Lífið

Angela Lans­bury er látin

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Lansbury lést nokkrum dögum fyrir 97 ára afmæli sitt.
Lansbury lést nokkrum dögum fyrir 97 ára afmæli sitt. Getty/Frederick M. Brown

Leikkonan ástsæla Angela Lansbury er fallin frá 96 ára að aldri. Hún fæddist í London árið 1925 og á langan leiklistarferil að baki, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu. 

Lansbury var einna þekktust fyrir hlutverk sitt sem Jessica Fletcher í sjónvarpsþáttunum „Murder, She Wrote“ en ferill hennar spannaði sjö áratugi. Guardian og BBC greina frá.

Árið 1944 hlaut hún hlutverkið Nancy í kvikmyndinni „Gaslight“ og þá virtist ekki aftur snúið en Lansbury var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn.

Hún hlaut einnig tvær aðrar Óskarsverlaunatilnefningar fyrir leik í aukahlutverki. Aðra tilnefninguna hlaut hún fyrir kvikmyndina „The Picture of Dorian Gray“ árið 1945 og hina fyrir „The Manchurian Candidate“ árið 1962. Að lokum hlaut hún svo heiðursverðlaun Óskarsverðlaunahátíðarinnar árið 2013.

Hér má sjá Lansbury í hlutverki Jessicu úr ,,Murder, She wrote.''Getty/CBS/Archive Photos

Lansbury vann meðal annars sjö Tony verðlaun og hlaut 17 Emmy tilnefningar en tólf þeirra voru fyrir sjóvarpsþættina og kvikmyndirnar innan seríu „Murder, She wrote.“ Hún lék Jessicu Fletcher frá árinu 1984 til 2003.

Rödd Lansbury þekkja eflaust öll börn sem séð hafa Disney kvikmyndina „Fríða og dýrið“ frá árinu 1991 en hún talsetti teketilinn „Ketilbjörgu“ eða „Mrs. Potts.“

Síðasta kvikmyndin sem Lansbury lék í var jólamyndin „Buttons“ og kom hún út árið 2018.

Hér að ofan má sjá Lansbury syngja „Beauty and the Beast“ í tilefni af 25 ára afmæli samnefndrar kvikmyndar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.