Innlent

Rann­sóknar­heimildir og orku­mál í brenni­depli

Árni Sæberg skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Lögreglumál, vopnaburður og rannsóknarheimildir verður til umræðu hjá þeim Margréti Valdimarsdóttur og Helga Gunnlaugssyni, sem bæði eru afbrotafræðingar og gjörþekkja þann heim, á Sprengisandi í dag.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, ræðir framtíðarsýn samtakanna sem þau birtu fyrr í vikunni, græna hagkerfið svonefnda en líka húsnæðismarkaðinn sem er eins og alltaf, hrein ráðgáta. 

Vilhjálmur Egilsson, fyrrverandi alþingismaður og einn af helstu höfundum úttektar á framtíðaruppbyggingu í orkumálum, rökræðir við Orra Pál Jóhannsson, þingflokksformann VG, um vindorku, sviðsmyndir um orkuppbyggingu og vindmyllugarða á Íslandi sem fólki líst misvel á. 

Í lok þáttar kemur Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fagstjóri skapandi greina á Bifröst. Hvað vilja þær greinar upp á dekk og hvernig rísa þær hæst verður umræðuefnið.

Allt þetta verður í beinni útsendingu á Bylgjunni og í mynd á Stöð 2 Vísi í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×