Venus Williams valdi Hildi Yeoman fyrir Glamour viðtal Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. október 2022 18:59 Venus Williams í kjól eftir íslenska hönnuðin Hildi Yeoman. Glamour UK Tennisdrottningin Venus Williams prýðir nýjustu forsíðu tímaritsins Glamour. Það vakti sérstaka athygli okkar á Lífsinu að hún klæddist flíkum frá íslensku versluninni Yeoman í viðtali við Glamour. Hildur segir í samtali við Lífið að það sé algjör draumur að hafa fengið að klæða Venus Williams. „Við fengum fregnir af þessu í sumar, stílistinn hennar bað um flíkur fyrir hana fyrir myndatöku. Hún á sjálf einn kjól frà okkur. Það var svo bara í gær sem umboðsmaðurinn okkar í London sendi okkur viðtalið,“ segir Hildur. „Þetta er ekkert smà spennandi. Ég hef nú ekki verið duglegust að fylgjast með íþróttum í gegnum tíðina en þær systur eru svo flottar og það hefur verið „inspírerandi“ að fylgjast með þeim í gegnum tíðina.“ Hildur Yeoman fatahönnuður rekur verslunina Yeoman á Laugavegi 7 í Reykjavík. Saga Sig Í viðtali sem birtist á vef Glamour klæðist Williams til dæmis fallegum kjól sem Hildur Björk Yeoman hannaði. Kjóllinn er með einstaklega fallegt mynstur sem er hluti af Waterflower prenti hönnuðarins. Í myndatökunni má einnig sjá tennisstjörnuna í flíkum frá Louis Vuitton og Valentino. „Við elskum að klæða komur af öllum stærðum og gerðum og hönnum fatnað frá xs upp í xl, stundum xxl,“ segir Hildur. Algjör draumur Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þekktur einstaklingur velur að klæðast hönnun Hildar Yeoman. Hún hefur áður sagt frá því í viðtali hér á Vísi að hún finni vel fyrir aukinni umferð á vefsíðuna sína þegar stjörnur og erlendir tískuáhrifavaldar klæðast flíkunum. Það ætti því að vekja töluverða athygli á merkinu Hildur Yeoman og á Yeoman versluninni að tennisstjarnan klæðist Yeoman flíkum í breska Glamour. „Þetta er Waterflower kjóll sem hún klæðist í viðtalinu. Við eigum mjög svipaða kjóla núna í versluninni i tides prentinu. Þeir eru sem sagt báðir innblásnir af hafinu. Það er mjög oft innblástursefni hjá okkur í studioinu hjá okkur,“ segir Hildur um kjólinn sem Williams valdi. Myndir úr myndatökunni má finna á vef Glamour og á Instagram síðu tímaritsins. View this post on Instagram A post shared by British GLAMOUR (@glamouruk) „Venus Williams í flíkum frá okkur í Yeoman fyrir forsíðuviðtal hjá Glamour UK. Ótúlega skemmtilegt viðtal við Venus. Algjör draumur að dressa þessa hæfileikaríku konu,“ skrifar Hildur í færslu á Facebook. Tíska og hönnun Tennis Hollywood Tengdar fréttir Allt í blóma hjá Hildi Yeoman Hildur Yeoman stóð fyrir sýningunni In Bloom sem var partur af HönnunarMars og fór fram í Höfuðstöðinni. Merkið hefur verið áberandi bæði innan og utan landsteinanna og er þekkt fyrir draumkennd prent, falleg snið og litadýrð. 9. maí 2022 15:30 Hönnun Hildar Yeoman vakti athygli á tískuvikunni í London Söngkonan Kehlani vakti athygli í hönnun Hildar Yeoman í opnunarhófi tískuvikunnar í Bretlandi, London Fashion Week. Fjölmiðlar hafa fjallað um fataval bandarísku stjörnunnar þetta kvöld og birtust meðal annars myndir af henni í settinu á vef Vogue. 18. september 2021 21:01 Kylie Jenner birti mynd af hönnun Hildar Yeoman Stassie besta vinkona Kylie Jenner klæddist bol eftir íslenska fatahönnuðinn Hildi Yeoman um helgina. Milljarðamæringurinn sýndi dressið á Instagram en þær fóru út á lífið saman. 7. júní 2021 10:01 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Hildur segir í samtali við Lífið að það sé algjör draumur að hafa fengið að klæða Venus Williams. „Við fengum fregnir af þessu í sumar, stílistinn hennar bað um flíkur fyrir hana fyrir myndatöku. Hún á sjálf einn kjól frà okkur. Það var svo bara í gær sem umboðsmaðurinn okkar í London sendi okkur viðtalið,“ segir Hildur. „Þetta er ekkert smà spennandi. Ég hef nú ekki verið duglegust að fylgjast með íþróttum í gegnum tíðina en þær systur eru svo flottar og það hefur verið „inspírerandi“ að fylgjast með þeim í gegnum tíðina.