Börn Jóakims prins svipt titlum sínum Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 28. september 2022 14:09 Jóakim prins með Marie eiginkonu sinni, börnum þeirra og börnum Jóakims og Alexöndru, fyrrverandi eiginkonu hans. Getty/Patrick van Katwijk Margrét Þórhildur Danadrottning hefur ákveðið að börn Jóakims prins beri í framtíðinni ekki titlana prins og prinsessur. Breytingin tekur gildi þann 1. janúar 2023. Breytingin nær bæði til barnanna tveggja sem hann á með fyrrverandi eiginkonu sinni Alexöndru greyfynju og þeirra tveggja sem hann á með Marie prinsessu, núverandi eiginkonu. Alexandra segist hneyksluð. Öll fjölskyldan sé sammála um það. Bæði Jóakim og núverandi eiginkona hans, María prinsessa. „Við skiljum ekkert í þessari ákvörðun. Við erum sorgmædd og í áfalli. Ákvörðunin kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Börnunum finnst þau útskúfuð. Þau skilja ekki hvers vegna sjálfsmynd þeirra er tekin af þeim,“ segir Alexandra í samtali við BT. Hvað gengur drottningunni til? Jóakim og Alexandra eiga börnin Nikolai og Felix. Jóakim á svo Henrik og Aþenu með núverandi konu sinni Marie. Þau munu áfram geta notast við titlana greifar og greyfynjur af Monpezat. Þann titil fá þau frá afa sínum Hinriki prins sem jafnframt var franskur greifi og hét fullu nafni Hinrik de Laborde de Monpezat. Jakob Steen Olsen er álitsgjafi hjá Berlingske í málefnum konungsfjölskyldunnar. Hann segir óvenjulegt að Alexandra bregðist svo harkalega við. Ákvarðanir Margrétar Þórhildar innan konungsfjölskyldunnar séu yfirleitt ekki til umræðu. Margrét Þórhildur, Guðni Th. Jóhannesson, Eliza Reid og Hinrik prins í Kaupmannahöfn í fyrstu opinberu heimsókn íslensku forsetahjónanna til erlends ríkis árið 2017.Vísir/AFP „Ég spyr mig hver þörfin sé. Hvers vegna að styggja fjölskyldu Jóakims prins þegar það er algjör óþarfi? Þetta snýst ekkert um peninga,“ segir Olsen. Vísar hann til þess að ákvörðunin leiddi ekki til neins sparnaðar fyrir danska ríkið. Börn Jóakims þiggja ekki lengur laun frá danska ríkinu eftir breytingu árið 2016. Olsen telur aðgerðina leið Margrétar drottningar til að styrkja konungsfjölskylduna til framtíðar. „Þetta er tilraun hennar til að snyrta tréð svo það geti haldið áfram að vaxa. “ Friðrik krónprins, sem verður Friðrik X, með eiginkonu sinni Maríu og börnum þeirra. Til vinstri við krónprinsinn er Kristján, elsti sonur þeirra sem yrði Kristján XI. Lengst til hægri er Ísabella sem er á fimmtánda ári í dag. Fremst eru tvíburasystkinin Vincent og Jósefína sem í dag eru á ellefta ári. Myndin var tekin í maí 2018.Getty Ákvörðunin gæti þó kynt undir mögulegum sögusögnum þess efnis að köldu andi milli drottningar og yngri sonar hennar. Það sé goðsögn sem nú væri ýtt undir. Ekki síst vegna þess að börn Friðriks krónprins og Mary krónprinsessu, þau Ísabella, Vincent og Jósefína, haldi sínum titlum sem prinsar og prinsessur. Segja má að Friðrik krónprins og María eiginkona hans hafi nú þegar tryggt erfðaröðina eins langt og hægt er að sjá fram í tímann. Kristján, elsti sonur þeirra, er gjörfulegur ungur maður á sautjánda ári. Ef svo vildi til að honum yrði ekki barna auðið á hann þrjú yngri systkini. Ísabellu sem er tveimur árum yngri en hann og tvíburasystkinin Vincent og Jósefínu sem eru á ellefta aldursári. Nokkuð víst má telja að eitthvert þeirra muni eignast börn í framtíðinni. Kóngafólk Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Alexandra segist hneyksluð. Öll fjölskyldan sé sammála um það. Bæði Jóakim og núverandi eiginkona hans, María prinsessa. „Við skiljum ekkert í þessari ákvörðun. Við erum sorgmædd og í áfalli. Ákvörðunin kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Börnunum finnst þau útskúfuð. Þau skilja ekki hvers vegna sjálfsmynd þeirra er tekin af þeim,“ segir Alexandra í samtali við BT. Hvað gengur drottningunni til? Jóakim og Alexandra eiga börnin Nikolai og Felix. Jóakim á svo Henrik og Aþenu með núverandi konu sinni Marie. Þau munu áfram geta notast við titlana greifar og greyfynjur af Monpezat. Þann titil fá þau frá afa sínum Hinriki prins sem jafnframt var franskur greifi og hét fullu nafni Hinrik de Laborde de Monpezat. Jakob Steen Olsen er álitsgjafi hjá Berlingske í málefnum konungsfjölskyldunnar. Hann segir óvenjulegt að Alexandra bregðist svo harkalega við. Ákvarðanir Margrétar Þórhildar innan konungsfjölskyldunnar séu yfirleitt ekki til umræðu. Margrét Þórhildur, Guðni Th. Jóhannesson, Eliza Reid og Hinrik prins í Kaupmannahöfn í fyrstu opinberu heimsókn íslensku forsetahjónanna til erlends ríkis árið 2017.Vísir/AFP „Ég spyr mig hver þörfin sé. Hvers vegna að styggja fjölskyldu Jóakims prins þegar það er algjör óþarfi? Þetta snýst ekkert um peninga,“ segir Olsen. Vísar hann til þess að ákvörðunin leiddi ekki til neins sparnaðar fyrir danska ríkið. Börn Jóakims þiggja ekki lengur laun frá danska ríkinu eftir breytingu árið 2016. Olsen telur aðgerðina leið Margrétar drottningar til að styrkja konungsfjölskylduna til framtíðar. „Þetta er tilraun hennar til að snyrta tréð svo það geti haldið áfram að vaxa. “ Friðrik krónprins, sem verður Friðrik X, með eiginkonu sinni Maríu og börnum þeirra. Til vinstri við krónprinsinn er Kristján, elsti sonur þeirra sem yrði Kristján XI. Lengst til hægri er Ísabella sem er á fimmtánda ári í dag. Fremst eru tvíburasystkinin Vincent og Jósefína sem í dag eru á ellefta ári. Myndin var tekin í maí 2018.Getty Ákvörðunin gæti þó kynt undir mögulegum sögusögnum þess efnis að köldu andi milli drottningar og yngri sonar hennar. Það sé goðsögn sem nú væri ýtt undir. Ekki síst vegna þess að börn Friðriks krónprins og Mary krónprinsessu, þau Ísabella, Vincent og Jósefína, haldi sínum titlum sem prinsar og prinsessur. Segja má að Friðrik krónprins og María eiginkona hans hafi nú þegar tryggt erfðaröðina eins langt og hægt er að sjá fram í tímann. Kristján, elsti sonur þeirra, er gjörfulegur ungur maður á sautjánda ári. Ef svo vildi til að honum yrði ekki barna auðið á hann þrjú yngri systkini. Ísabellu sem er tveimur árum yngri en hann og tvíburasystkinin Vincent og Jósefínu sem eru á ellefta aldursári. Nokkuð víst má telja að eitthvert þeirra muni eignast börn í framtíðinni.
Kóngafólk Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira