Fréttir

Öku­­mönnum kennt á ljósa­búnað bif­reiða sinna

Bjarki Sigurðsson skrifar
Lögreglan kenndi fólki hvernig ljósin á ökutækjum þeirra virkuðu. 
Lögreglan kenndi fólki hvernig ljósin á ökutækjum þeirra virkuðu.  Vísir/Vilhelm

Lögreglumenn á lögreglustöð fjögur sem sinnir Árbæ, Grafarvogi og Mosfellsbæ sinntu eftirliti í umdæmi sínu í gærkvöldi. Markmið eftirlitsins var að kenna ökumönnum á ljósabúnað bifreiða sinna.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Í Hlíðunum var tilkynnt um fólk með hávaða sem hljómaði drukkið. Að sögn tilkynnanda öskraði fólkið ítrekað á hvort annað og fór lögregla á staðinn.

Í Hafnarfirði hafði lögreglan afskipti af ökumanni sem var á ótryggðri bifreið með engin bílnúmer á ökutækinu. Þá er hann grunaður um ölvunarakstur og var tekinn á lögreglustöð þar sem dregið var úr honum blóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×