„Mest krefjandi ferð okkar til þessa“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. október 2022 13:30 Sigrún Ósk fer af stað með nýja þáttaröð sunnudaginn 23. október. Fimmta þáttaröð af Leitinni að upprunanum fer í loftið sunnudagskvöldið 23. október, en í henni leita fimm Íslendingar uppruna síns um víða veröld. „Þáttaröðin hefur verið í vinnslu í nokkur ár enda setti faraldurinn allt á hliðina hjá okkur eins og öðrum. En nú er hún loksins á leið í loftið, eftir langan undirbúning, blóð, svita og tár,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir umsjónamaður þáttanna. Allir sem eru með í þáttunum núna eiga það sameiginlegt að hafa verið ættleiddir hingað til lands. „Sögur þeirra eru samt mjög ólíkar. Sum voru ákveðin í að leita upprunans allt frá barnæsku og aðrir höfðu engan áhuga fyrr en á fullorðinsárum. Það er líka svo magnað hvað þessar sögur og þessi mál geta komið manni á óvart, alltaf þegar maður heldur að nú sé maður búinn að sjá allt þá gerist eitthvað óvænt og nýtt. Raunveruleikinn oft ótrúlegri en nokkur skáldskapur,“ segir Sigrún og heldur áfram. „Ég held það megi líka fullyrða að í þessari þáttaröð fái fólk að sjá mest krefjandi ferð okkar til þessa, en við fórum í níu flugferðir á örfáum dögum í Kólumbíu,“ segir Sigrún en hún og teymið flaug landið þvert og endilagt í leit að fólki. „Hin löndin sem við heimsækjum eru Gvatemala og Sri Lanka. Ég er kannski ekki hlutlaus, en ég mæli með að fólk taki þessi sex sunnudagskvöld frá og fylgist vel með frá byrjun.“ Meðfylgjandi er stikla þar sem fólk getur fengið að sjá örlítið sýnishorn af því sem er væntanlegt á skjáinn. Leitin að upprunanum Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fundu ástina 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
„Þáttaröðin hefur verið í vinnslu í nokkur ár enda setti faraldurinn allt á hliðina hjá okkur eins og öðrum. En nú er hún loksins á leið í loftið, eftir langan undirbúning, blóð, svita og tár,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir umsjónamaður þáttanna. Allir sem eru með í þáttunum núna eiga það sameiginlegt að hafa verið ættleiddir hingað til lands. „Sögur þeirra eru samt mjög ólíkar. Sum voru ákveðin í að leita upprunans allt frá barnæsku og aðrir höfðu engan áhuga fyrr en á fullorðinsárum. Það er líka svo magnað hvað þessar sögur og þessi mál geta komið manni á óvart, alltaf þegar maður heldur að nú sé maður búinn að sjá allt þá gerist eitthvað óvænt og nýtt. Raunveruleikinn oft ótrúlegri en nokkur skáldskapur,“ segir Sigrún og heldur áfram. „Ég held það megi líka fullyrða að í þessari þáttaröð fái fólk að sjá mest krefjandi ferð okkar til þessa, en við fórum í níu flugferðir á örfáum dögum í Kólumbíu,“ segir Sigrún en hún og teymið flaug landið þvert og endilagt í leit að fólki. „Hin löndin sem við heimsækjum eru Gvatemala og Sri Lanka. Ég er kannski ekki hlutlaus, en ég mæli með að fólk taki þessi sex sunnudagskvöld frá og fylgist vel með frá byrjun.“ Meðfylgjandi er stikla þar sem fólk getur fengið að sjá örlítið sýnishorn af því sem er væntanlegt á skjáinn.
Leitin að upprunanum Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fundu ástina 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira