Innlent

Óvissu- og hættustigum aflýst

Bjarki Sigurðsson skrifar
Engar veðurviðvaranir eru í gildi þessa stundina.
Engar veðurviðvaranir eru í gildi þessa stundina. Vísir/Vilhelm

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögregluembætti um land allt hefur aflýst óvissu- og hættustigum almannavarna vegna veðurs sem fór yfir umdæmin í gær og í morgun.

Veðrið var verst á Norðurlandi eystra, Austfjörðum og Suðausturlandi þar sem rauðar viðvaranir voru við gildi. Hættustigi var lýst yfir á öllum þremur stöðum.

Klukkan tíu í morgun var síðustu veðurviðvöruninni aflétt en appelsínugul viðvörun var á Austfjörðum þar til þá. Öðrum viðvörunum hafði verið aflétt í gærkvöldi, í nótt eða í morgun.


Tengdar fréttir

Vaktin: Af­taka­veður gengur yfir landið

Aftakaveður er á Norður- og Austurlandi og búast má við vondu veðri á öllu landinu í dag. Gríðarmikilli úrkomu er spáð og talin aukin hætta á snjóflóðum- og skriðuföllum vegna hennar á Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi. 

Komu í veg fyrir tjón á Djúpa­vogi

Lögreglan á Austurlandi og björgunarsveitir fóru í útkall á Djúpavogi í gær þar sem stefndi í skemmdir á íbúðarhúsnæði sökum foks. Málið var afgreitt hratt og vel og náðist að koma í veg fyrir tjón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×