Klopp um Núñez: Liðið er ekki að hjálpa honum Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2022 15:00 Klopp hefur trú á Nunez þó erfiðlega hafi gengið í upphafi tímabils. Peter Byrne/PA Images via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kveðst hafa litlar áhyggjur af úrúgvæska framherjanum Darwin Núñez þrátt fyrir brösuga byrjun hans í Bítlaborginni. Núñez skoraði í frumraun sinni í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool gerði 2-2 jafntefli við Fulham. Hann fékk hins vegar að líta rautt spjald strax í næsta leik, í fyrsta leik sínum á Anfield þar sem Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Núñez lék aðeins síðustu örfáu mínúturnar í farsakenndu 3-3 jafntefli Liverpool við Brighton um helgina og hefur verið fyrir aftan þá Diogo Jota og Roberto Firmino í goggunarröðinni eftir þriggja leikja bannið sem hann hlaut vegna spjaldsins gegn Crystal Palace. „Auðvitað er hann enn að aðlagast,“ segir Klopp. „Allir tala um leikmenn þegar þeir koma nýir inn og vilja að þeir springi strax út. Stundum gerist það og stundum ekki,“. „Það var nú bara í gær sem við Pep Lijnders [aðstoðarþjálfari Liverpool] sögðum honum að við værum rólegir. Það er mikilvægast í þessari stöðu að hann fari ekki að hafa áhyggjur - og hann lítur ekki út fyrir að hafa áhyggjur af stöðunni,“ segir Klopp, sem segir jafnframt að Núñez hafi spilað svo lítið um helgina vegna meiðsla sem hann hlaut í landsleikjahléinu. Klopp segir þá jafnframt að það sé erfitt fyrir Núñez að sýna sínar bestu hliðar þegar Liverpool-liðið spilar ekki betur en raun ber vitni. Liverpool er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins unnið tvo af fyrstu sjö leikjum sínum. „Liðið er ekki á flugi og það gerir hlutina ekki einfaldari fyrir framherja, sérstaklega ekki fyrir klárara (e. finisher),“ segir Klopp. Áhugavert verður að sjá hvort Núñez spili er Liverpool fær Rangers í heimsókn í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Liverpool er með þrjú stig eftir tvo leiki í riðli sínum þar sem það vann Ajax en tapaði fyrir Napoli. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Núñez skoraði í frumraun sinni í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool gerði 2-2 jafntefli við Fulham. Hann fékk hins vegar að líta rautt spjald strax í næsta leik, í fyrsta leik sínum á Anfield þar sem Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Núñez lék aðeins síðustu örfáu mínúturnar í farsakenndu 3-3 jafntefli Liverpool við Brighton um helgina og hefur verið fyrir aftan þá Diogo Jota og Roberto Firmino í goggunarröðinni eftir þriggja leikja bannið sem hann hlaut vegna spjaldsins gegn Crystal Palace. „Auðvitað er hann enn að aðlagast,“ segir Klopp. „Allir tala um leikmenn þegar þeir koma nýir inn og vilja að þeir springi strax út. Stundum gerist það og stundum ekki,“. „Það var nú bara í gær sem við Pep Lijnders [aðstoðarþjálfari Liverpool] sögðum honum að við værum rólegir. Það er mikilvægast í þessari stöðu að hann fari ekki að hafa áhyggjur - og hann lítur ekki út fyrir að hafa áhyggjur af stöðunni,“ segir Klopp, sem segir jafnframt að Núñez hafi spilað svo lítið um helgina vegna meiðsla sem hann hlaut í landsleikjahléinu. Klopp segir þá jafnframt að það sé erfitt fyrir Núñez að sýna sínar bestu hliðar þegar Liverpool-liðið spilar ekki betur en raun ber vitni. Liverpool er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins unnið tvo af fyrstu sjö leikjum sínum. „Liðið er ekki á flugi og það gerir hlutina ekki einfaldari fyrir framherja, sérstaklega ekki fyrir klárara (e. finisher),“ segir Klopp. Áhugavert verður að sjá hvort Núñez spili er Liverpool fær Rangers í heimsókn í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Liverpool er með þrjú stig eftir tvo leiki í riðli sínum þar sem það vann Ajax en tapaði fyrir Napoli.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira