Fótbolti

Úr­slita­leikur Sam­bands­deildarinnar vin­sælli en úr­slita­leikur Evrópu­deildarinnar

Atli Arason skrifar
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill heyra greinargóð rök fyrir því að PSG sé að brjóta reglur.
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill heyra greinargóð rök fyrir því að PSG sé að brjóta reglur. EPA-EFE/JEAN-CHRISTOPHE BOTT

Aleksander Ceferin, forseti evrópska knattspyrnusambandsins UEFA, barðist fyrir því á sínum tíma að fá Sambandsdeildina samþykkta, deild sem varð svo vinsælli en Evrópudeildin, samkvæmt honum sjálfum.

Eintracht Frankfurt vann Evrópudeildina eftir sigur á Rangers í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum á meðan Roma vann Sambandsdeildina eftir 1-0 sigur á Feyenoord í úrslitaleik. Leikirnir tveir fóru fram með viku millibili en Ceferin segir að meiri athygli hafi verið að úrslitaleik Sambandsdeildarinnar en úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

„Úrslitaleikurinn sem Roma vann á síðasta tímabili var vinsælli en úrslitaleikur Evrópudeildarinnar,“ sagði Aleksander Ceferin, forseti UEFA. 

Evrópudeildunum þrem má skipta upp í A, B og C deildir. Meistaradeildin (A) inniheldur öll bestu lið Evrópu á meðan Evrópudeildin (B) tekur inn öll næst bestu lið Evrópu. Í Sambandsdeildinni (C) keppa svo næstu lið fyrir neðan Evrópudeildina.

„Ég er mjög hamingjusamur yfir því hvernig Sambandsdeildin og þjóðadeildin eru að þróast,“ sagði Ceferin á þingi alþjóðlega íþróttafréttamanna AIPS og USSI

„Það voru margir sem gagnrýndu Sambandsdeildina í upphafi en sömu aðilar vilja nú hýsa keppnina á stærri keppnisvöllum,“ bætti Ceferin við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×