Sýndu tveggja tíma þögult myndband í Rauðagerðismálinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. september 2022 13:45 Murat Selivrada og Claudia Carvalho, tvö sakborninga, voru mætt í Landsrétt í morgun. Vísir Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Landsrétti í dag. Málsmeðferðin hófst á sýningu tveggja klukkustunda langs myndbands, þar sem fylgst er með aðilum máls á ferð þeirra kvöldið sem Armando Beqirai var ráðinn bani. Armando var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar 2021. Armando var skotinn níu skotum en hann lést stuttu síðar. Fjórir eru ákærðir í málinu en Angjelin Sterkaj hefur játað að hafa banað Armando, en hefur haldið því fram að hafa gert það sí sjálfsvörn. Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir verknaðinn í héraði en ríkissaksóknari hefur farið fram á að dómur hans verði þyngdur. Hinir þrír sakborningarnir eru Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Cavalho en þau voru öll sýknuð í héraði. Ríkissaksóknari fer fram á að þau verði sakfelld fyrir sinn þátt sem leiddi til morðsins á Armando. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið fyrir ríkissaksóknara.Vísir Morgunninn hófst á því að Kolbrún Benediktsdóttir, varahérað<fssaksóknari, sýndi tveggja klukkustunda langt myndband. Kolbrún sagði í samtali við fréttastofu nú í hádeginu að ríkissaksóknari hafi óskað eftir því að hún sæki málið líka í Landsrétti vegna þekkingar hennar á málinu frá því það fór fyrir héraðsdóm, en hún sótti málið þar. Myndbandið sem hún sýndi var úr ýmsum öryggismyndavélum, víða um borgina. Var þar fyrst og fremst sýnt frá ferðum sakborninganna fjögurra um Reykjavík og Armandos sömuleiðis. Myndbandið var langt, hljóðlaust og svarthvítt en fréttastofa fjallaði ítarlega um innihald myndbandsins þegar það var sýnt í héraðsdómi fyrir ári síðan. Nokkrum myndbrotum hafði þó verið bætt við myndbandið frá því það var sýnt í héraði. Fyrst var það upptaka úr öryggismyndavél lögreglubíls þegar Murat var stoppaður í Brautarholti um klukkan ellefu kvöldið 13. febrúar. Mátti þar heyra fyrstu hljóðin í myndbandinu: sönglandi lögreglukonu. Þá var búið að bæta við nokkrum myndbrotum úr öryggismyndavélum bensínstöðva, sem náð höfðu myndum af Claudiu annars vegar og Angjelin og Shpetim hins vegar á ferðalagi norður í land, þar sem þau vörðu nokkrum tíma í Varmahlíð eftir morðið á Armando. Deila um hlut þríeykisins Þessi þögla sýning, utan nokkurra innskota um hvað væri að sjá á skjánum frá Kolbrúnu, varði sem áður segir í tvær klukkustundir. Mátti af máli Kolbrúnar nema áherslu saksóknara á hlut Murats, Shpetims og Claudiu í málinu. Aðaldeiluefnið fyrir Landsrétti er það hvort þríeykið hafi vitað af morðinu, fyrir og rétt eftir morðið. Angjelin hefur tekið fyrir að hafa deilt því með nokkrum að hafa myrt Armando rétt eftir atburðinn. Þá hefur þríeykið neitað því að hafa vitað nokkuð um meintar fyrirætlanir Angjelins, en hann hefur neitað því staðfastlega að hafa skipulagt morðið. Ákæruvaldið hefur farið fram á að Murat, Shpetim og Claudia verði sakfelld fyrir samverknað. Síðan sýningu áðurnefnds myndbands lauk hefur skýrsla Angjelins fyrir héraðsdómi verið sýnd. Fréttastofa fjallaði um skýrslu Angjelins þegar hann gaf hana í héraði. Dómsmál Morð í Rauðagerði Reykjavík Tengdar fréttir Krefjast þyngri refsingar fyrir morðið í Rauðagerði Ríkissaksóknari fer fram á að dómurinn yfir Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu verði þyngdur. Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021. 28. september 2022 11:25 Lögregla sökuð um að hafa borið púðurleifar á grunaðan í Rauðagerðismálinu Litháískur ríkisborgari hefur kvartað til nefndar um eftirlit með lögreglu og krefst rannsóknar á því hvort lögregla hafi gerst brotleg þegar hann var handtekinn og síðar dæmdur í gæsluvarðahald í kjölfar morðsins í Rauðagerði. 3. febrúar 2022 07:52 „Rauðagerðismálið ber einkenni mafíumorða“ Íslenskt samfélag var skekið í upphafi árs þegar karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. Afbrotafræðingur segir morð af þessu tagi aldrei hafa sést hér á landi. 16. desember 2021 07:01 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Armando var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar 2021. Armando var skotinn níu skotum en hann lést stuttu síðar. Fjórir eru ákærðir í málinu en Angjelin Sterkaj hefur játað að hafa banað Armando, en hefur haldið því fram að hafa gert það sí sjálfsvörn. Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir verknaðinn í héraði en ríkissaksóknari hefur farið fram á að dómur hans verði þyngdur. Hinir þrír sakborningarnir eru Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Cavalho en þau voru öll sýknuð í héraði. Ríkissaksóknari fer fram á að þau verði sakfelld fyrir sinn þátt sem leiddi til morðsins á Armando. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið fyrir ríkissaksóknara.Vísir Morgunninn hófst á því að Kolbrún Benediktsdóttir, varahérað<fssaksóknari, sýndi tveggja klukkustunda langt myndband. Kolbrún sagði í samtali við fréttastofu nú í hádeginu að ríkissaksóknari hafi óskað eftir því að hún sæki málið líka í Landsrétti vegna þekkingar hennar á málinu frá því það fór fyrir héraðsdóm, en hún sótti málið þar. Myndbandið sem hún sýndi var úr ýmsum öryggismyndavélum, víða um borgina. Var þar fyrst og fremst sýnt frá ferðum sakborninganna fjögurra um Reykjavík og Armandos sömuleiðis. Myndbandið var langt, hljóðlaust og svarthvítt en fréttastofa fjallaði ítarlega um innihald myndbandsins þegar það var sýnt í héraðsdómi fyrir ári síðan. Nokkrum myndbrotum hafði þó verið bætt við myndbandið frá því það var sýnt í héraði. Fyrst var það upptaka úr öryggismyndavél lögreglubíls þegar Murat var stoppaður í Brautarholti um klukkan ellefu kvöldið 13. febrúar. Mátti þar heyra fyrstu hljóðin í myndbandinu: sönglandi lögreglukonu. Þá var búið að bæta við nokkrum myndbrotum úr öryggismyndavélum bensínstöðva, sem náð höfðu myndum af Claudiu annars vegar og Angjelin og Shpetim hins vegar á ferðalagi norður í land, þar sem þau vörðu nokkrum tíma í Varmahlíð eftir morðið á Armando. Deila um hlut þríeykisins Þessi þögla sýning, utan nokkurra innskota um hvað væri að sjá á skjánum frá Kolbrúnu, varði sem áður segir í tvær klukkustundir. Mátti af máli Kolbrúnar nema áherslu saksóknara á hlut Murats, Shpetims og Claudiu í málinu. Aðaldeiluefnið fyrir Landsrétti er það hvort þríeykið hafi vitað af morðinu, fyrir og rétt eftir morðið. Angjelin hefur tekið fyrir að hafa deilt því með nokkrum að hafa myrt Armando rétt eftir atburðinn. Þá hefur þríeykið neitað því að hafa vitað nokkuð um meintar fyrirætlanir Angjelins, en hann hefur neitað því staðfastlega að hafa skipulagt morðið. Ákæruvaldið hefur farið fram á að Murat, Shpetim og Claudia verði sakfelld fyrir samverknað. Síðan sýningu áðurnefnds myndbands lauk hefur skýrsla Angjelins fyrir héraðsdómi verið sýnd. Fréttastofa fjallaði um skýrslu Angjelins þegar hann gaf hana í héraði.
Dómsmál Morð í Rauðagerði Reykjavík Tengdar fréttir Krefjast þyngri refsingar fyrir morðið í Rauðagerði Ríkissaksóknari fer fram á að dómurinn yfir Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu verði þyngdur. Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021. 28. september 2022 11:25 Lögregla sökuð um að hafa borið púðurleifar á grunaðan í Rauðagerðismálinu Litháískur ríkisborgari hefur kvartað til nefndar um eftirlit með lögreglu og krefst rannsóknar á því hvort lögregla hafi gerst brotleg þegar hann var handtekinn og síðar dæmdur í gæsluvarðahald í kjölfar morðsins í Rauðagerði. 3. febrúar 2022 07:52 „Rauðagerðismálið ber einkenni mafíumorða“ Íslenskt samfélag var skekið í upphafi árs þegar karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. Afbrotafræðingur segir morð af þessu tagi aldrei hafa sést hér á landi. 16. desember 2021 07:01 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Krefjast þyngri refsingar fyrir morðið í Rauðagerði Ríkissaksóknari fer fram á að dómurinn yfir Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu verði þyngdur. Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021. 28. september 2022 11:25
Lögregla sökuð um að hafa borið púðurleifar á grunaðan í Rauðagerðismálinu Litháískur ríkisborgari hefur kvartað til nefndar um eftirlit með lögreglu og krefst rannsóknar á því hvort lögregla hafi gerst brotleg þegar hann var handtekinn og síðar dæmdur í gæsluvarðahald í kjölfar morðsins í Rauðagerði. 3. febrúar 2022 07:52
„Rauðagerðismálið ber einkenni mafíumorða“ Íslenskt samfélag var skekið í upphafi árs þegar karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. Afbrotafræðingur segir morð af þessu tagi aldrei hafa sést hér á landi. 16. desember 2021 07:01