Klopp kemur Trent til varnar: „Sama hvaða lið ég myndi þjálfa, ég myndi kaupa hann“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. október 2022 09:01 Jürgen Klopp skilur ekki af hverju fólki finnst Trent Alexander-Arnold lélegur varnarmaður. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur komið liðsmanni sínum, Trent Alexander-Arnold, til varnar eftir að sá síðarnefndi fékk ekki tækifæri með enska landsliðinu í nýliðnu verkefni liðsins í Þjóðadeildinni. Klopp segir að hann myndi velja þennan 23 ára hægri bakvörð í hvaða lið sem er, en Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, virðist þó vera á annarri skoðun um leikmanninn. Trent var ónotaður varamaður er enska liðið mætti Ítölum og var svo tekinn úr hópnum fyrir jafntefli liðsins gegn Þjóðverjum síðastliðinn mánudag. Seinustu ár hefur leikmaðurinn verið talinn einn af betri bakvörðum heims vegna hæfileika sinna framarlega á vellinum. Hann hefur þó verið gagnrýndur fyrir varnarleik sinn og Klopp segir að þrátt fyrir að það sé pláss fyrir bætingar varnarlega þá bæta Trent það upp með sóknarleik sínum, og gott betur en það. „Ég myndi augljóslega velja hópinn öðruvísi, en það er ekki ég sem stjórna,“ sagði Klopp um valið á enska landsliðshópnum. „Eins og ég sé þetta þá er þetta auðvelt val. Það er sama hvaða lið ég myndi þjálfa, ég myndi kaupa hann því hann er algjörlega frábær.“ Trent Alexander-Arnold 𝙄𝙎 a good defender, according to Jurgen Klopp 💪 pic.twitter.com/rFhHhuKQto— ESPN UK (@ESPNUK) September 30, 2022 Gareth Southgate hefur þó gefið skýringar á því af hverju Trent hafi ekki verið valinn í hópinn. Hann segir að sér finnist Kieran Trippier, bakvörður Newcastle, vera betri alhliða leikmaður en Trent. Trent hefur aðeins leikið einn leik fyrir enska landsliðið á þessu ári, en leikmaðurinn missti einnig af EM á seinasta ári vegna meiðsla. Hann hefur þó verið lykilmaður í Liverpol-liði sem hefur unnið ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu á undanförnum árum. Þrátt fyrir það hefur honum gengið illa að heilla enska landsliðsþjálfarann og hefur aðeins leikið 17 landsleiki síðan hann lék sinn fyrsta árið 2018. „Það eru alltaf einhverjar sögur í gangi þar sem fólk er að segja að hann sé ekki góður varnarmaður. En það er bara ekki satt,“ bætti Klopp við. „Heimsklassa leikmaður sem er dæmdur út frá einum hlut sem hann er ekki í jafn miklum heimsklassa og öðrum hlutum leiksins. Ef hann væri ekki góður varnarmaður þá myndi hann ekki spila.“ „Það sem hann getur gert fram á við er galið miðað við bakvörð. Ég er ekki viss um að ég hafi séð svona bakvörð áður. Sendingar hingað og þangað, skiptingar á milli kanta, tekur aukaspyrnur, horn og góðar og snöggar ákvarðanir.“ „Hann er framúrskarandi fótboltamaður frá landi sem á þrjá aðra hægri bakverði sem eru að standa sig mjög vel. Við skulum ekki gleyma því,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira
Klopp segir að hann myndi velja þennan 23 ára hægri bakvörð í hvaða lið sem er, en Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, virðist þó vera á annarri skoðun um leikmanninn. Trent var ónotaður varamaður er enska liðið mætti Ítölum og var svo tekinn úr hópnum fyrir jafntefli liðsins gegn Þjóðverjum síðastliðinn mánudag. Seinustu ár hefur leikmaðurinn verið talinn einn af betri bakvörðum heims vegna hæfileika sinna framarlega á vellinum. Hann hefur þó verið gagnrýndur fyrir varnarleik sinn og Klopp segir að þrátt fyrir að það sé pláss fyrir bætingar varnarlega þá bæta Trent það upp með sóknarleik sínum, og gott betur en það. „Ég myndi augljóslega velja hópinn öðruvísi, en það er ekki ég sem stjórna,“ sagði Klopp um valið á enska landsliðshópnum. „Eins og ég sé þetta þá er þetta auðvelt val. Það er sama hvaða lið ég myndi þjálfa, ég myndi kaupa hann því hann er algjörlega frábær.“ Trent Alexander-Arnold 𝙄𝙎 a good defender, according to Jurgen Klopp 💪 pic.twitter.com/rFhHhuKQto— ESPN UK (@ESPNUK) September 30, 2022 Gareth Southgate hefur þó gefið skýringar á því af hverju Trent hafi ekki verið valinn í hópinn. Hann segir að sér finnist Kieran Trippier, bakvörður Newcastle, vera betri alhliða leikmaður en Trent. Trent hefur aðeins leikið einn leik fyrir enska landsliðið á þessu ári, en leikmaðurinn missti einnig af EM á seinasta ári vegna meiðsla. Hann hefur þó verið lykilmaður í Liverpol-liði sem hefur unnið ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu á undanförnum árum. Þrátt fyrir það hefur honum gengið illa að heilla enska landsliðsþjálfarann og hefur aðeins leikið 17 landsleiki síðan hann lék sinn fyrsta árið 2018. „Það eru alltaf einhverjar sögur í gangi þar sem fólk er að segja að hann sé ekki góður varnarmaður. En það er bara ekki satt,“ bætti Klopp við. „Heimsklassa leikmaður sem er dæmdur út frá einum hlut sem hann er ekki í jafn miklum heimsklassa og öðrum hlutum leiksins. Ef hann væri ekki góður varnarmaður þá myndi hann ekki spila.“ „Það sem hann getur gert fram á við er galið miðað við bakvörð. Ég er ekki viss um að ég hafi séð svona bakvörð áður. Sendingar hingað og þangað, skiptingar á milli kanta, tekur aukaspyrnur, horn og góðar og snöggar ákvarðanir.“ „Hann er framúrskarandi fótboltamaður frá landi sem á þrjá aðra hægri bakverði sem eru að standa sig mjög vel. Við skulum ekki gleyma því,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira