Ólafur Stephensen og Kaupfélag Skagfirðinga Hilmar Þór Hilmarsson skrifar 12. október 2022 09:30 Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, segist vera hættur að versla við fyrirtæki í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Ástæðan að sögn er sú að einn starfsmaður Kaupfélagsins er heiðurskonsúll/ræðismaður Rússlands á Íslandi. Ég hef hingað til haft gott álit á Ólafi Stephensen, en þetta finnst mér sérkennilegur málatilbúnaður. Mér vitanlega er Ísland enn með stjórnmálasamband við Rússland. Í Moskvu situr sendiherra Íslands og í Reykjavík situr sendiherra Rússlands. Ætlar Ólafur þá ekki að hætta að kaupa Íslenskar vörur með þeim rökum að Íslensk stjórnvöld séu með stjórnmálasamband við Rússland, sem gerði innrás í Úkraínu. Starf konsúls/ræðismanns hefur nákvæmlega ekkert með stríðsrekstur í Úkraínu að gera. Starfsemi Kaupfélags Skagfirðinga hefur heldur ekkert með innrás Rússlands í Úkraínu að gera. Kaupfélagið skipar enga ræðismenn. Mér finnst svona árás á einstakling og félag sem hann starfar hjá vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu vera óviðeigandi. Og þá er vægt til orða tekið. Nær væri Ólafi að beina spjótum sínum að Íslenskum stjórnvöldum ef hann telur að slíta eigi stjórnmálasambandi Íslands við Rússland. Þá myndi væntanlega starfs konsúls leggjast niður um leið enda ekkert stjórnmálasamband lengur. Sjálfur versla ég við Kaupfélags Skagfirðinga þegar færi gefst og aðstoða líka vini mína í Úkraínu eftir bestu getu. Höfundur er prófessor á viðskipta- og raunvísindasviði Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Neytendur Skagafjörður Veitingastaðir Tengdar fréttir Hættur að versla við KS vegna stríðsins Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segist vera hættur að versla við veitingastaði og afþreyingastaði sem eru í eigu Kaupfélags Skagfirðinga (KS). Ástæðan er sú að starfsmaður kaupfélagsins er heiðurskonsúll Rússlands á Íslandi. Konsúllinn segist ekki sinna þeim störfum fyrir hönd KS. 11. október 2022 13:52 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, Ólafur Stephensen, segist vera hættur að versla við fyrirtæki í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Ástæðan að sögn er sú að einn starfsmaður Kaupfélagsins er heiðurskonsúll/ræðismaður Rússlands á Íslandi. Ég hef hingað til haft gott álit á Ólafi Stephensen, en þetta finnst mér sérkennilegur málatilbúnaður. Mér vitanlega er Ísland enn með stjórnmálasamband við Rússland. Í Moskvu situr sendiherra Íslands og í Reykjavík situr sendiherra Rússlands. Ætlar Ólafur þá ekki að hætta að kaupa Íslenskar vörur með þeim rökum að Íslensk stjórnvöld séu með stjórnmálasamband við Rússland, sem gerði innrás í Úkraínu. Starf konsúls/ræðismanns hefur nákvæmlega ekkert með stríðsrekstur í Úkraínu að gera. Starfsemi Kaupfélags Skagfirðinga hefur heldur ekkert með innrás Rússlands í Úkraínu að gera. Kaupfélagið skipar enga ræðismenn. Mér finnst svona árás á einstakling og félag sem hann starfar hjá vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu vera óviðeigandi. Og þá er vægt til orða tekið. Nær væri Ólafi að beina spjótum sínum að Íslenskum stjórnvöldum ef hann telur að slíta eigi stjórnmálasambandi Íslands við Rússland. Þá myndi væntanlega starfs konsúls leggjast niður um leið enda ekkert stjórnmálasamband lengur. Sjálfur versla ég við Kaupfélags Skagfirðinga þegar færi gefst og aðstoða líka vini mína í Úkraínu eftir bestu getu. Höfundur er prófessor á viðskipta- og raunvísindasviði Háskólans á Akureyri.
Hættur að versla við KS vegna stríðsins Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segist vera hættur að versla við veitingastaði og afþreyingastaði sem eru í eigu Kaupfélags Skagfirðinga (KS). Ástæðan er sú að starfsmaður kaupfélagsins er heiðurskonsúll Rússlands á Íslandi. Konsúllinn segist ekki sinna þeim störfum fyrir hönd KS. 11. október 2022 13:52
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar