sjóðir keyptu þrjú íslensk gagnaver fyrir meira en 100 milljarða undir lok ársins Afar samkeppnishæft og stöðugt orkuverð, sem varð á skömmum tíma talsvert lægra hér á landi í samanburði við Evrópu þar sem það hefur hækkað skarpt á tímum faraldursins, ásamt ört vaxandi áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða á gagnaversiðnaði skilaði sér í því að þrjú stærstu gagnaverin sem eru starfrækt á Íslandi voru seld fyrir samanlagt yfir 100 milljarða króna á síðustu mánuðum ársins 2021. 9. febrúar 2022 06:02 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Sjá meira
Ívar Ketilsson, Bitcoin-sérfræðingur sem heldur úti hlaðvarpinu Bitcoin-byltingin, segir að enginn myndi vera að græða á því ef Bitcoin væri „svikamylla“ eins og hefur verið haldið fram. „Við segjum oft að Bitcoin falli aldrei í verði, heldur tekur það bara smá leiðréttingu eftir að hafa farið of hátt of hratt. Fyrir þessa fordæmalausu peningaprentun seðlabankanna árið 2020 stóð Bitcoin í um 3.000-6.000 dollurum. Eftir þessa peningaprentun fór verðið alla leið upp í 60.000 en er núna að finna stabíleringu í um 20.000. Það sem skiptir aðallega máli er að kerfið er að virka, það er stöðugt og bálkar eru enn að koma inn á tíu mínútna fresti,“ segir Ívar. Rætt er við Ívar í Íslandi í dag en innslagið má sjá hér að ofan. Þar er einnig rætt um um væntanlegan bjargvætt íslenskrar tungu, sem eru undraverðar framfarir á sviði máltækni. Í viðtalinu vísar Ívar því líka á bug að um sé að ræða svikamyllu, eins og hefur verið haldið fram um Bitcoin: „Það er enginn miðstýrður aðili í Bitcoin þannig að það er enginn sem væri að hagnast á þeirri svikamyllu,“ segir Ívar. Bitcoin aftast í orkuröðinni Forstjóri Landsvirkjunar hefur gefið út að nú, þar sem ljóst er orðið að takmarka þurfi orku til ákveðinna viðskiptavina Landsvirkjunar, verði rafmyntargröftur neðstur á listanum. Það er væntanlega sagt í ljósi umhverfisáhrifa starfseminnar. Ívar segir að eðlilegra væri að kalla Bitcoin óumhverfisvænt ef um væri að ræða greiðslumiðlunarkerfi. Það sé þó ekki staðan, heldur sé Bitcoin nýtt peningakerfi. Slíkt kerfi þurfi ákveðna tækni til að vera í endurnýjun og fyrirkomulagið á því núna sé sanngjarnasta leiðin. „Mér finnst svolítið leiðinlegt að þeir skuli ekki sjá þetta með aðeins opnari hug af því að Bitcoin er mögnuð bylting,“ segir Ívar. Hann segir að afgangsrafmagn sem fari til spillis sé vel hægt að nota til Bitcoin-graftrar, enda sé á flestum tímapunktum einhver orka að fara til spillis sem mætti í staðinn nýta.
Rafmyntir Landsvirkjun Orkumál Ísland í dag Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri ON: Aukin raforkuframleiðsla ekki á teikniborðinu Orka náttúrunnar (ON) hefur ekki í hyggju að byggja upp nýjar jarðvarmavirkjanir eða auka raforkuframleiðslu sína. Fjárfestingar í virkjunum ON munu fyrst og fremst miða að því að viðhalda núverandi orkuframleiðslu. Þetta segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. 11. október 2022 07:01 Erlendir sjóðir keyptu þrjú íslensk gagnaver fyrir meira en 100 milljarða undir lok ársins Afar samkeppnishæft og stöðugt orkuverð, sem varð á skömmum tíma talsvert lægra hér á landi í samanburði við Evrópu þar sem það hefur hækkað skarpt á tímum faraldursins, ásamt ört vaxandi áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða á gagnaversiðnaði skilaði sér í því að þrjú stærstu gagnaverin sem eru starfrækt á Íslandi voru seld fyrir samanlagt yfir 100 milljarða króna á síðustu mánuðum ársins 2021. 9. febrúar 2022 06:02 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Sjá meira
Framkvæmdastjóri ON: Aukin raforkuframleiðsla ekki á teikniborðinu Orka náttúrunnar (ON) hefur ekki í hyggju að byggja upp nýjar jarðvarmavirkjanir eða auka raforkuframleiðslu sína. Fjárfestingar í virkjunum ON munu fyrst og fremst miða að því að viðhalda núverandi orkuframleiðslu. Þetta segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. 11. október 2022 07:01
Erlendir sjóðir keyptu þrjú íslensk gagnaver fyrir meira en 100 milljarða undir lok ársins Afar samkeppnishæft og stöðugt orkuverð, sem varð á skömmum tíma talsvert lægra hér á landi í samanburði við Evrópu þar sem það hefur hækkað skarpt á tímum faraldursins, ásamt ört vaxandi áhuga alþjóðlegra fjárfestingarsjóða á gagnaversiðnaði skilaði sér í því að þrjú stærstu gagnaverin sem eru starfrækt á Íslandi voru seld fyrir samanlagt yfir 100 milljarða króna á síðustu mánuðum ársins 2021. 9. febrúar 2022 06:02