“ Hildur Yeoman fatahönnuður rekur verslunina Yeoman á Laugavegi 7 í Reykjavík. Saga Sig Í viðtali sem birtist á vef Glamour klæðist Williams til dæmis fallegum kjól sem Hildur Björk Yeoman hannaði. Kjóllinn er með einstaklega fallegt mynstur sem er hluti af Waterflower prenti hönnuðarins. Í myndatökunni má einnig sjá tennisstjörnuna í flíkum frá Louis Vuitton og Valentino. „Við elskum að klæða komur af öllum stærðum og gerðum og hönnum fatnað frá xs upp í xl, stundum xxl,“ segir Hildur. Algjör draumur Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þekktur einstaklingur velur að klæðast hönnun Hildar Yeoman. Hún hefur áður sagt frá því í viðtali hér á Vísi að hún finni vel fyrir aukinni umferð á vefsíðuna sína þegar stjörnur og erlendir tískuáhrifavaldar klæðast flíkunum. Það ætti því að vekja töluverða athygli á merkinu Hildur Yeoman og á Yeoman versluninni að tennisstjarnan klæðist Yeoman flíkum í breska Glamour. „Þetta er Waterflower kjóll sem hún klæðist í viðtalinu. Við eigum mjög svipaða kjóla núna í versluninni i tides prentinu. Þeir eru sem sagt báðir innblásnir af hafinu. Það er mjög oft innblástursefni hjá okkur í studioinu hjá okkur,“ segir Hildur um kjólinn sem Williams valdi. Myndir úr myndatökunni má finna á vef Glamour og á Instagram síðu tímaritsins. View this post on Instagram A post shared by British GLAMOUR (@glamouruk) „Venus Williams í flíkum frá okkur í Yeoman fyrir forsíðuviðtal hjá Glamour UK. Ótúlega skemmtilegt viðtal við Venus. Algjör draumur að dressa þessa hæfileikaríku konu,“ skrifar Hildur í færslu á Facebook.
Tíska og hönnun Tennis Hollywood Tengdar fréttir Allt í blóma hjá Hildi Yeoman Hildur Yeoman stóð fyrir sýningunni In Bloom sem var partur af HönnunarMars og fór fram í Höfuðstöðinni. Merkið hefur verið áberandi bæði innan og utan landsteinanna og er þekkt fyrir draumkennd prent, falleg snið og litadýrð. 9. maí 2022 15:30 Hönnun Hildar Yeoman vakti athygli á tískuvikunni í London Söngkonan Kehlani vakti athygli í hönnun Hildar Yeoman í opnunarhófi tískuvikunnar í Bretlandi, London Fashion Week. Fjölmiðlar hafa fjallað um fataval bandarísku stjörnunnar þetta kvöld og birtust meðal annars myndir af henni í settinu á vef Vogue. 18. september 2021 21:01 Kylie Jenner birti mynd af hönnun Hildar Yeoman Stassie besta vinkona Kylie Jenner klæddist bol eftir íslenska fatahönnuðinn Hildi Yeoman um helgina. Milljarðamæringurinn sýndi dressið á Instagram en þær fóru út á lífið saman. 7. júní 2021 10:01 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Allt í blóma hjá Hildi Yeoman Hildur Yeoman stóð fyrir sýningunni In Bloom sem var partur af HönnunarMars og fór fram í Höfuðstöðinni. Merkið hefur verið áberandi bæði innan og utan landsteinanna og er þekkt fyrir draumkennd prent, falleg snið og litadýrð. 9. maí 2022 15:30
Hönnun Hildar Yeoman vakti athygli á tískuvikunni í London Söngkonan Kehlani vakti athygli í hönnun Hildar Yeoman í opnunarhófi tískuvikunnar í Bretlandi, London Fashion Week. Fjölmiðlar hafa fjallað um fataval bandarísku stjörnunnar þetta kvöld og birtust meðal annars myndir af henni í settinu á vef Vogue. 18. september 2021 21:01
Kylie Jenner birti mynd af hönnun Hildar Yeoman Stassie besta vinkona Kylie Jenner klæddist bol eftir íslenska fatahönnuðinn Hildi Yeoman um helgina. Milljarðamæringurinn sýndi dressið á Instagram en þær fóru út á lífið saman. 7. júní 2021 10:01