Sterka amman áfram sú sterkasta í heimi: Elsa varði HM-titilinn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2022 08:31 Elsa Pálsdóttir með öll verðlaunin sem hún vann á heimsmeistaramótinu og svo auðvitað Íslands spjaldið líka. Fésbókin Elsa Pálsdóttir varði heimsmeistaratitilinn sinn á heimsmeistaramóti öldunga í kraftlyftingum sem stendur þessa dagan yfir í St. Johns í Kanada. Þessi 62 ára leikskólakennari úr Garðinum hafði titil að verja og gerði það með glæsibrag. Síðustu ár hafa verið frábær hjá henni þar sem hún hefur safnað að sér fjölda Íslandsmeistaratitlum, heimsmeistaratitlum og Evrópumeistaratitlum. Það bættist enn frekar í hópinn um helgina. Nú var komið að því hjá Elsu að verja heimsmeistaratitilinn sem hún vann í í Halmstad í Svíþjóð í september í fyrra. Hún keppti í 76 kílóa flokki í kraftlyftingum öldunga sextíu ára og eldri en hún vann þar þrenn gullverðlaun og eitt silfur á HM í St. Johns. Elsa fékk silfur í bekkpressu en fékk gullverðlaun í hnébeygju, réttstöðu og samanlögðu. Elsa lyfti alls 357,5 kílóum og vann öruggan sigur en sú næsta á eftir henni lyfti alls 322,5 kílóum í samanlögðu. Elsa lyfti 132,5 kílóum í hnébeygju, 62,5 kílóum í bekkpressu og 160,0 kílóum í réttstöðulyftu. Það er ekki nóg með að Elsa hafi varið heimsmeistaratitla sína frá 2021 heldur lyfti hún 2,5 kílóum meira samanlagt en hún gerði fyrir ári síðan. Munaði þar um það að hún bætti sig í bekkpressunni og sló þar Íslandsmet sitt. Í öðru sæti í samanlögðu var hin bandaríska Barbara Beaudin sem er einu ári yngri en Elsa. Þriðja varð síðan heimakonan Pamela King frá Kanada. King var sú eina sem fékk gull eins og Elsa því hún vann bekkpressuna. Elsa gerði tilraun til að bæta heimsmet sitt í hnébeygjunni í síðustu tilrauninni en það tókst ekki. Kraftlyftingar Suðurnesjabær Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Sjá meira
Þessi 62 ára leikskólakennari úr Garðinum hafði titil að verja og gerði það með glæsibrag. Síðustu ár hafa verið frábær hjá henni þar sem hún hefur safnað að sér fjölda Íslandsmeistaratitlum, heimsmeistaratitlum og Evrópumeistaratitlum. Það bættist enn frekar í hópinn um helgina. Nú var komið að því hjá Elsu að verja heimsmeistaratitilinn sem hún vann í í Halmstad í Svíþjóð í september í fyrra. Hún keppti í 76 kílóa flokki í kraftlyftingum öldunga sextíu ára og eldri en hún vann þar þrenn gullverðlaun og eitt silfur á HM í St. Johns. Elsa fékk silfur í bekkpressu en fékk gullverðlaun í hnébeygju, réttstöðu og samanlögðu. Elsa lyfti alls 357,5 kílóum og vann öruggan sigur en sú næsta á eftir henni lyfti alls 322,5 kílóum í samanlögðu. Elsa lyfti 132,5 kílóum í hnébeygju, 62,5 kílóum í bekkpressu og 160,0 kílóum í réttstöðulyftu. Það er ekki nóg með að Elsa hafi varið heimsmeistaratitla sína frá 2021 heldur lyfti hún 2,5 kílóum meira samanlagt en hún gerði fyrir ári síðan. Munaði þar um það að hún bætti sig í bekkpressunni og sló þar Íslandsmet sitt. Í öðru sæti í samanlögðu var hin bandaríska Barbara Beaudin sem er einu ári yngri en Elsa. Þriðja varð síðan heimakonan Pamela King frá Kanada. King var sú eina sem fékk gull eins og Elsa því hún vann bekkpressuna. Elsa gerði tilraun til að bæta heimsmet sitt í hnébeygjunni í síðustu tilrauninni en það tókst ekki.
Kraftlyftingar Suðurnesjabær Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Sjá meira