Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. september 2022 07:30 Svíar hafa fundið fjórða lekann á Nord Stream gaslögnunum. epa/Varnarmálaráðuneyti Danmerkur Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði í samtali við Sky News í morgun að um væri að ræða viljaverk og fordæmalausa árás. Hann sagði ríki Evrópu þurfa að vera meðvituð um þá ógn sem steðjaði að mikilvægum innviðum. Kofod sagði skemmdarverkin enn fremur áminningu um nauðsyn þess að verða óháð orku frá Rússlandi. Alþjóðleg nefnd um refsiaðgerðir hefur komist að þeirri niðurstöðu að lýsa ætti Rússland ríki sem styður við hryðjuverk og að landið falli nú undir skilgreininguna á „hryðjuverkaríki“ í Bandaríkjunum og Kanada. Yfirvöld í Rússlandi hafa freistað þess að kenna Bandaríkjamönnum um gaslekann og samkvæmt RIA Novosti sendi utanríkisráðuneytið frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sagði að lekarnir hefðu komið upp á svæði sem væri undir stjórn bandarískra öryggisyfirvalda. Rússar hafa meðal annars vísað til ummæla Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagði í aðdraganda innrásarinnar að ef Rússar færu inn í Úkraínu yrði ekkert af Nord Stream 2. Þess ber þó að geta að Þjóðverjar lokuðu á það samstarf strax í kjölfar innrásarinnar. Stjórnvöld vestanhafs tilkynntu í gær að þau hygðust senda Úkraínumönnum átján Himars-eldflaugakerfi til viðbótar við þau sextán sem þeir hefðu þegar fengið. Úkraínuher hefur notað kerfin í gagnsókn sinni með góðum árangri. Í vopnapakkanum nýja, sem er metinn á 1,1 milljarð Bandaríkjadala, verður einnig að finna 150 brynvarin farartæki, 150 önnur farartæki og kerfi sem munu nýtast Úkraínumönnum til að verjast írönskum drónum sem Rússar hafa verið að nota á vígvellinum. Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Danmörk Svíþjóð Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði í samtali við Sky News í morgun að um væri að ræða viljaverk og fordæmalausa árás. Hann sagði ríki Evrópu þurfa að vera meðvituð um þá ógn sem steðjaði að mikilvægum innviðum. Kofod sagði skemmdarverkin enn fremur áminningu um nauðsyn þess að verða óháð orku frá Rússlandi. Alþjóðleg nefnd um refsiaðgerðir hefur komist að þeirri niðurstöðu að lýsa ætti Rússland ríki sem styður við hryðjuverk og að landið falli nú undir skilgreininguna á „hryðjuverkaríki“ í Bandaríkjunum og Kanada. Yfirvöld í Rússlandi hafa freistað þess að kenna Bandaríkjamönnum um gaslekann og samkvæmt RIA Novosti sendi utanríkisráðuneytið frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sagði að lekarnir hefðu komið upp á svæði sem væri undir stjórn bandarískra öryggisyfirvalda. Rússar hafa meðal annars vísað til ummæla Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem sagði í aðdraganda innrásarinnar að ef Rússar færu inn í Úkraínu yrði ekkert af Nord Stream 2. Þess ber þó að geta að Þjóðverjar lokuðu á það samstarf strax í kjölfar innrásarinnar. Stjórnvöld vestanhafs tilkynntu í gær að þau hygðust senda Úkraínumönnum átján Himars-eldflaugakerfi til viðbótar við þau sextán sem þeir hefðu þegar fengið. Úkraínuher hefur notað kerfin í gagnsókn sinni með góðum árangri. Í vopnapakkanum nýja, sem er metinn á 1,1 milljarð Bandaríkjadala, verður einnig að finna 150 brynvarin farartæki, 150 önnur farartæki og kerfi sem munu nýtast Úkraínumönnum til að verjast írönskum drónum sem Rússar hafa verið að nota á vígvellinum.
Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Danmörk Svíþjóð Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira