Milda refsingu fyrir líkamsárás gegn eiginkonu sinni Bjarki Sigurðsson skrifar 11. október 2022 15:17 Hæstiréttur mildaði fangelsisdóm mannsins um tvö ár. Vísir/Vilhelm Dómur karlmanns sem dæmdur var í sex ára fangelsi í Landsrétti í febrúar á þessu ári fyrir tilraun til manndráps var í dag mildaður um tvö ár fyrir Hæstarétti. Hæstiréttur heimfærði brotið undir stórfellda líkamsárás. Maðurinn var upphaflega dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í 2,5 árs fangelsi fyrir að stórfellda líkamsárás gegn eiginkonu sinni. Árásin átti sér stað á Hótel Borg í Reykjavík í janúar á síðasta ári. Hann hafði verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en héraðsdómur sýknaði hann af þeirri ákæru. Maðurinn hafði ráðist á eiginkonu sína og ógnað lífi hennar, heilsu og velferð með því að stappa ítrekað á hægri hlið líkama hennar. Konan hlaut mörg rifbeinsbrot, mar á lifur, áverkaloftbrjóst, áverkahúðbeðsþembu, mar á lunga og áverkafleðruholsblæðingu. Dómi héraðsdóms var skotið til Landsréttar þar sem hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps og dæmdur í sex ára fangelsi. Landsréttur vísaði til þess að hending ein hafi ráðið því að árásin hafi ekki verið lífshættuleg, atlaga hans hafi verið ofsafengin og hún falið í sér síendurtekin högg. Í maí á þessu ári hlaut maðurinn áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar og kvað dómurinn upp dóm sinn fyrr í dag. Þar var maðurinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Þá þarf hann að greiða fórnarlambi sínu þrjár milljónir króna í skaðabætur. Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Reykjavík Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Fær að áfrýja sex ára dómi fyrir tilraun til manndráps Karlmaður sem dæmdur var í sex ára fangelsi í Landsrétti fyrir tilraun til manndráps á Hótel Borg í janúar í fyrra hefur fengið leyfi til að áfrýja málinu til Hæstaréttar. 5. maí 2022 13:56 Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að ganga í skrokk á eiginkonu sinni Karlmaður var dæmdur í 2,5 árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir stórfellda líkamsárás á eiginkonu sína á Hótel Borg í Reykjavík í lok janúar. 25. maí 2021 10:26 Ákærður fyrir tilraun til að drepa eiginkonu sína á Hótel Borg Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi fyrir að hafa veist að eiginkonu sinni á Hótel Borg í Reykjavík í lok janúar síðastliðnum. Þetta kemur fram í ákæru á hendur manninum sem fréttastofa hefur undir höndum. 4. maí 2021 10:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Maðurinn var upphaflega dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í 2,5 árs fangelsi fyrir að stórfellda líkamsárás gegn eiginkonu sinni. Árásin átti sér stað á Hótel Borg í Reykjavík í janúar á síðasta ári. Hann hafði verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en héraðsdómur sýknaði hann af þeirri ákæru. Maðurinn hafði ráðist á eiginkonu sína og ógnað lífi hennar, heilsu og velferð með því að stappa ítrekað á hægri hlið líkama hennar. Konan hlaut mörg rifbeinsbrot, mar á lifur, áverkaloftbrjóst, áverkahúðbeðsþembu, mar á lunga og áverkafleðruholsblæðingu. Dómi héraðsdóms var skotið til Landsréttar þar sem hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps og dæmdur í sex ára fangelsi. Landsréttur vísaði til þess að hending ein hafi ráðið því að árásin hafi ekki verið lífshættuleg, atlaga hans hafi verið ofsafengin og hún falið í sér síendurtekin högg. Í maí á þessu ári hlaut maðurinn áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar og kvað dómurinn upp dóm sinn fyrr í dag. Þar var maðurinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Þá þarf hann að greiða fórnarlambi sínu þrjár milljónir króna í skaðabætur. Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Reykjavík Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Fær að áfrýja sex ára dómi fyrir tilraun til manndráps Karlmaður sem dæmdur var í sex ára fangelsi í Landsrétti fyrir tilraun til manndráps á Hótel Borg í janúar í fyrra hefur fengið leyfi til að áfrýja málinu til Hæstaréttar. 5. maí 2022 13:56 Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að ganga í skrokk á eiginkonu sinni Karlmaður var dæmdur í 2,5 árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir stórfellda líkamsárás á eiginkonu sína á Hótel Borg í Reykjavík í lok janúar. 25. maí 2021 10:26 Ákærður fyrir tilraun til að drepa eiginkonu sína á Hótel Borg Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi fyrir að hafa veist að eiginkonu sinni á Hótel Borg í Reykjavík í lok janúar síðastliðnum. Þetta kemur fram í ákæru á hendur manninum sem fréttastofa hefur undir höndum. 4. maí 2021 10:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Fær að áfrýja sex ára dómi fyrir tilraun til manndráps Karlmaður sem dæmdur var í sex ára fangelsi í Landsrétti fyrir tilraun til manndráps á Hótel Borg í janúar í fyrra hefur fengið leyfi til að áfrýja málinu til Hæstaréttar. 5. maí 2022 13:56
Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að ganga í skrokk á eiginkonu sinni Karlmaður var dæmdur í 2,5 árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir stórfellda líkamsárás á eiginkonu sína á Hótel Borg í Reykjavík í lok janúar. 25. maí 2021 10:26
Ákærður fyrir tilraun til að drepa eiginkonu sína á Hótel Borg Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi fyrir að hafa veist að eiginkonu sinni á Hótel Borg í Reykjavík í lok janúar síðastliðnum. Þetta kemur fram í ákæru á hendur manninum sem fréttastofa hefur undir höndum. 4. maí 2021 10:15