Björgvin Páll: Æðislegt að fá fullt hús Smári Jökull Jónsson skrifar 12. október 2022 21:59 Björgvin Páll Gústavsson átti fínan leik í marki Íslands í dag, gaf tóninn í byrjun og fagnar hér einu af sínum vörðu skotum. Vísir/Hulda Margrét „Við erum sérstaklega ánægðir með það hvernig við komum inn í leikinn, hvernig við byrjuðum hann,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins eftir öruggan fimmtán marka sigur á Ísrael í kvöld. Leikurinn er fyrsti leikurinn í undankeppni Evrópumótsins árið 2024 og fyrirfram var talið að um auðvelt verkefni væri að ræða fyrir Ísland. Björgvin Páll gaf tóninn í byrjun með góðum vörslum. „Þetta eru flókin verkefni. Þeir eru með hörku leikmenn fyrir utan en við mætum þeim af krafti til að byrja með og komust í forystu sem við látum aldrei af hendi. Það er ekki annað hægt en að byrja leikinn svona, þegar þú færð svona þjóðsögn og svona læti þá er bara það bara gæsahúsð og það kveikir í okkur,“ sagði Björgvin Páll við Vísi eftir leik. Uppselt var á Ásvöllum í kvöld og stemmningin góð. Varnarleikur Íslands var heilt yfir góður og hjálpaði það markvörðunum Björgvini Páli og Ágústi Elí Björgvinssyni sem einnig átti góða innkomu síðustu fimmtán mínútur leiksins. „Varnarleikurinn var mjög góður. Þetta eru erfiðir leikmenn, mikið einn á einn, mikil hraði og þeir eru erfiðir viðureignar. Hjálparvörnin var góð í síðari hálfleik og heilt yfir vorum við með mjög góða vörn. Það gerir lífið okkar auðveldara.“ Einbeitingin í botni hjá Björgvini Páli í leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Eins og áður segir er þetta fyrsti leikur Íslands í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Þýskalandi í janúar 2024. Björgvin Páll var vitaskuld sáttur með að byrja keppnina á þennan hátt. „Það er fullt af leikjum sem maður á að vinna en í handbolta í dag er þetta orðið tæpt allt saman, það eru óvænt úrslit um hverja helgi. Við ætluðum ekki að láta það gerast hér á heimavelli fyrir framan fullt hús.“ „Það er æðislegt að fá svona fullt hús sérstaklega í ljósi þess að það var kvennaleikur í fótboltanum í gær sem fékk mikla athygli. Samt fáum við fullt hús á móti Ísrael. Það sýnir hvað við erum komnir langt og hvað við erum með á bakvið okkur,“ sagði Björgvin Páll að endingu. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í handbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Leikurinn er fyrsti leikurinn í undankeppni Evrópumótsins árið 2024 og fyrirfram var talið að um auðvelt verkefni væri að ræða fyrir Ísland. Björgvin Páll gaf tóninn í byrjun með góðum vörslum. „Þetta eru flókin verkefni. Þeir eru með hörku leikmenn fyrir utan en við mætum þeim af krafti til að byrja með og komust í forystu sem við látum aldrei af hendi. Það er ekki annað hægt en að byrja leikinn svona, þegar þú færð svona þjóðsögn og svona læti þá er bara það bara gæsahúsð og það kveikir í okkur,“ sagði Björgvin Páll við Vísi eftir leik. Uppselt var á Ásvöllum í kvöld og stemmningin góð. Varnarleikur Íslands var heilt yfir góður og hjálpaði það markvörðunum Björgvini Páli og Ágústi Elí Björgvinssyni sem einnig átti góða innkomu síðustu fimmtán mínútur leiksins. „Varnarleikurinn var mjög góður. Þetta eru erfiðir leikmenn, mikið einn á einn, mikil hraði og þeir eru erfiðir viðureignar. Hjálparvörnin var góð í síðari hálfleik og heilt yfir vorum við með mjög góða vörn. Það gerir lífið okkar auðveldara.“ Einbeitingin í botni hjá Björgvini Páli í leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Eins og áður segir er þetta fyrsti leikur Íslands í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Þýskalandi í janúar 2024. Björgvin Páll var vitaskuld sáttur með að byrja keppnina á þennan hátt. „Það er fullt af leikjum sem maður á að vinna en í handbolta í dag er þetta orðið tæpt allt saman, það eru óvænt úrslit um hverja helgi. Við ætluðum ekki að láta það gerast hér á heimavelli fyrir framan fullt hús.“ „Það er æðislegt að fá svona fullt hús sérstaklega í ljósi þess að það var kvennaleikur í fótboltanum í gær sem fékk mikla athygli. Samt fáum við fullt hús á móti Ísrael. Það sýnir hvað við erum komnir langt og hvað við erum með á bakvið okkur,“ sagði Björgvin Páll að endingu.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í handbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira