Ef allt gengur upp verður Verstappen heimsmeistari í annað sinn um helgina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. október 2022 08:00 Max Verstappen getur tryggt sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð, og sinn annan á ferlinum, ef allt gengur upp hjá kappanum um helgina. Mark Thompson/Getty Images Max Verstappen, heimsmeistari í Formúlu 1, getur tryggt sér sinn annan heimsmeistaratitil í röð er kappaksturinn í Singapúr fer fram um helgina þrátt fyrir að enn verði fimm keppnir eftir á tímabilinu. Til þess að þessi 25 ára gamli Hollendingur tryggi sér sinn annan heimsmeistaratitil á ferlinum þarf þó ansi margt að ganga upp um helgina. Verstappen hefur unnið 11 af 16 keppnum á tímabilinu og er því með 116 stiga forskot á Charles Leclerc sem situr í öðru sæti heimsmeistarakeppni ökumanna. Hann er einnig með 125 stiga forskot á liðsfélaga sinn hjá Red Bull, Sergio Perez, sem situr í þriðja sæti og 132 stiga forskot á George Russell sem situr í fjórða sæti. Þrátt fyrir að enn verði fimm keppnir eftir af tímabilinu þegar kappakstrinum í Singapúr lýkur á morgun þá getur Max Verstappen tryggt sér heimsmeistaratitilinn ef allt gengur upp hjá honum um helgina. Til þess að Verstappen verði heimsmeistari á morgun þá þarf hann fyrst og fremst að vinna sinn fjórða kappakstur í röð. Auk þess þarf hann að fá aukastig fyrir að keyra hraðasta hringinn og treysta því að Charles Leclerc lendi í níunda sæti eða neðar til að þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af manninum í öðru sæti. Þá þarf hann einnig að treysta á það að George Russell lendi ekki ofar en í öðru sæti - sem er svo sem ómögulegt ef Verstappen verður fyrstur - og að lokum treysta á það að liðsfélagi hans, Sergio Perez, lendi ekki ofar en í fjórða sæti. Þessi seinasti punktur er þó líklega ekki eitthvað sem Verstappen þarf að hafa gríðarlegar áhyggjur af þar sem líklegt þykir að ef möguleiki er á heimsmeistaratitli muni liðsmenn Red Bull skipa Perez að tryggja liðsfélaga sínum titilinn. Þá má einnig til gamans geta að Verstappen fagnaði 25 ára afmælisdeginum sínum í gær og líklega eru til verri leiðir til að halda upp á afmælið sitt en að verða heimsmeistari í Formúlu 1. Akstursíþróttir Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Til þess að þessi 25 ára gamli Hollendingur tryggi sér sinn annan heimsmeistaratitil á ferlinum þarf þó ansi margt að ganga upp um helgina. Verstappen hefur unnið 11 af 16 keppnum á tímabilinu og er því með 116 stiga forskot á Charles Leclerc sem situr í öðru sæti heimsmeistarakeppni ökumanna. Hann er einnig með 125 stiga forskot á liðsfélaga sinn hjá Red Bull, Sergio Perez, sem situr í þriðja sæti og 132 stiga forskot á George Russell sem situr í fjórða sæti. Þrátt fyrir að enn verði fimm keppnir eftir af tímabilinu þegar kappakstrinum í Singapúr lýkur á morgun þá getur Max Verstappen tryggt sér heimsmeistaratitilinn ef allt gengur upp hjá honum um helgina. Til þess að Verstappen verði heimsmeistari á morgun þá þarf hann fyrst og fremst að vinna sinn fjórða kappakstur í röð. Auk þess þarf hann að fá aukastig fyrir að keyra hraðasta hringinn og treysta því að Charles Leclerc lendi í níunda sæti eða neðar til að þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af manninum í öðru sæti. Þá þarf hann einnig að treysta á það að George Russell lendi ekki ofar en í öðru sæti - sem er svo sem ómögulegt ef Verstappen verður fyrstur - og að lokum treysta á það að liðsfélagi hans, Sergio Perez, lendi ekki ofar en í fjórða sæti. Þessi seinasti punktur er þó líklega ekki eitthvað sem Verstappen þarf að hafa gríðarlegar áhyggjur af þar sem líklegt þykir að ef möguleiki er á heimsmeistaratitli muni liðsmenn Red Bull skipa Perez að tryggja liðsfélaga sínum titilinn. Þá má einnig til gamans geta að Verstappen fagnaði 25 ára afmælisdeginum sínum í gær og líklega eru til verri leiðir til að halda upp á afmælið sitt en að verða heimsmeistari í Formúlu 1.
Akstursíþróttir Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira