Sport

Ísbjörninn snéri til baka eftir 34 mánuði og rotaði Kólumbíumanninn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísbjörninn Kolbeinn Kristinsson fagnar hér sigri um helgina.
Ísbjörninn Kolbeinn Kristinsson fagnar hér sigri um helgina.

Íslenski hnefaleikamaðurinn Kolbeinn Kristinsson hélt sigurgöngu sinni áfram í bardaga í Bandaríkjunum um helgina.

Kolbeinn, sem kallar sig Ísbjörninn, vann þá sigur á Kólumbíumanninum Santander Silgado með rothöggi en bardaginn fór fram á Delray Beach í Flórída.

Kolbeinn hefur unnið alla þrettán bardaga sína sem atvinnumaður þar af sjö þeirra með rothöggi.

Þetta var fyrsti bardagi hans í 34 mánuði eða síðan hann vann Dell Long í janúar 2020 skömmu áður en kórónuveiran tók yfir heiminn. Hann rotaði líka Long í þeim bardaga.

Kolbeinn þakkaði öllum fyrir stuðninginn í færslu á samfélagsmiðlum sem má sjá hér fyrir neðan.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×