Framlengingin: Blikar eiga að stefna á topp fjóra og Njarðvík olli mestum vonbrigðum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. október 2022 07:00 Strákarnir í Körfuboltakvöldi veltu fyrir sér hvort partýið í Kópavogi væri komið til að vera. Vísir/Stöð 2 Sport Fyrsta umferð Subway-deildar karla í körfubolta var til umfjöllunnar í seinasta þætti af Körfuboltakvöldi og hinn vinsæli liður „Framlengingin“ var að sjálfsögðu á sinum stað. Eins og alltaf fóru Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, og sérfræðingar í setti um víðan völl. Með Kjartani voru þeir Matthías Orri Sigurðarson og Jón Halldór Eðvaldsson. Fyrsta umræðuefni Framlengingarinnar var partýið í Kópavogi. Breiðablik hefur litið vel út á undirbúningstímabilinu þar sem liðið meðal annars vann Icelandic Glacial mótið sem haldið er í Þorlákshöfn og gerði sér svo lítið fyrir og vann Þórsara í Þorlákshöfn í fyrstu umferð deildarinnar. Kjartan Atli vildi einfaledlega fá að vita hversu langt liðið gæti náð á tímabilinu. „Ég held að Blikarnig eigi bara að stefna á topp fjóra og fá heimaleikjarétt,“ svaraði Matthías. „Ég sé ekkert annað lið, fyrir utan Keflavík og Tindastól, sem eru að gera einhverskonar atlögu að þessu fyrsta eða öðru sæti. Þannig að það er eina liðið sem ég sé nákvæmlega núna sem er að fara að „challenge-a“ þá.“ Kjartan tók þetta skrefi lengra, og þó að hann hafi kannski ekki spáð Blikum titlinum, þá ýjaði hann sannarlega að því að liðið gæti orðið í umræðunni þegar líða fer á tímabilið. Jón Halldór hafði hins vegar engan áhuga á að taka undir þau orð. „Þetta var rosalega flott hjá þeim að vinna Þór í gær,“ sagði Jón og hristi hausinn. „Geggjað og allt það, en ég held að þeir ættu að stefna á það að fara í úrslitakeppnina. Byrjum á því og tölum svo saman eftir það.“ „Akkúrat núna skal ég vera hundrað prósent sammála því að Keflavík og Tindastóll eru framar en Breiðablik. En ef við tökum þetta alla leið þá eru Breiðablik fremstir af því að þeir skoruðu langflestu stigin og körfubolti gengur út á að skora sem flest stig. En Breiðablik er ekki að fara að vinna nokkurn skapaðan hlut. Hættiði þessu rugli,“ sagði Jón og bað strákana vinsamlegast um að fara bara í næsta mál. Klippa: Körfuboltakvöld: Framlengingin Næsta umræðuefni Framlengingarinnar var hvaða lið hafi valdið mestum vonbrigðum í fyrstu umferð deildarinnar. Þar voru strákarnir sammála og voru harðir á því að Njarðvíkingar hafi verið það lið sem olli mestum vonbrigðum, enda þurfti liðið að sætta sig við tap gegn ÍR sem spáð er falli úr deildinni. „Njarðvík. By a f*****g country mile,“ sagði Jón Halldór ákveðinn. „Þetta er bara stórveldi í íslenskum körfubolta og þeir litu út eins og þeir væru bara að koma í deildina í gær. Ég varð bara fyrir þvílíkum vonbrigðum.“ Matthías tók í sama streng. „Þarna get ég verið sammála Jonna. Það var ekkert sem ég sá í Njarðvík í gær sem heillaði mig,“ sagði Matthías áður en strákarnir sögðu einfaldlega skilið við umræðuna um Njarðvík og héldu áfram með þáttinn. Strákarnir ræddu einnig um hver væri besta viðbót sumarsins í deildinni, stöðu Jóns Axels hjá Grindavík og mál Pablo Hernandez og þriggja ára reglunnar hjá Þór Þorlákshöfn, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Eins og alltaf fóru Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, og sérfræðingar í setti um víðan völl. Með Kjartani voru þeir Matthías Orri Sigurðarson og Jón Halldór Eðvaldsson. Fyrsta umræðuefni Framlengingarinnar var partýið í Kópavogi. Breiðablik hefur litið vel út á undirbúningstímabilinu þar sem liðið meðal annars vann Icelandic Glacial mótið sem haldið er í Þorlákshöfn og gerði sér svo lítið fyrir og vann Þórsara í Þorlákshöfn í fyrstu umferð deildarinnar. Kjartan Atli vildi einfaledlega fá að vita hversu langt liðið gæti náð á tímabilinu. „Ég held að Blikarnig eigi bara að stefna á topp fjóra og fá heimaleikjarétt,“ svaraði Matthías. „Ég sé ekkert annað lið, fyrir utan Keflavík og Tindastól, sem eru að gera einhverskonar atlögu að þessu fyrsta eða öðru sæti. Þannig að það er eina liðið sem ég sé nákvæmlega núna sem er að fara að „challenge-a“ þá.“ Kjartan tók þetta skrefi lengra, og þó að hann hafi kannski ekki spáð Blikum titlinum, þá ýjaði hann sannarlega að því að liðið gæti orðið í umræðunni þegar líða fer á tímabilið. Jón Halldór hafði hins vegar engan áhuga á að taka undir þau orð. „Þetta var rosalega flott hjá þeim að vinna Þór í gær,“ sagði Jón og hristi hausinn. „Geggjað og allt það, en ég held að þeir ættu að stefna á það að fara í úrslitakeppnina. Byrjum á því og tölum svo saman eftir það.“ „Akkúrat núna skal ég vera hundrað prósent sammála því að Keflavík og Tindastóll eru framar en Breiðablik. En ef við tökum þetta alla leið þá eru Breiðablik fremstir af því að þeir skoruðu langflestu stigin og körfubolti gengur út á að skora sem flest stig. En Breiðablik er ekki að fara að vinna nokkurn skapaðan hlut. Hættiði þessu rugli,“ sagði Jón og bað strákana vinsamlegast um að fara bara í næsta mál. Klippa: Körfuboltakvöld: Framlengingin Næsta umræðuefni Framlengingarinnar var hvaða lið hafi valdið mestum vonbrigðum í fyrstu umferð deildarinnar. Þar voru strákarnir sammála og voru harðir á því að Njarðvíkingar hafi verið það lið sem olli mestum vonbrigðum, enda þurfti liðið að sætta sig við tap gegn ÍR sem spáð er falli úr deildinni. „Njarðvík. By a f*****g country mile,“ sagði Jón Halldór ákveðinn. „Þetta er bara stórveldi í íslenskum körfubolta og þeir litu út eins og þeir væru bara að koma í deildina í gær. Ég varð bara fyrir þvílíkum vonbrigðum.“ Matthías tók í sama streng. „Þarna get ég verið sammála Jonna. Það var ekkert sem ég sá í Njarðvík í gær sem heillaði mig,“ sagði Matthías áður en strákarnir sögðu einfaldlega skilið við umræðuna um Njarðvík og héldu áfram með þáttinn. Strákarnir ræddu einnig um hver væri besta viðbót sumarsins í deildinni, stöðu Jóns Axels hjá Grindavík og mál Pablo Hernandez og þriggja ára reglunnar hjá Þór Þorlákshöfn, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti