Manchester City sektað um 260 þúsund pund Atli Arason skrifar 8. október 2022 10:00 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, fagnar Englandsmeistaratitlinum eftir sigurinn á Aston Villa í lokaleik síðasta tímabils. Getty Images Manchester City hefur verið sektað um 260 þúsund pund, rúmlega 36 milljónir króna, vegna óláta stuðningsmanna liðsins á síðasta leiktímabili. Eftir leikslok í 3-2 sigri City á heimavelli gegn Aston Villa í lokaleik síðasta tímabils réðst fjöldi stuðningsmanna City inn á leikvöllinn, þegar það varð endanlega ljóst að City yrði enskur meistari eftir baráttu við Liverpool alveg fram í lokaumferðina. Robin Olsen, markvörður Villa, varð fyrir árás af stuðningsmanni City á meðan aðrir stuðningsmenn óttuðust um líf sitt í troðningnum. City viðurkenndi fyrir enska knattspyrnusambandinu að félaginu hafi mistekist að tryggja öryggi áhorfenda á leiknum og mun því greiða sektina við fyrsta tækifæri. Innrásir stuðningsmanna (e. pitch invasions) voru tíðar á síðustu vikum síðasta leiktímabils á Englandi. Everton fékk til að mynda 300 þúsund punda sekt eftir innrás stuðningsmanna þeirra þegar Everton tryggði sæti sitt í úrvalsdeildinni með sigri á Crystal Palace undir lok síðasta tímabils. Þá fékk stuðningsmaður Nottingham Forest 6 mánaða fangelsisdóm fyrir að ráðast að Billy Sharp, leikmanni Sheffield United, eftir innrás stuðningsmanna Forest á leikvöll sinn þegar liðið vann undanúrslitaleik umspils um sæti í úrvalsdeildinni í maí síðastliðinn. Alls voru 441 innrás stuðningsmanna á leikvelli í bæði Englandi og Wales á síðasta leiktímabili sem gerir fjölgun upp á 127 prósent frá tímabilinu 2018/19, sem var síðasta leiktímabilið þar sem Covid takmarkanir höfðu ekki áhrif á áhorfendafjölda. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Stuðningsmaður City sló markvörð Villa í höfuðið Robin Olsen, markvörður Aston Villa, var sleginn í höfuðið af stuðningsmanni Manchester City eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 23. maí 2022 09:30 Í fjögurra ára bann fyrir höggið eftir sigur City Stuðningsmaður Manchester City, sem fagnaði Englandsmeistaratitlinum í maí með því að veitast að Robin Olsen, markverði Aston Villa, var sektaður og úrskurðaður í fjögurra ára bann frá fótboltaleikjum. 8. júní 2022 12:30 Stuðningsmaður skallaði fyrirliða Sheffield United í gær Paul Heckingbottom, knattspyrnustjóri Sheffield United, þurfti ekki aðeins að tala um svekkjandi tap á móti Nottingham Forest í umspili ensku b-deildarinnar í gær heldur einnig skammarlega framkomu stuðningsmanns í leikslok. 18. maí 2022 08:00 Roy Keane: Það verður einhver stunginn Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og sparkspekingur hjá Sky Sports, hefur áhyggjur af auknum innrásum stuðningsmanna inn á leikvelli liða í ensku úrvalsdeildinni. 25. maí 2022 23:00 „Einn fáviti skemmdi ótrúlegt kvöld af fótbolta“ Billy Sharp, fyrirliði Sheffield United, varð fyrir fólskulegri árás eftir leik Nottingham Forest og Sheffield United í undanúrslitum í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í gær. 18. maí 2022 20:07 Enska úrvalsdeildin hefur áhyggjur af hegðun áhorfenda Enska úrvalsdeildin hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem segir að deildin hafi áhyggjur af hegðun áhorfenda sem mæta á leiki. Talsmaður deildarinnar fordæmir atvikin sem hafa komið upp en segir þó að þau séu framin af litlum minnihlutahóp. 21. maí 2022 08:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Eftir leikslok í 3-2 sigri City á heimavelli gegn Aston Villa í lokaleik síðasta tímabils réðst fjöldi stuðningsmanna City inn á leikvöllinn, þegar það varð endanlega ljóst að City yrði enskur meistari eftir baráttu við Liverpool alveg fram í lokaumferðina. Robin Olsen, markvörður Villa, varð fyrir árás af stuðningsmanni City á meðan aðrir stuðningsmenn óttuðust um líf sitt í troðningnum. City viðurkenndi fyrir enska knattspyrnusambandinu að félaginu hafi mistekist að tryggja öryggi áhorfenda á leiknum og mun því greiða sektina við fyrsta tækifæri. Innrásir stuðningsmanna (e. pitch invasions) voru tíðar á síðustu vikum síðasta leiktímabils á Englandi. Everton fékk til að mynda 300 þúsund punda sekt eftir innrás stuðningsmanna þeirra þegar Everton tryggði sæti sitt í úrvalsdeildinni með sigri á Crystal Palace undir lok síðasta tímabils. Þá fékk stuðningsmaður Nottingham Forest 6 mánaða fangelsisdóm fyrir að ráðast að Billy Sharp, leikmanni Sheffield United, eftir innrás stuðningsmanna Forest á leikvöll sinn þegar liðið vann undanúrslitaleik umspils um sæti í úrvalsdeildinni í maí síðastliðinn. Alls voru 441 innrás stuðningsmanna á leikvelli í bæði Englandi og Wales á síðasta leiktímabili sem gerir fjölgun upp á 127 prósent frá tímabilinu 2018/19, sem var síðasta leiktímabilið þar sem Covid takmarkanir höfðu ekki áhrif á áhorfendafjölda.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Stuðningsmaður City sló markvörð Villa í höfuðið Robin Olsen, markvörður Aston Villa, var sleginn í höfuðið af stuðningsmanni Manchester City eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 23. maí 2022 09:30 Í fjögurra ára bann fyrir höggið eftir sigur City Stuðningsmaður Manchester City, sem fagnaði Englandsmeistaratitlinum í maí með því að veitast að Robin Olsen, markverði Aston Villa, var sektaður og úrskurðaður í fjögurra ára bann frá fótboltaleikjum. 8. júní 2022 12:30 Stuðningsmaður skallaði fyrirliða Sheffield United í gær Paul Heckingbottom, knattspyrnustjóri Sheffield United, þurfti ekki aðeins að tala um svekkjandi tap á móti Nottingham Forest í umspili ensku b-deildarinnar í gær heldur einnig skammarlega framkomu stuðningsmanns í leikslok. 18. maí 2022 08:00 Roy Keane: Það verður einhver stunginn Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og sparkspekingur hjá Sky Sports, hefur áhyggjur af auknum innrásum stuðningsmanna inn á leikvelli liða í ensku úrvalsdeildinni. 25. maí 2022 23:00 „Einn fáviti skemmdi ótrúlegt kvöld af fótbolta“ Billy Sharp, fyrirliði Sheffield United, varð fyrir fólskulegri árás eftir leik Nottingham Forest og Sheffield United í undanúrslitum í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í gær. 18. maí 2022 20:07 Enska úrvalsdeildin hefur áhyggjur af hegðun áhorfenda Enska úrvalsdeildin hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem segir að deildin hafi áhyggjur af hegðun áhorfenda sem mæta á leiki. Talsmaður deildarinnar fordæmir atvikin sem hafa komið upp en segir þó að þau séu framin af litlum minnihlutahóp. 21. maí 2022 08:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Stuðningsmaður City sló markvörð Villa í höfuðið Robin Olsen, markvörður Aston Villa, var sleginn í höfuðið af stuðningsmanni Manchester City eftir leik liðanna í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 23. maí 2022 09:30
Í fjögurra ára bann fyrir höggið eftir sigur City Stuðningsmaður Manchester City, sem fagnaði Englandsmeistaratitlinum í maí með því að veitast að Robin Olsen, markverði Aston Villa, var sektaður og úrskurðaður í fjögurra ára bann frá fótboltaleikjum. 8. júní 2022 12:30
Stuðningsmaður skallaði fyrirliða Sheffield United í gær Paul Heckingbottom, knattspyrnustjóri Sheffield United, þurfti ekki aðeins að tala um svekkjandi tap á móti Nottingham Forest í umspili ensku b-deildarinnar í gær heldur einnig skammarlega framkomu stuðningsmanns í leikslok. 18. maí 2022 08:00
Roy Keane: Það verður einhver stunginn Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United og sparkspekingur hjá Sky Sports, hefur áhyggjur af auknum innrásum stuðningsmanna inn á leikvelli liða í ensku úrvalsdeildinni. 25. maí 2022 23:00
„Einn fáviti skemmdi ótrúlegt kvöld af fótbolta“ Billy Sharp, fyrirliði Sheffield United, varð fyrir fólskulegri árás eftir leik Nottingham Forest og Sheffield United í undanúrslitum í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í gær. 18. maí 2022 20:07
Enska úrvalsdeildin hefur áhyggjur af hegðun áhorfenda Enska úrvalsdeildin hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem segir að deildin hafi áhyggjur af hegðun áhorfenda sem mæta á leiki. Talsmaður deildarinnar fordæmir atvikin sem hafa komið upp en segir þó að þau séu framin af litlum minnihlutahóp. 21. maí 2022 08:00