Byggjum upp í Kópavogi Orri Vignir Hlöðversson og Ásdís Kristjánsdóttir skrifa 30. september 2022 12:01 Frá aldamótum hefur íbúum í Kópavogi fjölgað að meðaltali um þrjú prósent á ári, sem er næstum þrisvar sinnum meiri fjölgun en í Reykjavík og tvisvar sinnum meiri fjölgun en á landsvísu. Lengi vel var Kópavogur sannkallaður landnemabær sem sprengdi utan af sé hver landamerkin af öðrum og til urðu mörg ný og heildstæð hverfi á fáeinum árum líkt og glögglega endurspeglast í fjölgun bæjarbúa. Ákall um að sveitarfélög útvegi fleiri lóðir til að mæta íbúðaþörfinni og tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaði er skiljanlegt, en um leið mikilvægt að setja í sögulegt samhengi. Nú þegar nýtt og aðgengilegt byggingarland Kópavogs er að mestu full nýtt innan núverandi skipulagsmarka er uppbygging í bæjarfélaginu fyrst og fremst á þéttingareitum. Flókin staða Þétting byggðar á uppbyggingar- og þróunarreitum í grónum hverfum bæjarins gerir bæði hönnun og framkvæmdir flóknari en í nýjum hverfum. Uppbygging á þéttingarreitum er því oft kostnaðarsamari en á öðrum reitum. Þá er eignarhald þessara reita oft margþætt og skipulag bundnara því umhverfi og þeirri byggð sem þegar er til staðar. Þétting byggðar kallar því oft á tíðum fram sterk viðbrögð íbúa sem búa og eiga eignir nærri þéttingarreitum. Nú þegar nýjar húsnæðisáætlanir líta dagsins ljós beinast öll spjót að sveitarfélögum og hversu mikið þau ætla að leggja sitt af mörkum. Ein frumskylda bæjaryfirvalda er að tryggja eðlilegan vöxt á húsnæðismarkaði fyrir mismunandi samfélagshópa og Kópavogsbær, sem næst stærsta sveitarfélag landsins, ber vissulega ábyrgð í því efni. Úr vöndu er samt að ráða fyrir bæinn þegar annars vegar land er af skornum skammti og hins vegar þétting byggðar er í senn flókin og oft á tíðum harðlega mótmælt af íbúum með tilheyrandi töfum á skipulagsferlum. Mikilvægt er að vanda til verka þegar kemur að skipulagsmálum. Við sem gegnum forystu í Kópavogi erum full meðvituð um þær áskoranir sem fram undan eru á þéttingarreitum og ætlum að vanda sérstaklega kynningu, samtal og samráð við íbúa á fyrstu stigum skipulagsgerðar, bæði í nýjum hverfum og við þéttingu byggðar. Ef góð sátt næst um verklagið í skipulagsferlinu og að tryggt er að málefnaleg sjónarmið ráði för, þá er stórum áfanga náð. Tryggjum hagkvæmari húsnæði fyrir alla Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga eru mikilvægt innlegg í að greina framboð og eftirspurn á húsnæðismarkaði. Stöðugleiki á húsnæðismarkaði verður hins vegar ekki tryggður með áætlunum einum og sér. Á það hefur verið bent að umfang og flækjustig stjórnsýslunnar í kringum byggingarmarkaðinn hafi aukist án þess að gæði húsnæðis hafi endilega batnað að sama skapi. Á árinu 2020 kom OECD með 316 tillögur til bóta á regluverki í byggingariðnaði. Í þeim tillögum er meðal annars nefnt að létta á ferli skipulagsákvarðana og stuðla að aukinni skilvirkni með rafrænni stjórnsýslu. Hér eru tækifæri til umbóta fyrir öll sveitarfélög. Samþættir ferlar og einföld stjórnsýsla tryggja bæði betri yfirsýn og hagkvæmari uppbyggingu húsnæðis sem til framtíðar mun leiða til aukins stöðugleika á húsnæðismarkaði. Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða er ágætis upphaf í þeirri viðleitni að tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaði. Góðar tillögur liggja hins vegar fyrir frá OECD - væri ekki tilvalið að fylgja þeim eftir hið fyrsta? Ásdís er bæjarstjóri Kópavogs og Orri er formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Orri Hlöðversson Kópavogur Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Frá aldamótum hefur íbúum í Kópavogi fjölgað að meðaltali um þrjú prósent á ári, sem er næstum þrisvar sinnum meiri fjölgun en í Reykjavík og tvisvar sinnum meiri fjölgun en á landsvísu. Lengi vel var Kópavogur sannkallaður landnemabær sem sprengdi utan af sé hver landamerkin af öðrum og til urðu mörg ný og heildstæð hverfi á fáeinum árum líkt og glögglega endurspeglast í fjölgun bæjarbúa. Ákall um að sveitarfélög útvegi fleiri lóðir til að mæta íbúðaþörfinni og tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaði er skiljanlegt, en um leið mikilvægt að setja í sögulegt samhengi. Nú þegar nýtt og aðgengilegt byggingarland Kópavogs er að mestu full nýtt innan núverandi skipulagsmarka er uppbygging í bæjarfélaginu fyrst og fremst á þéttingareitum. Flókin staða Þétting byggðar á uppbyggingar- og þróunarreitum í grónum hverfum bæjarins gerir bæði hönnun og framkvæmdir flóknari en í nýjum hverfum. Uppbygging á þéttingarreitum er því oft kostnaðarsamari en á öðrum reitum. Þá er eignarhald þessara reita oft margþætt og skipulag bundnara því umhverfi og þeirri byggð sem þegar er til staðar. Þétting byggðar kallar því oft á tíðum fram sterk viðbrögð íbúa sem búa og eiga eignir nærri þéttingarreitum. Nú þegar nýjar húsnæðisáætlanir líta dagsins ljós beinast öll spjót að sveitarfélögum og hversu mikið þau ætla að leggja sitt af mörkum. Ein frumskylda bæjaryfirvalda er að tryggja eðlilegan vöxt á húsnæðismarkaði fyrir mismunandi samfélagshópa og Kópavogsbær, sem næst stærsta sveitarfélag landsins, ber vissulega ábyrgð í því efni. Úr vöndu er samt að ráða fyrir bæinn þegar annars vegar land er af skornum skammti og hins vegar þétting byggðar er í senn flókin og oft á tíðum harðlega mótmælt af íbúum með tilheyrandi töfum á skipulagsferlum. Mikilvægt er að vanda til verka þegar kemur að skipulagsmálum. Við sem gegnum forystu í Kópavogi erum full meðvituð um þær áskoranir sem fram undan eru á þéttingarreitum og ætlum að vanda sérstaklega kynningu, samtal og samráð við íbúa á fyrstu stigum skipulagsgerðar, bæði í nýjum hverfum og við þéttingu byggðar. Ef góð sátt næst um verklagið í skipulagsferlinu og að tryggt er að málefnaleg sjónarmið ráði för, þá er stórum áfanga náð. Tryggjum hagkvæmari húsnæði fyrir alla Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga eru mikilvægt innlegg í að greina framboð og eftirspurn á húsnæðismarkaði. Stöðugleiki á húsnæðismarkaði verður hins vegar ekki tryggður með áætlunum einum og sér. Á það hefur verið bent að umfang og flækjustig stjórnsýslunnar í kringum byggingarmarkaðinn hafi aukist án þess að gæði húsnæðis hafi endilega batnað að sama skapi. Á árinu 2020 kom OECD með 316 tillögur til bóta á regluverki í byggingariðnaði. Í þeim tillögum er meðal annars nefnt að létta á ferli skipulagsákvarðana og stuðla að aukinni skilvirkni með rafrænni stjórnsýslu. Hér eru tækifæri til umbóta fyrir öll sveitarfélög. Samþættir ferlar og einföld stjórnsýsla tryggja bæði betri yfirsýn og hagkvæmari uppbyggingu húsnæðis sem til framtíðar mun leiða til aukins stöðugleika á húsnæðismarkaði. Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða er ágætis upphaf í þeirri viðleitni að tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaði. Góðar tillögur liggja hins vegar fyrir frá OECD - væri ekki tilvalið að fylgja þeim eftir hið fyrsta? Ásdís er bæjarstjóri Kópavogs og Orri er formaður bæjarráðs.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun