Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2022 10:10 Ólöf Helga Adolfsdóttir er í framboði til forseta ASÍ. Vísir/Vilhelm Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. Þau Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, drógu framboð sín til forseta og varaforseta til baka og gengu út af þingi ASÍ með miklu fjaðrafoki í gær. Ragnar Þór vísaði eftir á til persónuárása og hótana sem hann hefði sætt. Rætt hefur verið um að VR og Efling gætu dregið sig út úr ASÍ. Ólöf Helga, sem er ritari stjórnar Eflingar og hefur átt í deilum við Sólveigu Önnu, sagði atburðina afar leiðinlega í viðtali í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Hún er nú ein í framboði til forseta svo vitað sé. Spurð að því hvort að hún teldi að sættir næðust innan hreyfingarinnar eða einhver félög segðu sig úr ASÍ sagðist Ólöf Helga vonast eftir sættum. „Ef einhverjir vilja ekki vera með þá vilja þeir ekki vera með en ég vona að við getum öll verið með,“ sagði hún. Verði hún kjörin forseti ASÍ muni hún reyna að hafa samband við þremenningana enda telji hún styrk í fjöldanum og samstöðunni. Hún sé þó ekki sérlega bjarsýn á að þau verði til í það á næstu dögum en vonandi fljótlega. „Ég vona að þau geti séð það að hreyfingin þurfi á okkur öllum að halda,“ sagði Ólöf Helga. Árásirnar ekki frá henni komnar Hvað fullyrðingar um persónuárásir og hótanir varðar sagði Ólöf Helga að sér þætti rosalega skrýtið að þremenningarniar héldu slíku fram. Hver sem er gæti flett því upp að hún sjálf hefði ekki ráðist á persónu nokkurs manns þó að hún hafi vissulega gagnrýnt Ragnar Þór fyrir að fordæma ekki hópuppsögn Sólveigar Önnu á starfsfólki á skrifstofu Eflingar. Sólveig Anna hafi samt kallað Ólöfu Helgu smásál, smámenni, persónuverndarglæpon og svo vitlausa að hún vissi ekki sjálf hversu vitlaus hún væri. „Árásirnar eru ekki að koma frá mér eða mínum helmingnum,“ sagði Ólöf Helga. Engir persónulegir póstar skoðaðir Ásakanir Sólveigar Önnu um að þær Agniezka Ewa Ziólkowska hafi sem starfandi formaður og varaformaður brotist inn í tölvupósta sína og njósnað um sig sagði Ólöf Helga afbökun á því sem raunverulega gerðist. Sólveig Anna hafi ekki skilað öllum þeim gögnum sem félagið þurfti eftir að hún sagði af sér sem formaður síðasta haust. Gögnin hafi aðeins verið í pósthólfi fyrrverandi formannsins. Sólveig Anna hafi fengið tvær vikur til að eyða persónulegum gögnum úr pósthólfinu en annað hafi verið eign félagsins. „Það var enginn að skoða neina persónulega pósta ef þeir voru ennþá þarna inni. Það var bara verið að leita að ákveðnum gögnum um ákveðin mál sem tengdust Eflingu og voru mikilvæg fyrir mál ákveðins félagsmanns,“ sagði Ólöf Helga. Eðlilegt að spyrja um möguleikann á hópuppsögnum Facebook-færsla Halldóru Sigríðar Sveinsdóttur, formanns Bárunnar, virðist hafa farið sérstaklega fyrir brjóstið á Ragnari Þór en hann vísaði ítrekað til hennar um ákvörðun sína um að draga framboðið til baka. Hann hafi verið kallaður ofbeldismaður og sakaður um að ætla að segja upp öllu starfsfólki ASÍ. Ólöf Helga sagðist ekki geta séð að Halldóra hafi kallað Ragnar Þór ofbeldismann þó að hún hafi talað um ofbeldismenningu innan verkalýðshreyfingarinnar. Þá hafi það ekki verið óeðlileg spurning að velta upp hvort að mögulega yrði ráðist í hópuppsagnir á starfsfólki sambandsins kæmust þremenningarnir til valda innan þess. Enginn hafi til dæmis búist við því að formaður Eflingar færi í hópuppsagnir. Aðdragandinn nú hafi mögulega verið svipaður að einhverju leyti þar sem talað hafi verið illa um starfsfólk og fulltrúa ASÍ. „Það er alveg eðlilegt að þessum spurningum sé velt upp,“ sagði Ólöf Helga. Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Bítið Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Þau Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, drógu framboð sín til forseta og varaforseta til baka og gengu út af þingi ASÍ með miklu fjaðrafoki í gær. Ragnar Þór vísaði eftir á til persónuárása og hótana sem hann hefði sætt. Rætt hefur verið um að VR og Efling gætu dregið sig út úr ASÍ. Ólöf Helga, sem er ritari stjórnar Eflingar og hefur átt í deilum við Sólveigu Önnu, sagði atburðina afar leiðinlega í viðtali í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Hún er nú ein í framboði til forseta svo vitað sé. Spurð að því hvort að hún teldi að sættir næðust innan hreyfingarinnar eða einhver félög segðu sig úr ASÍ sagðist Ólöf Helga vonast eftir sættum. „Ef einhverjir vilja ekki vera með þá vilja þeir ekki vera með en ég vona að við getum öll verið með,“ sagði hún. Verði hún kjörin forseti ASÍ muni hún reyna að hafa samband við þremenningana enda telji hún styrk í fjöldanum og samstöðunni. Hún sé þó ekki sérlega bjarsýn á að þau verði til í það á næstu dögum en vonandi fljótlega. „Ég vona að þau geti séð það að hreyfingin þurfi á okkur öllum að halda,“ sagði Ólöf Helga. Árásirnar ekki frá henni komnar Hvað fullyrðingar um persónuárásir og hótanir varðar sagði Ólöf Helga að sér þætti rosalega skrýtið að þremenningarniar héldu slíku fram. Hver sem er gæti flett því upp að hún sjálf hefði ekki ráðist á persónu nokkurs manns þó að hún hafi vissulega gagnrýnt Ragnar Þór fyrir að fordæma ekki hópuppsögn Sólveigar Önnu á starfsfólki á skrifstofu Eflingar. Sólveig Anna hafi samt kallað Ólöfu Helgu smásál, smámenni, persónuverndarglæpon og svo vitlausa að hún vissi ekki sjálf hversu vitlaus hún væri. „Árásirnar eru ekki að koma frá mér eða mínum helmingnum,“ sagði Ólöf Helga. Engir persónulegir póstar skoðaðir Ásakanir Sólveigar Önnu um að þær Agniezka Ewa Ziólkowska hafi sem starfandi formaður og varaformaður brotist inn í tölvupósta sína og njósnað um sig sagði Ólöf Helga afbökun á því sem raunverulega gerðist. Sólveig Anna hafi ekki skilað öllum þeim gögnum sem félagið þurfti eftir að hún sagði af sér sem formaður síðasta haust. Gögnin hafi aðeins verið í pósthólfi fyrrverandi formannsins. Sólveig Anna hafi fengið tvær vikur til að eyða persónulegum gögnum úr pósthólfinu en annað hafi verið eign félagsins. „Það var enginn að skoða neina persónulega pósta ef þeir voru ennþá þarna inni. Það var bara verið að leita að ákveðnum gögnum um ákveðin mál sem tengdust Eflingu og voru mikilvæg fyrir mál ákveðins félagsmanns,“ sagði Ólöf Helga. Eðlilegt að spyrja um möguleikann á hópuppsögnum Facebook-færsla Halldóru Sigríðar Sveinsdóttur, formanns Bárunnar, virðist hafa farið sérstaklega fyrir brjóstið á Ragnari Þór en hann vísaði ítrekað til hennar um ákvörðun sína um að draga framboðið til baka. Hann hafi verið kallaður ofbeldismaður og sakaður um að ætla að segja upp öllu starfsfólki ASÍ. Ólöf Helga sagðist ekki geta séð að Halldóra hafi kallað Ragnar Þór ofbeldismann þó að hún hafi talað um ofbeldismenningu innan verkalýðshreyfingarinnar. Þá hafi það ekki verið óeðlileg spurning að velta upp hvort að mögulega yrði ráðist í hópuppsagnir á starfsfólki sambandsins kæmust þremenningarnir til valda innan þess. Enginn hafi til dæmis búist við því að formaður Eflingar færi í hópuppsagnir. Aðdragandinn nú hafi mögulega verið svipaður að einhverju leyti þar sem talað hafi verið illa um starfsfólk og fulltrúa ASÍ. „Það er alveg eðlilegt að þessum spurningum sé velt upp,“ sagði Ólöf Helga.
Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Bítið Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira