Umfjöllun og viðtöl FH-Leiknir R. 4-2 | Matthías hetja FH sem er komið upp úr fallsæti á kostnað Leiknis Jón Már Ferro skrifar 10. október 2022 17:30 FH fagnar einu af mörkum sínum í dag. Vísir/Diego FH og Leiknir Reykjavík mættust í sannkölluðum sex stiga leik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Heimamenn unnu 4-2 sigur og lyftu sér þar með upp úr fallsæti á kostnað Leiknismanna sem eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar. Jóhann Ægir kom FH á bragðið.Vísir/Diego Heimamenn byrjuðu leikinn vel og settu gestina undir mikla pressu. Á 14.mínútu skoraði varnarmaðurinn Jóhann Ægir Arnarsson með frábæru vinstrifótarskoti skoti innan teigs. Eftir pressu FH-inga vann Jóhann Ægir boltann rétt fyrir utan teig Leiknis, keyrði inn á teiginn og kláraði færi sitt vel. Nokkrum mínútum síðar bætti Matthías Vilhjálmsson við marki úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. FH-ingar fengu hornspyrnu sem gestirnir náðu ekki að hreinsa í burtu, boltinn barst á Matthías sem var felldur og því dæmt víti. Eftir að heimamenn komust yfir tóku gestirnir við sér. Fóru að halda boltanum betur og losuðu um pressu FH-inga. Það skilaði árangri á 32.mínútu þegar Adam Örn, hægri bakvörður Leiknis, sendi boltann yfir vörn heimamanna. Zean Dalügge var þar einn á auðum sjó og skoraði framhjá Atla Gunnari í marki FH. Eftir það var leikurinn í jafnvægi og bæði lið skiptust á að sækja. Gestirnir voru þó meira með boltann en náðu ekki að brjóta vörn FH á bak aftur. Það kom í bakið á þeim á 74.mínútu þegar Matthías Vilhjálmsson bætti við öðru marki sínu, úr skalla, eftir fyrirgjöf Olivers Heiðars hægra meginn á vellinum. Leiknismenn réðu illa við Matthías.Vísir/Diego Matthías fullkomnaði þrennu sína örfáum mínútum síðar. Aftur eftir fyrirgjöf frá hægri. Í þetta skipti sendi Kristinn Freyr boltann fyrir markið áður en Matthías klippti boltann í mark gestanna. Mikkel Elbæk Jakobsen lagaði stöðu Leiknis á 80.mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Boltinn barst til Mikkel hægra meginn í teig FH. Hann var einn og óvaldaður, lagði boltann fyrir sig og snéri hann framhjá Atla Gunnari. Lengra komust gestirnir ekki og því vann FH þennan mikilvæga leik í fallbaráttunni. Af hverju vann FH? Góð byrjun FH-inga gerði gestunum erfitt fyrir og varnarleikur Leiknismanna ekki nægilega góður í mörkum heimamanna. Hverjir stóðu upp úr? Það er erfitt að horfa framhjá Matthíasi Vilhjálmsyni eftir að hann skoraði þrennu. Heilt yfir voru flestir í liði FH að spila betur en í flestum leikjum í sumar. Jóhann Ægir spilaði vel í stöðu hægri bakvarðar í stað Ástbjarnar Þórðarssonar, sem var fjarverandi vegna veikinda. Jóhann er miðvörður að upplagi en það var ekki að sjá í dag. Hann skoraði meðal annars fallegt mark og var góður bæði varnarlega og sóknarlega. Matthías var allt í öllu hjá FH í dag.Vísir/Diego Hvað gekk illa? Leikni gekk illa að dekka sóknarmenn FH-inga. Þá sérstaklega Matthías Vilhjálmsson sem fann sér oft á tíðum svæði inn á teig gestanna. Það var einnig of auðvelt fyrir heimamenn að komast í góðar stöður í kringu vítateig gestanna. Hvað gerist næst? Bæði lið spila á laugardaginn 15.október klukkan 14:00 FH spilar við Keflavík á útivelli. Leiknir fær ÍA í heimsókn í Breiðholtið á Domusnovavöllinn. „Fyrsta hálftímann erum við bara að valta yfir þá“ Sigurvin Ólafsson er aðalþjálfari FH í dag.Vísir/Diego „Fyrsta hálftímann erum við bara að valta yfir þá fannst mér. Svo koma góðir kaflar hjá Leikni en þeir sköpuðu sér ekkert þannig hættulegar stöður eða færi sem ég hafði áhyggjur af. Við biðum aðeins eftir þeim í seinni hálfleik og vildum sjá hvort við gætum fengið einhverjar opnanir og það heppnaðist,“ sagði Sigurvin sáttur að leik loknum. Sigurvin sagði að það ætti að vera erfitt fyrir önnur lið að koma í Krikann. „Það var þessi eldmóður sem ég talaði um fyrir leik. Við ætluðum að keyra á andstæðinginn sem kemur hingað í heimsókn í Kaplakrika. Þar eiga menn að finna fyrir köfnunartilfinningu að mæta hingað. Þannig var þetta fyrsta hálftímann.“ Það var ekki plan FH að falla neðar á völlinn eftir að hafa komist í 2-0 yfir snemma leiks. „Nei við töluðum um þvert á móti að halda pressunni á þeim til að leikurinn færi fram á þeirra vallarhelmingi. Þetta var ekki bara eitthvað lið, þetta var Leiknir sem er í beinni samkeppni við okkur. Auðvitað eru þeir ekkert að fara gera neitt annað en að leggja allt undir.“ „Við gefum þeim bara 2-0 í forgjöf“ Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis Reykjavíkur.Vísir/Diego „Byrjuðum ekki leikinn og við erum ekki mættir hérna fyrstu fimmtán, tuttugu mínúturnar. Við gefum þeim bara 2-0 í forgjöf. Eftir það fannst mér við bara töluvert betri aðilinn. Spiluðum bara fínan leik. Svo slökkvum við á okkur í nokkrar mínútur og þeir skora tvö mörk. Afar svekkjandi tap hérna,“ sagði Sigurður Heiðar eftir leik. Hann vildi meina að þeir hefðu unnið leikinn ef ekki hefði verið fyrir þessa lélegu byrjun. „Við vorum barnalegir og klaufalegir í 15-20 mínútur. Ef við hefðum byrjað leikinn og spilað eins og við gerðum eftir tvö núll markið hefðum við unnið þennan leik.“ Leiknir spilaði boltanum mikið til baka á markmann sinn. „Þeir settu bara pressu á okkur. Viktor var meiddur í markinu og við vorum alltaf að senda til baka á hann og ég áttaði mig ekki alveg á hvernig við vorum að vinna þetta.“ Besta deild karla FH Leiknir Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur“ Matthías Vilhjálmsson, sóknarmaður FH, skoraði þrennu í 4-2 sigri þeirra á Leikni Reykjavík í Kaplakrika í dag. Þetta var fyrsta þrenna hans á Íslandi í efstu deild. Ísfirðingurinn hefur ekki staðið undir væntingum í sumar. Hann sýndi sitt rétta andlit í þessu leik og var léttur í viðtali eftir leik. 10. október 2022 18:46 „Fannst við spila þetta upp í hendurnar á þeim til að byrja með í fyrri hálfleik“ Brynjar Hlöðversson, miðvörður Leiknis Reykjavíkur, var ekki ánægður með byrjun sinna manna er Leiknir heimsótti FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta. Brynjari fannst sitt lið ekki mæta nógu ákveðnir til leiks en FH fór með 4-2 sigur af hólmi eftir að komast í 2-0 í fyrri hálfleik. 10. október 2022 18:15
FH og Leiknir Reykjavík mættust í sannkölluðum sex stiga leik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Heimamenn unnu 4-2 sigur og lyftu sér þar með upp úr fallsæti á kostnað Leiknismanna sem eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar. Jóhann Ægir kom FH á bragðið.Vísir/Diego Heimamenn byrjuðu leikinn vel og settu gestina undir mikla pressu. Á 14.mínútu skoraði varnarmaðurinn Jóhann Ægir Arnarsson með frábæru vinstrifótarskoti skoti innan teigs. Eftir pressu FH-inga vann Jóhann Ægir boltann rétt fyrir utan teig Leiknis, keyrði inn á teiginn og kláraði færi sitt vel. Nokkrum mínútum síðar bætti Matthías Vilhjálmsson við marki úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. FH-ingar fengu hornspyrnu sem gestirnir náðu ekki að hreinsa í burtu, boltinn barst á Matthías sem var felldur og því dæmt víti. Eftir að heimamenn komust yfir tóku gestirnir við sér. Fóru að halda boltanum betur og losuðu um pressu FH-inga. Það skilaði árangri á 32.mínútu þegar Adam Örn, hægri bakvörður Leiknis, sendi boltann yfir vörn heimamanna. Zean Dalügge var þar einn á auðum sjó og skoraði framhjá Atla Gunnari í marki FH. Eftir það var leikurinn í jafnvægi og bæði lið skiptust á að sækja. Gestirnir voru þó meira með boltann en náðu ekki að brjóta vörn FH á bak aftur. Það kom í bakið á þeim á 74.mínútu þegar Matthías Vilhjálmsson bætti við öðru marki sínu, úr skalla, eftir fyrirgjöf Olivers Heiðars hægra meginn á vellinum. Leiknismenn réðu illa við Matthías.Vísir/Diego Matthías fullkomnaði þrennu sína örfáum mínútum síðar. Aftur eftir fyrirgjöf frá hægri. Í þetta skipti sendi Kristinn Freyr boltann fyrir markið áður en Matthías klippti boltann í mark gestanna. Mikkel Elbæk Jakobsen lagaði stöðu Leiknis á 80.mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Boltinn barst til Mikkel hægra meginn í teig FH. Hann var einn og óvaldaður, lagði boltann fyrir sig og snéri hann framhjá Atla Gunnari. Lengra komust gestirnir ekki og því vann FH þennan mikilvæga leik í fallbaráttunni. Af hverju vann FH? Góð byrjun FH-inga gerði gestunum erfitt fyrir og varnarleikur Leiknismanna ekki nægilega góður í mörkum heimamanna. Hverjir stóðu upp úr? Það er erfitt að horfa framhjá Matthíasi Vilhjálmsyni eftir að hann skoraði þrennu. Heilt yfir voru flestir í liði FH að spila betur en í flestum leikjum í sumar. Jóhann Ægir spilaði vel í stöðu hægri bakvarðar í stað Ástbjarnar Þórðarssonar, sem var fjarverandi vegna veikinda. Jóhann er miðvörður að upplagi en það var ekki að sjá í dag. Hann skoraði meðal annars fallegt mark og var góður bæði varnarlega og sóknarlega. Matthías var allt í öllu hjá FH í dag.Vísir/Diego Hvað gekk illa? Leikni gekk illa að dekka sóknarmenn FH-inga. Þá sérstaklega Matthías Vilhjálmsson sem fann sér oft á tíðum svæði inn á teig gestanna. Það var einnig of auðvelt fyrir heimamenn að komast í góðar stöður í kringu vítateig gestanna. Hvað gerist næst? Bæði lið spila á laugardaginn 15.október klukkan 14:00 FH spilar við Keflavík á útivelli. Leiknir fær ÍA í heimsókn í Breiðholtið á Domusnovavöllinn. „Fyrsta hálftímann erum við bara að valta yfir þá“ Sigurvin Ólafsson er aðalþjálfari FH í dag.Vísir/Diego „Fyrsta hálftímann erum við bara að valta yfir þá fannst mér. Svo koma góðir kaflar hjá Leikni en þeir sköpuðu sér ekkert þannig hættulegar stöður eða færi sem ég hafði áhyggjur af. Við biðum aðeins eftir þeim í seinni hálfleik og vildum sjá hvort við gætum fengið einhverjar opnanir og það heppnaðist,“ sagði Sigurvin sáttur að leik loknum. Sigurvin sagði að það ætti að vera erfitt fyrir önnur lið að koma í Krikann. „Það var þessi eldmóður sem ég talaði um fyrir leik. Við ætluðum að keyra á andstæðinginn sem kemur hingað í heimsókn í Kaplakrika. Þar eiga menn að finna fyrir köfnunartilfinningu að mæta hingað. Þannig var þetta fyrsta hálftímann.“ Það var ekki plan FH að falla neðar á völlinn eftir að hafa komist í 2-0 yfir snemma leiks. „Nei við töluðum um þvert á móti að halda pressunni á þeim til að leikurinn færi fram á þeirra vallarhelmingi. Þetta var ekki bara eitthvað lið, þetta var Leiknir sem er í beinni samkeppni við okkur. Auðvitað eru þeir ekkert að fara gera neitt annað en að leggja allt undir.“ „Við gefum þeim bara 2-0 í forgjöf“ Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis Reykjavíkur.Vísir/Diego „Byrjuðum ekki leikinn og við erum ekki mættir hérna fyrstu fimmtán, tuttugu mínúturnar. Við gefum þeim bara 2-0 í forgjöf. Eftir það fannst mér við bara töluvert betri aðilinn. Spiluðum bara fínan leik. Svo slökkvum við á okkur í nokkrar mínútur og þeir skora tvö mörk. Afar svekkjandi tap hérna,“ sagði Sigurður Heiðar eftir leik. Hann vildi meina að þeir hefðu unnið leikinn ef ekki hefði verið fyrir þessa lélegu byrjun. „Við vorum barnalegir og klaufalegir í 15-20 mínútur. Ef við hefðum byrjað leikinn og spilað eins og við gerðum eftir tvö núll markið hefðum við unnið þennan leik.“ Leiknir spilaði boltanum mikið til baka á markmann sinn. „Þeir settu bara pressu á okkur. Viktor var meiddur í markinu og við vorum alltaf að senda til baka á hann og ég áttaði mig ekki alveg á hvernig við vorum að vinna þetta.“
Besta deild karla FH Leiknir Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur“ Matthías Vilhjálmsson, sóknarmaður FH, skoraði þrennu í 4-2 sigri þeirra á Leikni Reykjavík í Kaplakrika í dag. Þetta var fyrsta þrenna hans á Íslandi í efstu deild. Ísfirðingurinn hefur ekki staðið undir væntingum í sumar. Hann sýndi sitt rétta andlit í þessu leik og var léttur í viðtali eftir leik. 10. október 2022 18:46 „Fannst við spila þetta upp í hendurnar á þeim til að byrja með í fyrri hálfleik“ Brynjar Hlöðversson, miðvörður Leiknis Reykjavíkur, var ekki ánægður með byrjun sinna manna er Leiknir heimsótti FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta. Brynjari fannst sitt lið ekki mæta nógu ákveðnir til leiks en FH fór með 4-2 sigur af hólmi eftir að komast í 2-0 í fyrri hálfleik. 10. október 2022 18:15
„Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur“ Matthías Vilhjálmsson, sóknarmaður FH, skoraði þrennu í 4-2 sigri þeirra á Leikni Reykjavík í Kaplakrika í dag. Þetta var fyrsta þrenna hans á Íslandi í efstu deild. Ísfirðingurinn hefur ekki staðið undir væntingum í sumar. Hann sýndi sitt rétta andlit í þessu leik og var léttur í viðtali eftir leik. 10. október 2022 18:46
„Fannst við spila þetta upp í hendurnar á þeim til að byrja með í fyrri hálfleik“ Brynjar Hlöðversson, miðvörður Leiknis Reykjavíkur, var ekki ánægður með byrjun sinna manna er Leiknir heimsótti FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta. Brynjari fannst sitt lið ekki mæta nógu ákveðnir til leiks en FH fór með 4-2 sigur af hólmi eftir að komast í 2-0 í fyrri hálfleik. 10. október 2022 18:15
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti