Hallgrímur: Erum að skrifa söguna 8. október 2022 18:25 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA. Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var skiljanlega svekktur eftir naumt tap á móti Breiðablik í dag. „Bara gríðarlega svekkjandi úr því sem komið var. Mér fannst þegar við jöfnuðum mómentið vera með okkur og fáum á okkur frekar klaufalegt mark. Rodri fær dauðafæri og mér finnst við eiga fá víti í lokin líka og það var svekkjandi en kannski ekkert ósanngjarnt að Breiðablik hafi unnið þegar þú lítur yfir leikinn. Jajalo bjargar okkur tvisvar í fyrri hálfleik. Mér fannst fyrri háfleikurinn ekki nógu góður hjá okkur, seinni hálfleikurinn flottur og bara svekkelsi úr því sem komið var að við höfum ekki náð allavega jafntefli,” sagði Hallgrímur um þróun leiksins. KA menn kölluðu hátt eftir víti í uppbótartíma og það var enginn vafi þar á að mati Hallgríms. „Þannig sá ég það en það getur verið að dómararnir hafi haft annað sjónarhorn. Mér fannst hann bara klæða hann úr treyjunni og fer líka í andlitið á honum og mér fannst það víti já.” Blikar hefðu hæglega geta skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik og KA menn nokkuð heppnir að fá bara eitt mark á sig í hálfleiknum. „Við gerðum vel, markið er pirrandi að fá okkur, fast leikatriði þar sem hann getur tekið hann rólega niður og sett hann, en þeir voru betri í fyrri hálfleik og það sem maður var svekktastur með er að þeir virtust vera miklu betri í návígjum, bæði í jörðinni og í loftinu og það er eitthvað sem er ekki gott. Við vitum að Breiðablik er flott lið og góðir á boltann og myndu kannski hafa boltann aðeins meira en við en þeir eiga ekki að vera sterkari í návígjum hér á okkar heimavelli þannig það er eitthvað sem ég er kannski ekki sáttur með en við lögðum okkur fram og komum til baka og seinni hálfleikur mjög flottur þannig ég er ánægður með strákana en gríðarlega svekkjandi hvernig þetta endaði.” KA horfir áfram á annað sætið en Íslandsmeistaratitilinn er að öllum líkindum Blika í ár. „Ég er sammála því. Blikar eru nánast búnir að vinna þetta mót og hafa bara unnið fyrir því, búnir að vera mjög flottir og þannig er bara staðan, við náum þeim ekki, en við ætlum okkur að ná öðru sætinu.” Er ekkert erfitt að mótivera liðið þegar Evrópusætið er nú þegar tryggt? „Nei, mér finnst það ekki, við mætum hérna besta liði íslands í dag og gefum þeim flottan leik og erum svekktir að hafa ekki náð jafntefli þannig það verður ekki vandamál. Við erum svolítið að skrifa söguna; flest stig í sögu félagsins og flest skoruð mörk og erum búnir að gera vel og menn eru ánægður og stemmdir það verður ekkert vesen.” Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
„Bara gríðarlega svekkjandi úr því sem komið var. Mér fannst þegar við jöfnuðum mómentið vera með okkur og fáum á okkur frekar klaufalegt mark. Rodri fær dauðafæri og mér finnst við eiga fá víti í lokin líka og það var svekkjandi en kannski ekkert ósanngjarnt að Breiðablik hafi unnið þegar þú lítur yfir leikinn. Jajalo bjargar okkur tvisvar í fyrri hálfleik. Mér fannst fyrri háfleikurinn ekki nógu góður hjá okkur, seinni hálfleikurinn flottur og bara svekkelsi úr því sem komið var að við höfum ekki náð allavega jafntefli,” sagði Hallgrímur um þróun leiksins. KA menn kölluðu hátt eftir víti í uppbótartíma og það var enginn vafi þar á að mati Hallgríms. „Þannig sá ég það en það getur verið að dómararnir hafi haft annað sjónarhorn. Mér fannst hann bara klæða hann úr treyjunni og fer líka í andlitið á honum og mér fannst það víti já.” Blikar hefðu hæglega geta skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik og KA menn nokkuð heppnir að fá bara eitt mark á sig í hálfleiknum. „Við gerðum vel, markið er pirrandi að fá okkur, fast leikatriði þar sem hann getur tekið hann rólega niður og sett hann, en þeir voru betri í fyrri hálfleik og það sem maður var svekktastur með er að þeir virtust vera miklu betri í návígjum, bæði í jörðinni og í loftinu og það er eitthvað sem er ekki gott. Við vitum að Breiðablik er flott lið og góðir á boltann og myndu kannski hafa boltann aðeins meira en við en þeir eiga ekki að vera sterkari í návígjum hér á okkar heimavelli þannig það er eitthvað sem ég er kannski ekki sáttur með en við lögðum okkur fram og komum til baka og seinni hálfleikur mjög flottur þannig ég er ánægður með strákana en gríðarlega svekkjandi hvernig þetta endaði.” KA horfir áfram á annað sætið en Íslandsmeistaratitilinn er að öllum líkindum Blika í ár. „Ég er sammála því. Blikar eru nánast búnir að vinna þetta mót og hafa bara unnið fyrir því, búnir að vera mjög flottir og þannig er bara staðan, við náum þeim ekki, en við ætlum okkur að ná öðru sætinu.” Er ekkert erfitt að mótivera liðið þegar Evrópusætið er nú þegar tryggt? „Nei, mér finnst það ekki, við mætum hérna besta liði íslands í dag og gefum þeim flottan leik og erum svekktir að hafa ekki náð jafntefli þannig það verður ekki vandamál. Við erum svolítið að skrifa söguna; flest stig í sögu félagsins og flest skoruð mörk og erum búnir að gera vel og menn eru ánægður og stemmdir það verður ekkert vesen.”
Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“