Nokkur hundruð nemenda mótmæla við MH Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2022 11:01 Fleiri hundruð nemendur eru saman komnir við MH. Vísir/Egill Nemendur við Menntaskólann við Hamrahlíð og öðrum framhaldsskólum krefjast þess að tekið verði af sömu alvöru, ef ekki meiri, á kynferðisbrotum og öðrum ofbeldisbrotum í skólum hér á landi. Allir nemendur eigi rétt á því að vera í öruggu umhverfi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í kröfugerð sem hópur nemenda samdi á opnum fundi í Andrými á Bergþórugötu í gær. Hópurinn safnar undirskriftum við kröfugerð sína fyrir utan MH í dag. Boðað hafði verið að nemendur myndu ganga út úr skólanum klukkan ellefu sem mikill fjöldi. Að neðan má sjá upptöku frá samstöðufundinum. Fréttamaður Vísis á staðnum áætlar að um þrjú hundruð nemendur séu við skólann nú um ellefu leytið og fer fjölgandi. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra er á svæðinu. Sömuleiðis Steinn Jóhannsson rektor MH. Friðarmerki á lofti meðal nemenda.Vísir/Egill Nemendur halda á skiltum og nemendur lýsa kröfum sínum í ræðum. Mikil samstaða er á fundinum og mikið fagnað við flutning kröfugerðar nemenda. „Skilum skömminni“, „Elskum án ofbeldis“ og „Stöndum með þolendum“ er á meðal áletrana sem rituð eru á skilti. Eftir því sem leið á samkomuna fjölgaði mjög. Má telja líklegt að fjöldinn hafi skipt fleiri hundruð ef ekki þúsundum ungmenna. Frá Lystigarðinum á Akureyri í dag.Vísir/Tryggvi Páll Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru samstöðumótmæli með MH-ingum í Lystigarðinum á Akureyri. Nemendur við VMA og MA gengur út úr skólanum klukkan ellefu. Ráðherra og rektor fylgjast með gangi mála.Vísir/Egill Að neðan má sjá ræðu Urðar Bartels, nemanda á öðru ári við MH, á samstöðufundinum í dag. Hér að neðan má svo lesa kröfugerð nemenda. Kröfur nemenda um breytingar Nemendur við framhaldsskóla á Íslandi krefjast þess að eftirfarandi breytingar verði gerðar á viðbragðsáætlun allra skóla svo tekið sé á kynferðisbrotum af sömu alvöru, ef ekki meiri alvöru, og öðrum ofbeldismálum. Allir nemendur eiga rétt á því að vera í öruggu umhverfi og skólar skulu því sjá til þess að þolendur séu ekki neyddir til að umgangast gerendur sína innan skólans. Þolendur skuli fá stuðning innan skóla óháð kæru eða úrskurði og vera veitt rými til að vinna úr sínum málum. Kröfur um breytingar eru eftirfarandi: 1. Meintum gerendum skal gert að víkja úr staðnámi -Þegar fram kemur kæra um meint kynferðisbrot nemanda á öðrum nemanda skal fyrrnefndum nemenda vera vísað úr staðnámi í fjarnám uns málið hefur verið skoðað og þolanda er leiðbeint um næstu skref. -Endurtekin afbrot skulu leiða til endanlegrar brottvísunar úr skóla 2. Kynjafræði skal gerð að skylduáfanga í öllum skólum -Fræða skal nemendur um mörk og samþykki sem forvörn gegn kynferðisbrotum -Einnig skal fræða alla nemendur um hvert sé hægt að leita eftir kynferðisbrot 3. Kyn og kynjafræðsla skal gerð skylda fyrir stjórn, kennara og starfsfólk allra skóla -Námskeið skulu vera haldin með starfsfólki með reglulegu millibili til að fræða um hvernig skuli koma fram við þolendur og aðra nemendur -Kennurum skal gert skylt að sýna þolendum þolinmæði og veita þeim undanþágu með mætingu og verkefnaskil í bæði bóklegu og verklegu námi -Sálfræðingar innan skóla skulu hafa hlotið sérstaka fræðslu um það hvernig eigi að bregðast við kynferðisbrotum og leiðbeina þolendum jafnt sem gerendum um hvar hægt er að leita sér andlegrar aðstoðar 4. Fjölbreytt úrræði skulu standa nemendum til boða til að tilkynna um kynferðisbrot. Til dæmis með: -Áberandi hnappi á vefsíðu skólans -Aðgengi að sálfræðingi innan skólans -Vel upplýstum kennurum -Einnig skal ferli eftir tilkynningu vera þolendum gagnsætt og veita stöðugt upplýsingaflæði um öll skref sem tekin eru í ferlinu Mótmæltu á mánudag Nemendur í Menntaskólanum í Hamrahlíð mótmæltu því í á mánudag að nemendur skólans sem væru þolendur kynferðisofbeldis þyrftu að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Una Ragnarsdóttir, varaforseti nemendafélags menntaskólans, sagði að viðbrögð skólastjórnenda hefðu verið góð en málið varpaði ljósi á stærri spurningar. Svona var staðan um klukkan 11:25.Vísir/Lillý „Eins og hvar er miðlæg viðbragðsáætlun Menntamálaráðuneytisins í kynferðisbrotamálum sem hefur verið kallað eftir lengi og enn virðist ekkert vera að breytast. Hvaða ítök hefur skólastjórn raunverulega til að gera eitthvað? Hverju þarf að breyta innan kerfisins til að þolendur fái þann stuðning sem þeir þurfa og geti stundað nám án raskana?“ spurði Una. Brynhildur Karlsdóttir, söngkona og fyrrverandi nemandi við MH, skrifaði á þriðjudag grein sem birtist á Vísi um svipaða upplifun hennar innan veggja skólans árið 2013. Hún var þá sautján ára og hafði verið nauðgað af vini sínum og samnemanda. Hún sagði lítið hafa breyst hjá skólanum síðan þá. Matthías Tryggvi Haraldsson, unnusti hennar, skrifaði harðorða skoðunargrein í framhaldinu og fordæmdi viðbragðsleysi stjórnenda MH. SÍF vinnur með stjórnendum MH Stjórn Menntaskólans við Hamrahlíð harmaði í framhaldinu að núverandi og fyrrverandi nemendur hafi upplifað vanlíðan vegna kynferðislegs ofbeldis. Viðurkennt var að ekki hefði verið tekið á þeim málum með viðeigandi hætti . Stjórnendur báðust afsökunar á viðbrgögðum í opnu bréfi til nemenda. Bréfið var birt var á vefsíðu skólans í gær. Friðarmerki á lofti meðal nemenda.Vísir/Egill „Við munum leggjast á eitt við að vinna vel úr þeim málum sem hafa verið tilkynnt til skólans og bregðast við í samræmi við áætlanir. Skólastjórnendur hafa tekið á móti tillögum nemenda um úrbætur og hvernig megi bæta ferlið þegar upp koma mál af ofangreindum toga,“ sagði í bréfinu. Þá sagði að eftir fund stjórnenda í gær með fulltrúum Sambands íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, hafi verið ákveðið að skólinn yrði einn af samstarfsaðilum þeirra í aðgerðum gegn kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofbeldi. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, baráttukona gegn kynbundnu ofbeldi, á tali við Ásmund Einar menntamálaráðherra.Vísir/Egill „SÍF er langt komið með áætlunina sem unnin er af þeirra sérfræðingum og við erum tilbúin í samstarf.“ SÍF sagði í tilkynningu í gær að sambandið væri langþreytt á aðgerðarleysi ráðherra. Ásmundur Einar væri fallinn á tíma. Sambandið væri í samstarfi við Sólborgu Guðbrandsdóttur og níu öðrum sérfræðingum að leggja drög að viðbragðsáætlun. Tímabært að rödd framhaldsskólanema fái að heyrast Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta sagði í fréttum Stöðvar 2 á mánudag tímabært að rödd framhaldsskólanema fái að heyrast. „Ég held að það sé allt í lagi að kalla þetta MeToo bylgju framhaldsskólanema. Á Stígamótum vitum við að kynferðisofbeldi beinist fyrst og fremst að ungu fólki. 70 prósent af þeim sem koma til okkar voru beitt ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Þannig að ég held að þau séu bara að láta samfélagið og skólastjórnendur vita að í öllum framhaldsskólum eru brotaþolar kynferðisofbeldis. Og mjög líklegt að í öllum framhaldsskólum séu líka gerendur kynferðisofbeldis,“ sagði Steinunn. Sem hluti af mótmælunum á mánudaginn voru fjölmörg karlmannsnöfn skrifuð á spegla í MH og þannig bendlaðir við kynferðislegt ofbeldi. Fréttastofa hefur upplýsingar um að aðstandendur einhverra þeirra drengja, sem segjast saklausir og telja hafa verið brotið á með því að skrifa nafn þeirra, sé með til skoðunar að leita réttar síns. Framhaldsskólar Réttindi barna Tengdar fréttir Biðja nemendur afsökunar Stjórn Menntaskólans við Hamrahlíð harmar að núverandi og fyrrverandi nemendur hafi upplifað vanlíðan vegna kynferðislegs ofbeldis. Ekki hafi verið tekið á þeim málum með viðeigandi hætti en stjórnendur biðjast afsökunar á viðbrgögðum í opnu bréfi til nemenda. 5. október 2022 18:53 Boðar skólastjórnendur á fund vegna umræðu um kynferðisbrot Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra hefur boðað skólastjórnendur á fund um viðbrögð við kynferðisofbeldi í framhaldsskólum. Á fundinum verður farið yfir stöðuna á innleiðingu viðbragðsáætlana og kynningu þeirra í skólunum. 5. október 2022 17:47 Fékk afsökunarbeiðni frá rektor í morgunsárið Rektor Menntaskólans í Hamrahlíð hefur beðið fyrrverandi nemenda afsökunar á því hvernig tekið var á málinu þegar henni var nauðgað af samnemanda fyrir áratug. Henni hefur verið boðið á fund með skólastjórnendum til að ræða hvað megi betur fara en hún segir dýrmætt að henni sé loksins trúað og að skólinn viðurkenni að það hafi ekki verið brugðist rétt við á sínum tíma. 5. október 2022 13:00 MeToo bylgja framhaldsskólanema: Tímabært að rödd þeirra fái að heyrast Talskona Stígamóta telur að MeToo-bylgja framhaldsskólanema sé að hefjast. 70 prósent þeirra sem leiti til samtakanna hafi verið beitt kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Mikilvægt sé að skólastjórnendur í framhaldsskólum hlusti á nemendur og tilbúnir með viðbragðsáætlanir. 4. október 2022 22:06 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í kröfugerð sem hópur nemenda samdi á opnum fundi í Andrými á Bergþórugötu í gær. Hópurinn safnar undirskriftum við kröfugerð sína fyrir utan MH í dag. Boðað hafði verið að nemendur myndu ganga út úr skólanum klukkan ellefu sem mikill fjöldi. Að neðan má sjá upptöku frá samstöðufundinum. Fréttamaður Vísis á staðnum áætlar að um þrjú hundruð nemendur séu við skólann nú um ellefu leytið og fer fjölgandi. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra er á svæðinu. Sömuleiðis Steinn Jóhannsson rektor MH. Friðarmerki á lofti meðal nemenda.Vísir/Egill Nemendur halda á skiltum og nemendur lýsa kröfum sínum í ræðum. Mikil samstaða er á fundinum og mikið fagnað við flutning kröfugerðar nemenda. „Skilum skömminni“, „Elskum án ofbeldis“ og „Stöndum með þolendum“ er á meðal áletrana sem rituð eru á skilti. Eftir því sem leið á samkomuna fjölgaði mjög. Má telja líklegt að fjöldinn hafi skipt fleiri hundruð ef ekki þúsundum ungmenna. Frá Lystigarðinum á Akureyri í dag.Vísir/Tryggvi Páll Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru samstöðumótmæli með MH-ingum í Lystigarðinum á Akureyri. Nemendur við VMA og MA gengur út úr skólanum klukkan ellefu. Ráðherra og rektor fylgjast með gangi mála.Vísir/Egill Að neðan má sjá ræðu Urðar Bartels, nemanda á öðru ári við MH, á samstöðufundinum í dag. Hér að neðan má svo lesa kröfugerð nemenda. Kröfur nemenda um breytingar Nemendur við framhaldsskóla á Íslandi krefjast þess að eftirfarandi breytingar verði gerðar á viðbragðsáætlun allra skóla svo tekið sé á kynferðisbrotum af sömu alvöru, ef ekki meiri alvöru, og öðrum ofbeldismálum. Allir nemendur eiga rétt á því að vera í öruggu umhverfi og skólar skulu því sjá til þess að þolendur séu ekki neyddir til að umgangast gerendur sína innan skólans. Þolendur skuli fá stuðning innan skóla óháð kæru eða úrskurði og vera veitt rými til að vinna úr sínum málum. Kröfur um breytingar eru eftirfarandi: 1. Meintum gerendum skal gert að víkja úr staðnámi -Þegar fram kemur kæra um meint kynferðisbrot nemanda á öðrum nemanda skal fyrrnefndum nemenda vera vísað úr staðnámi í fjarnám uns málið hefur verið skoðað og þolanda er leiðbeint um næstu skref. -Endurtekin afbrot skulu leiða til endanlegrar brottvísunar úr skóla 2. Kynjafræði skal gerð að skylduáfanga í öllum skólum -Fræða skal nemendur um mörk og samþykki sem forvörn gegn kynferðisbrotum -Einnig skal fræða alla nemendur um hvert sé hægt að leita eftir kynferðisbrot 3. Kyn og kynjafræðsla skal gerð skylda fyrir stjórn, kennara og starfsfólk allra skóla -Námskeið skulu vera haldin með starfsfólki með reglulegu millibili til að fræða um hvernig skuli koma fram við þolendur og aðra nemendur -Kennurum skal gert skylt að sýna þolendum þolinmæði og veita þeim undanþágu með mætingu og verkefnaskil í bæði bóklegu og verklegu námi -Sálfræðingar innan skóla skulu hafa hlotið sérstaka fræðslu um það hvernig eigi að bregðast við kynferðisbrotum og leiðbeina þolendum jafnt sem gerendum um hvar hægt er að leita sér andlegrar aðstoðar 4. Fjölbreytt úrræði skulu standa nemendum til boða til að tilkynna um kynferðisbrot. Til dæmis með: -Áberandi hnappi á vefsíðu skólans -Aðgengi að sálfræðingi innan skólans -Vel upplýstum kennurum -Einnig skal ferli eftir tilkynningu vera þolendum gagnsætt og veita stöðugt upplýsingaflæði um öll skref sem tekin eru í ferlinu Mótmæltu á mánudag Nemendur í Menntaskólanum í Hamrahlíð mótmæltu því í á mánudag að nemendur skólans sem væru þolendur kynferðisofbeldis þyrftu að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Una Ragnarsdóttir, varaforseti nemendafélags menntaskólans, sagði að viðbrögð skólastjórnenda hefðu verið góð en málið varpaði ljósi á stærri spurningar. Svona var staðan um klukkan 11:25.Vísir/Lillý „Eins og hvar er miðlæg viðbragðsáætlun Menntamálaráðuneytisins í kynferðisbrotamálum sem hefur verið kallað eftir lengi og enn virðist ekkert vera að breytast. Hvaða ítök hefur skólastjórn raunverulega til að gera eitthvað? Hverju þarf að breyta innan kerfisins til að þolendur fái þann stuðning sem þeir þurfa og geti stundað nám án raskana?“ spurði Una. Brynhildur Karlsdóttir, söngkona og fyrrverandi nemandi við MH, skrifaði á þriðjudag grein sem birtist á Vísi um svipaða upplifun hennar innan veggja skólans árið 2013. Hún var þá sautján ára og hafði verið nauðgað af vini sínum og samnemanda. Hún sagði lítið hafa breyst hjá skólanum síðan þá. Matthías Tryggvi Haraldsson, unnusti hennar, skrifaði harðorða skoðunargrein í framhaldinu og fordæmdi viðbragðsleysi stjórnenda MH. SÍF vinnur með stjórnendum MH Stjórn Menntaskólans við Hamrahlíð harmaði í framhaldinu að núverandi og fyrrverandi nemendur hafi upplifað vanlíðan vegna kynferðislegs ofbeldis. Viðurkennt var að ekki hefði verið tekið á þeim málum með viðeigandi hætti . Stjórnendur báðust afsökunar á viðbrgögðum í opnu bréfi til nemenda. Bréfið var birt var á vefsíðu skólans í gær. Friðarmerki á lofti meðal nemenda.Vísir/Egill „Við munum leggjast á eitt við að vinna vel úr þeim málum sem hafa verið tilkynnt til skólans og bregðast við í samræmi við áætlanir. Skólastjórnendur hafa tekið á móti tillögum nemenda um úrbætur og hvernig megi bæta ferlið þegar upp koma mál af ofangreindum toga,“ sagði í bréfinu. Þá sagði að eftir fund stjórnenda í gær með fulltrúum Sambands íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, hafi verið ákveðið að skólinn yrði einn af samstarfsaðilum þeirra í aðgerðum gegn kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofbeldi. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, baráttukona gegn kynbundnu ofbeldi, á tali við Ásmund Einar menntamálaráðherra.Vísir/Egill „SÍF er langt komið með áætlunina sem unnin er af þeirra sérfræðingum og við erum tilbúin í samstarf.“ SÍF sagði í tilkynningu í gær að sambandið væri langþreytt á aðgerðarleysi ráðherra. Ásmundur Einar væri fallinn á tíma. Sambandið væri í samstarfi við Sólborgu Guðbrandsdóttur og níu öðrum sérfræðingum að leggja drög að viðbragðsáætlun. Tímabært að rödd framhaldsskólanema fái að heyrast Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta sagði í fréttum Stöðvar 2 á mánudag tímabært að rödd framhaldsskólanema fái að heyrast. „Ég held að það sé allt í lagi að kalla þetta MeToo bylgju framhaldsskólanema. Á Stígamótum vitum við að kynferðisofbeldi beinist fyrst og fremst að ungu fólki. 70 prósent af þeim sem koma til okkar voru beitt ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Þannig að ég held að þau séu bara að láta samfélagið og skólastjórnendur vita að í öllum framhaldsskólum eru brotaþolar kynferðisofbeldis. Og mjög líklegt að í öllum framhaldsskólum séu líka gerendur kynferðisofbeldis,“ sagði Steinunn. Sem hluti af mótmælunum á mánudaginn voru fjölmörg karlmannsnöfn skrifuð á spegla í MH og þannig bendlaðir við kynferðislegt ofbeldi. Fréttastofa hefur upplýsingar um að aðstandendur einhverra þeirra drengja, sem segjast saklausir og telja hafa verið brotið á með því að skrifa nafn þeirra, sé með til skoðunar að leita réttar síns.
Kröfur nemenda um breytingar Nemendur við framhaldsskóla á Íslandi krefjast þess að eftirfarandi breytingar verði gerðar á viðbragðsáætlun allra skóla svo tekið sé á kynferðisbrotum af sömu alvöru, ef ekki meiri alvöru, og öðrum ofbeldismálum. Allir nemendur eiga rétt á því að vera í öruggu umhverfi og skólar skulu því sjá til þess að þolendur séu ekki neyddir til að umgangast gerendur sína innan skólans. Þolendur skuli fá stuðning innan skóla óháð kæru eða úrskurði og vera veitt rými til að vinna úr sínum málum. Kröfur um breytingar eru eftirfarandi: 1. Meintum gerendum skal gert að víkja úr staðnámi -Þegar fram kemur kæra um meint kynferðisbrot nemanda á öðrum nemanda skal fyrrnefndum nemenda vera vísað úr staðnámi í fjarnám uns málið hefur verið skoðað og þolanda er leiðbeint um næstu skref. -Endurtekin afbrot skulu leiða til endanlegrar brottvísunar úr skóla 2. Kynjafræði skal gerð að skylduáfanga í öllum skólum -Fræða skal nemendur um mörk og samþykki sem forvörn gegn kynferðisbrotum -Einnig skal fræða alla nemendur um hvert sé hægt að leita eftir kynferðisbrot 3. Kyn og kynjafræðsla skal gerð skylda fyrir stjórn, kennara og starfsfólk allra skóla -Námskeið skulu vera haldin með starfsfólki með reglulegu millibili til að fræða um hvernig skuli koma fram við þolendur og aðra nemendur -Kennurum skal gert skylt að sýna þolendum þolinmæði og veita þeim undanþágu með mætingu og verkefnaskil í bæði bóklegu og verklegu námi -Sálfræðingar innan skóla skulu hafa hlotið sérstaka fræðslu um það hvernig eigi að bregðast við kynferðisbrotum og leiðbeina þolendum jafnt sem gerendum um hvar hægt er að leita sér andlegrar aðstoðar 4. Fjölbreytt úrræði skulu standa nemendum til boða til að tilkynna um kynferðisbrot. Til dæmis með: -Áberandi hnappi á vefsíðu skólans -Aðgengi að sálfræðingi innan skólans -Vel upplýstum kennurum -Einnig skal ferli eftir tilkynningu vera þolendum gagnsætt og veita stöðugt upplýsingaflæði um öll skref sem tekin eru í ferlinu
Framhaldsskólar Réttindi barna Tengdar fréttir Biðja nemendur afsökunar Stjórn Menntaskólans við Hamrahlíð harmar að núverandi og fyrrverandi nemendur hafi upplifað vanlíðan vegna kynferðislegs ofbeldis. Ekki hafi verið tekið á þeim málum með viðeigandi hætti en stjórnendur biðjast afsökunar á viðbrgögðum í opnu bréfi til nemenda. 5. október 2022 18:53 Boðar skólastjórnendur á fund vegna umræðu um kynferðisbrot Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra hefur boðað skólastjórnendur á fund um viðbrögð við kynferðisofbeldi í framhaldsskólum. Á fundinum verður farið yfir stöðuna á innleiðingu viðbragðsáætlana og kynningu þeirra í skólunum. 5. október 2022 17:47 Fékk afsökunarbeiðni frá rektor í morgunsárið Rektor Menntaskólans í Hamrahlíð hefur beðið fyrrverandi nemenda afsökunar á því hvernig tekið var á málinu þegar henni var nauðgað af samnemanda fyrir áratug. Henni hefur verið boðið á fund með skólastjórnendum til að ræða hvað megi betur fara en hún segir dýrmætt að henni sé loksins trúað og að skólinn viðurkenni að það hafi ekki verið brugðist rétt við á sínum tíma. 5. október 2022 13:00 MeToo bylgja framhaldsskólanema: Tímabært að rödd þeirra fái að heyrast Talskona Stígamóta telur að MeToo-bylgja framhaldsskólanema sé að hefjast. 70 prósent þeirra sem leiti til samtakanna hafi verið beitt kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Mikilvægt sé að skólastjórnendur í framhaldsskólum hlusti á nemendur og tilbúnir með viðbragðsáætlanir. 4. október 2022 22:06 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Biðja nemendur afsökunar Stjórn Menntaskólans við Hamrahlíð harmar að núverandi og fyrrverandi nemendur hafi upplifað vanlíðan vegna kynferðislegs ofbeldis. Ekki hafi verið tekið á þeim málum með viðeigandi hætti en stjórnendur biðjast afsökunar á viðbrgögðum í opnu bréfi til nemenda. 5. október 2022 18:53
Boðar skólastjórnendur á fund vegna umræðu um kynferðisbrot Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra hefur boðað skólastjórnendur á fund um viðbrögð við kynferðisofbeldi í framhaldsskólum. Á fundinum verður farið yfir stöðuna á innleiðingu viðbragðsáætlana og kynningu þeirra í skólunum. 5. október 2022 17:47
Fékk afsökunarbeiðni frá rektor í morgunsárið Rektor Menntaskólans í Hamrahlíð hefur beðið fyrrverandi nemenda afsökunar á því hvernig tekið var á málinu þegar henni var nauðgað af samnemanda fyrir áratug. Henni hefur verið boðið á fund með skólastjórnendum til að ræða hvað megi betur fara en hún segir dýrmætt að henni sé loksins trúað og að skólinn viðurkenni að það hafi ekki verið brugðist rétt við á sínum tíma. 5. október 2022 13:00
MeToo bylgja framhaldsskólanema: Tímabært að rödd þeirra fái að heyrast Talskona Stígamóta telur að MeToo-bylgja framhaldsskólanema sé að hefjast. 70 prósent þeirra sem leiti til samtakanna hafi verið beitt kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Mikilvægt sé að skólastjórnendur í framhaldsskólum hlusti á nemendur og tilbúnir með viðbragðsáætlanir. 4. október 2022 22:06