Vilja rafrænt kerfi til að fylgjast með slæmri birgðastöðu lyfja Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. september 2022 21:01 Rúna Hauksdóttir forstjóri Lyfjastofnunar segir stöðuna áhyggjuefni. Vísir/Vilhelm Forstjóri Lyfjastofnunar segir áhyggjuefni að aðeins mánaðarbirgðir séu af almennum lyfjum hjá birgjum í landinu. Koma þurfi upp rafrænu kerfi til að fylgjast með birgðastöðu hverju sinni. Starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins birti í gær skýrslu um neyðarbirgðir í landinu. Fram kemur í skýrslunni að aðeins séu til mánaðarbirgðir af almennum lyfjum og tveggja mánaða birgðir af samningsbundnum lyfjum hjá birgjum í landinu. „Þetta er auðvitað hlutur sem EES-löndin hafa áhyggjur af og þess vegna hafa þau lagt áherslu á að það sé komið upp neyðarlista eða lista yfir neyðarlyf og magni í hverju landi fyrir sig. Það er það sem er að gerast hér á Íslandi, hjá okkur og í samráði við Landspítalann og Embætti landlæknis. En þetta er áhyggjuefni hjá okkur eins og öllum EES löndunum,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Íslendingar þurfa nú að stórum hluta að reiða sig á innflutning lyfja frá Evrópu en framleiðsla evrópskra lyfja hefur í auknum mæli færst til Indlands og Kína. Það setur því íslenskan lyfjamarkað í viðkvæma stöðu, sérstaklega þar sem hann er skilgreindur sem örmarkaður. „Landið getur ekki framleitt öll lyf, það er alveg ljóst. Það er hér lyfjaframleiðsla í landinu en þú hins vegar grípur ekki alveg strax í það. Það þurfa náttúrulega að vera til hráefni, það þarf þekkingu og búnað en við getum ekki framleitt öll lyf hér,“ segir Rúna. „Það er lyfjaframleiðsla í landinu sem er hægt að grípa til en það er í mesta lagi í töfluformi.“ Eitt af mikilvægustu atriðunum sé að koma upp rafrænu kerfi þar se hægt sé að fylgjast með birgðastöðu í landinu hverju sinni. „Það sem væru kjöraðstæður væri að hverju sinni myndum við hafa rafrænt yfirlit yfir birgðastöðu í landinu þegar kæmi upp neyð. Það höfum við ekki og svo er mikilvægt að við höfum heimildir til að stýra birgðahaldinu svo verði jöfn birgðadreifing í landinu.“ Skoða má skýrslu um neyðarbirgðir í skjalinu hér að neðan. Tengd skjöl Skýrsla_starfshóps_um_neyðarbirgðir_18_-08PDF12.9MBSækja skjal Lyf Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins birti í gær skýrslu um neyðarbirgðir í landinu. Fram kemur í skýrslunni að aðeins séu til mánaðarbirgðir af almennum lyfjum og tveggja mánaða birgðir af samningsbundnum lyfjum hjá birgjum í landinu. „Þetta er auðvitað hlutur sem EES-löndin hafa áhyggjur af og þess vegna hafa þau lagt áherslu á að það sé komið upp neyðarlista eða lista yfir neyðarlyf og magni í hverju landi fyrir sig. Það er það sem er að gerast hér á Íslandi, hjá okkur og í samráði við Landspítalann og Embætti landlæknis. En þetta er áhyggjuefni hjá okkur eins og öllum EES löndunum,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Íslendingar þurfa nú að stórum hluta að reiða sig á innflutning lyfja frá Evrópu en framleiðsla evrópskra lyfja hefur í auknum mæli færst til Indlands og Kína. Það setur því íslenskan lyfjamarkað í viðkvæma stöðu, sérstaklega þar sem hann er skilgreindur sem örmarkaður. „Landið getur ekki framleitt öll lyf, það er alveg ljóst. Það er hér lyfjaframleiðsla í landinu en þú hins vegar grípur ekki alveg strax í það. Það þurfa náttúrulega að vera til hráefni, það þarf þekkingu og búnað en við getum ekki framleitt öll lyf hér,“ segir Rúna. „Það er lyfjaframleiðsla í landinu sem er hægt að grípa til en það er í mesta lagi í töfluformi.“ Eitt af mikilvægustu atriðunum sé að koma upp rafrænu kerfi þar se hægt sé að fylgjast með birgðastöðu í landinu hverju sinni. „Það sem væru kjöraðstæður væri að hverju sinni myndum við hafa rafrænt yfirlit yfir birgðastöðu í landinu þegar kæmi upp neyð. Það höfum við ekki og svo er mikilvægt að við höfum heimildir til að stýra birgðahaldinu svo verði jöfn birgðadreifing í landinu.“ Skoða má skýrslu um neyðarbirgðir í skjalinu hér að neðan. Tengd skjöl Skýrsla_starfshóps_um_neyðarbirgðir_18_-08PDF12.9MBSækja skjal
Lyf Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira