Kaldur raunveruleiki konu í kvikmyndagerð og viðleitni hennar í áratug við að koma bíómynd á koppinn Ingibjörg Reynisdóttir skrifar 28. september 2022 12:40 Þegar ég sest niður til að fara yfir síðasta áratug og rifja upp rússíbanareiðina sem ég er búin að ganga í gegnum við að reyna koma kvikmynd á koppinn, er ég löngu komin yfir frústerasjón og taugatitring, því eitt af því sem þetta ferli hefur kennt mér er æðruleysi og óþrjótandi þolinmæði. Ég er komin á þann stað að láta ekki hinar síendurteknu hafnanir taka mig úr sambandi. Ég lagði af stað í ferðalag fyrir tæpum áratug síðan, uppfull af spennu fyrir verkefninu sem ég stóð frammi fyrir, innblásin af því að koma skemmtilegri og óhefðbundinni sögu á hvíta tjaldið. Árið 2014 gaf ég út mína síðustu bók sem ber heitið Rogastanz. Áður hafði ég skrifað leikverkið, Móðir mín dóttir mín sem var opnunaratriði Bjartra daga í Hafnarfirði árið 2005, einnig tvær unglingabækur 2007 og 2008 sem ég skrifaði kvikmyndahandritið Óróa upp úr og var myndin frumsýnd árið 2010 við góðar undirtektir. Hún hlaut 11 tilnefningar til Edduverðlaunanna árið eftir og átti góðu gengi að fagna víða um heim á kvikmyndahátíðum, þar sem hún vann til nokkurra verðlauna. Árið 2012 sendi ég frá mér bókina Gísli á Uppsölum sem tróndi í fyrsta sæti metsölulistans alla jólavertíðina og var söluhæsta bók þess árs. Eftir að Rogastanz kom út, fannst mér efni hennar henta kvikmyndaforminu vel og ákvað að demba mér í að leggja grunninn að kvikmyndahandriti. Ef ég hefði vitað á þeim tímapunkti hvað biði mín, hefði ég eflaust aldrei lagt af stað í þessa svaðilför, en þarna var ég uppfull af bjartsýni og sköpunargleði og ekkert fékk mig stöðvað. Ég ætlaði að feta þau þrep sem til þurfti, þ.e. að sækja um handritastyrkina þrjá sem í boði eru hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands og þróa verkefnið þangað til að það væri orðið hæft til umsóknar um framleiðslustyrk. Á þessum tíma ákvað ég að einbeita mér eingöngu að þessu og dró mig í hlé frá öðrum skrifum og var lítið upptekin af því að trana mér fram sem leikkona. Lífið samhliða ferlinu Ég sótti um starf í Konukoti, þar sem ég vann nær eingöngu á næturvöktum og þar átti ég eftir að vera næstu þrjú árin eða öll árin sem ég var í handritaumsóknaferlinu. Það gekk nokkuð vel, ég fékk jákvætt svar úr fyrstu umsókn, höfnun á umsókn nr. tvö og ekkert óeðlilegt við það. KMÍ gefur sér u.þ.b þrjá mánuði til að fjalla um verkin, þannig að allt árið fór í þetta annað þrep eftir höfnunina. Ég sótti svo um aftur og fékk jákvætt svar í seinni adrennu um styrk nr. tvö og svo aftur jákvætt í fyrstu tilraunum þegar ég sótti um þriðja og síðasta handritsstyrkinn. Þarna hafði ég sótt handritasmiðju á vegum Stockfish filmfestival með verkefnið sem tékkneskur kvikmyndagerðarmaður og skólastjóri leiddi og eins hafði ég farið í þriggja daga ,,story seminar" hjá hinum þekkta Robert McKee í London til að styrkja verkefnið og næla mér í meiri þekkingu. Þegar þarna er komið sögu, var ég að brenna út í Konukoti, enda krefjandi vinna en á sama tíma ákaflega gefandi að svo mörgu leiti. Þar kynntist ég lífi og tilveru kvenna sem lifðu á jaðri samfélagsins. Raunveruleiki þeirra, áföll og sorgir voru ekkert í líkingu við lúxusvandamál mín. Þetta var virkilega þroskandi tími og það var nærandi fyrir sálina að láta gott af sér leiða og getað verið stuðningur og áheyrandi þegar þær þurftu á samtali, peppi eða á faðmlagi að halda. Í byrjun árs 2018 hóf ég störf hjá Reykjavíkurborg í úrræði sem síðar varð að Öryggisvistun, en úrræðið er fyrir menn sem eru að taka út dóma en eru ekki settir í fangelsin vegna fjölþættra vanda. Það er óhætt að segja að sú vinna hafi heltekið mig. Ég sökkti mér niður í greinar um allskyns frávik því verkefnin voru ærin og betra að kynna sér hvaða nálgun væri farsælust þegar kemur að fólki með mikla og erfiða sögu sem hefur áhrif á allt í þeirra daglega lífi. Atvinna mín varð að mikilli hugsjónarvinnu sem nærði eitthvað innra með mér því ég vissi að ég var að gera gagn en á sama tíma hef ég aldrei unnið við eins krefjandi starf á ævinni, því er vart hægt að lýsa með nægilega sterkum orðum. Framleiðsluumsóknir hefjast, grunlaus um það hvað framundan var Á sama tíma og þessi áhugaverða vinna heltók mig, var ég lögð af stað í umsóknarferli hjá KMÍ um framleiðslustyrk með framleiðendum sem hafa verið lengi í bransanum og ég hafði unnið með áður. Í fyrstu umsókninni sótti ég um með karlkyns leikstjóra sem hefur gert fjöldan allan af kvikmyndum og sjónvarpsefni. Það er skemmst frá því að segja að við fengum höfnun, sem var auðvitað súrt en ég beit í það súra og hugsaði með mér að þetta væri líklega eðlilegt, það væru eflaust margir umsækjendur á undan okkur og peningur stofnunarinnar af skornum skammti svo það væri vandi úr að velja. Við fengum fund með ráðgjafa verkefnisins, farið var vítt og breytt um það hvernig hægt væri að styrkja handritið og ráðgjafi benti á eitt og annað sem hann áleit vert að vinna með fyrir næstu umsókn. Ég hóf að endurskrifa handritið og tók í það góðan tíma. Um þetta leiti fékk leikstjórinn sem var skráður á verkefnið vilyrði fyrir annari mynd og var þá gert samkomulag um að hann yrði ekki á næstu umsókn, því ólíklegt þótti að hann fengi vilyrði fyrir tvær myndir með svo stuttu millibili. Ég ákvað að sækja um í tveggja helga handritasmiðju og komst þar inn. Þar var ég í hóp með frábæru fagfólki, sem kom með helling af nytsamlegum hugmyndum og nótum um það hvernig hægt væri að styrkja handritið. Ég kláraði yfirferðina og fékk fagfólk til að lesa yfir nýtt draft. Þarna tók einnig við leit að nýjum leikstjóra og var það tímafrekt, því fólk hefur mikið að gera og þarf tíma áður en það getur lagst yfir handritalestur. Á endanum tók kvenleikstjóri þetta að sér, kona sem er menntaður leikari og búin að klára leikstjórn og framleiðslu hjá Kvikmyndaskóla Íslands, auk þess að hafa áralanga reynsu af leiklistarkennslu og hefur starfað í skemmtanabransanum í 20 ár. Hún var fædd í að leikstýra einmitt þessu verkefni. Ég hafði leikið í nokkrum myndum hjá henni í Kvikmyndaskólanum og vissi að hún var og er metnaðagjörn, hafði glöggt auga og sérstaklega góða tilfinningu fyrir tempói og "time-ingu". Einnig hafði hún unnið verðlaun sem besti leikstjórinn fyrir útskriftarverkefnið sitt á sínum tíma. Umsókn nr. tvö fer inn til KMÍ árið 2018 og eins og gengur tekur tíma að fá úr því skorið hver niðurstaðan er. Seinnipart árs fáum við höfnun aftur. Auðvitað fylgdu því vonbrigði og ákveðin frústerasjón, en áfram gakk. Við fáum fund með þessum sama ráðgjafa og hafði fylgt verkefninu eftir frá handritstyrk nr. tvö. Hann kemur með athugasemdir á handrit og leggur til, þar sem leikstjóri er ekki með nýlegt efni til að sýna þeim, að við tökum upp leikaraprufur sem gæti sýnt þeim betur hvernig samvinnu okkar yrði háttað, en ég ætla sem sagt sjálf að túlka aðalpersónu verkefnisins. Nú skyldi þetta hafast Við leggjum á ráðin eftir fundinn. Nú voru góð ráð dýr og betra að vanda til verka svo ekki verði hægt að hanka okkur á neinu. Við leggjum af stað í langt og strang ferðalag að þessu sinni sem tók eitt og hálft ár. Við byrjuðum á því að skrifa senur upp úr handritinu með rauðum þræði til að taka upp. Eftir það tókum við leikaraprufur og veljum leikara til að taka þátt. Þar næst er farið að leita að kvikmyndagerðarfólki. Við ætluðum að gera þetta vel þrátt fyrir að vera að gera þetta algjörlega á hnefanum með ekkert fjármagn. Allir þeir sem tóku þátt höfðu kynnt sér verkefnið og voru tilbúnir að leggja fram krafta sína, með það fyrir augum, að ef þetta næði fram að ganga væru þessir aðilar með vinnuna þegar hin raunverulega framleiðsla færi í gang. Við vorum með landsliðið í íslenskri kvikmyndagerð um borð. Við fórum í ,,location scouting", gerðum allt klárt og hófum tökur. Ég sá bæði um að leika og hafa nægan mat fyrir mannskapinn klárann. Við fengum fjölskyldu, vini og vandamenn í lið með okkur sem tóku að sér hlutverk statista og allskyns önnur störf á bak við tjöldin og það er óhætt að segja að þarna reyndi verulega á bæði mig og leikstjórann að vinna undir álagi, því við þurftum að halda utan um allt ferlið. Eftir tökur tók svo við margra mánaða eftirvinnsla, því fólk var upptekið í sinni launuðu vinnu, þetta var jú ólaunað og sýndum við því fullan skilning. Fyrir utan þetta þurfti svo að leggjast yfir handritið aftur og vinna það eins vel og hægt var, m.a með nótur ráðgjafa að leiðarljósi. Hinar uppteknu senur komu vel út og einn af okkar virtustu leikstjórum, sagði að þetta væri ,,full blown pródúsjón" og að það væri bara ekki hægt að hafna umsókninni með þetta efni inni. Auk þess að myndefnið hafi verið sent inn með umsóknargögnum, þá hafði ég í millitíðinni sett mig í sambandi við einn fremsta leikara Dana, sem hvert mannsbarn á Íslandi þekkir. Þetta er maður sem hefur auk þess að vera leikari, framleitt og skrifað efni sem er feykivinsælt. Það hefur farið víða og m.a fyllt bíóhúsin. Ég sendi honum hið upptekna efni ásamt handriti, til að athuga hvort við mættum setja nafn hans á umsóknina sem einn af aðalleikurum verkefnisins, en það er stór danskur karakter í myndinni. Hann svaraði daginn eftir, eftir að hafa fengið gögnin í hendurnar, sagði að þetta væri stórskemmtilegt, fannst þetta flott og skothelt upptekið efni og að við mættum endilega hafa nafn hans með á umsókn. Umsóknin fer svo loks inn árið 2020. Við tók lengri bið en nokkurn tímann áður. Það sem hjálpaði mér við að halda geðheilsunni meðan á biðinni stóð, var hasarinn í minni daglegu vinnu. Þar var aldrei lognmolla og á ég skjólstæðingum mínum miklar þakkir fyrir að hafa haldið mér upptekinni við aðra hluti, hið raunverulega líf. Ég reyndi líka að gera allt sem í mínu valdi stóð til að gera líf þeirra bærilegra, lagði mig alla fram við að byggja upp traust og lauma inn allskyns góðum heilræðum um lífið og tilveruna í von um að það myndi ná til þeirra og kveikja hjá þeim von um betra líf. Það var mér afar mikilvægt að þeir færu á einhverjum tímapunkti aftur út í samfélagið og þá sem heilsteyptari og sterkari einstaklingar. Þarna hófust sérkennilegheitin fyrir alvöru, umsagnir rágjafa í kross Að endingu bárust niðurstöður KMÍ. Í ljós kom að ráðgjafinn sem hafði óskað eftir ,,leikaraprufum" en fékk efni í hendurnar sem var á allt öðrum skala, hafði farið yfir umsóknina, en ákvað eftir það að gefa verkefnið frá sér, því hann væri orðinn svo samdauna því. Þetta var því sett í hendur annars ráðgjafa sem kom að því alveg kaldur. Sá hafnar umsókninni og rökin sem hann kom með, voru í bullandi mótsögn við allt það sem fyrri ráðgjafi hafði lagt til. Allt það sem honum hafði þótt gott, þótti þessum vont. Þarna má segja að mér hafi fallist hendur. Eftir alla vinnuna, blóðið, svitann og tárin. Þarna hugsaði ég; Hvernig geta þau gert þetta? Hvernig geta þau bara hent þessu á nýjan ráðgjafa, sem kemur með ábendingar, sem eru í algjörri þversögn við allt það sem fyrri ráðgjafi tíndi til sem kosti, ráðgjafans sem raunverulega hafði kallað eftir uppteknu efni og gefur þetta svo frá sér? Hvernig er hægt að vinna listrænt verkefni undir þessum kringumstæðum? Er þetta taktík sem þau nota til að kasta verkefnum út af borðinu? Í hvorn fótinn á ég eiginlega að stíga? Ég skrifa langt bréf til forstöðumanns og framleiðslustjóra KMÍ, um það hvað mér fyndist þessi vinnubrögð ómarkviss og sérkennileg og úr varð að við fengum fund með þeim stöllum. Við mættum á fundinn og ég var búin að ákveða að vera jákvæð og hafa fundinn á góðum nótum þrátt fyrir að mér hafi fundist verulega komið aftan að okkur. Ýmislegt var reifað og forstöðumaður lagði m.a. til að við fengjum erlendan ,,script doctor" til að lesa yfir og gefa okkur nótur. Við kvöddum með það og áfram var haldið á þessari torfærnu braut, en ég er ekki týpa sem gefst svo auðveldlega upp, við gátum einfaldlega ekki gefist upp þarna eftir allt sem við höfðum lagt á okkur fram til þessa. Við tókum einnig fund með þessum nýja ráðgjafa. Hann benti m.a á að það mætti hafa karakterinn beinskeyttari í upphafi og síðan mildari eftir því sem á leið. Ég benti honum þá góðlátlega á að það væru til allar útfærslur á þessum karakter eftir öll endurskrifin og ef ég myndi senda honum draft nr. fjórtán þá væru hún þannig þar, en þá þótti hún ekki nógu ,,sympatísk" samkvæmt fyrri ráðgjafa, bara svo eitt dæmi sé tekið um mismunandi álit. Við reyndum að finna einhvern flöt á næstu endurskrifum í samráði við hann og virtumst ná því að ágætu leiti áður en fundi var slitið. Tveir erlendir ,,Script doctorar" voru ráðnir og komu með góðar nótur. Annar þeirra hóf mál sitt á eftirfarandi texta: Sara’s journey to conceive and become a mother is a rollercoaster of emotions. She is very likeable while being a complex person. Her life is relatable. The use of her humor and sorrow help the reader to connect to her passions and loneliness. I think this will make a terrific film because you capture the complexities of relationships and a woman’s desire to find acceptance, love and the goal of becoming a mother at any cost. Handritið munaðarlaust, enn fleiri ráðgjafar Við tóku enn ein endurskrifin með öllum þeim tíma og vangaveltum sem því fylgir. Eins er til ensk útgáfa af handiritinu sem endalaust þurfti að vera að uppfæra og það var ekki síður mikil vinna. Loks fór umsókn nr. fjögur inn. Það er skemmst frá því að segja að ráðgjafinn sem hafði gefið okkur síðustu umsögn og var kominn á verkefnið, hafði þá skyndilega hætt störfum við stofnunina, handritið var orðið illa munaðarlaust þarna inni og nú lenti það á enn einum nýjum, sem kom að því alveg svellkaldur. Sú umsögn var þess eðlis að mér var verulega brugðið við lesturinn. Mér hefur aldrei borist eins ódiplómatískt bréf við erindi frá opinberri stofnun og þessa umsögn. Tónninn var þannig að ég upplifði vanvirðingu og hroka við okkur aðstandendur umsóknarinnar, en það hefði með einföldum hætti verið hægt að nota vandaðra orðalag. Mér fannst þetta varla svaravert, en gat þó ekki orða bundist og sendi bréf til forstöðumanns og framleiðslustjóra, til að árétta ýmislegt sem þarna kom fram en á köflum fannst mér eins og það hafi bara verið rétt skautað yfir handritið, því sumt af því sem kom fram ,,meikaði bara ekki sens" svo ég sletti. Eftir að hafa lokið máli mínu, sagðist ég auðvitað þurfa að una við þessa niðurstöðu og að við myndum finna þessu annan farveg, en vitnaði í orð af heimasíðu þeirra, þar sem konur eru eindregið hvattar til að sækja um í sjóðinn, þar sem hlutfall karlumsækjenda sé töluvert hærra. Þarna höfðum við heldur betur gert tilraunir með handrit sem hafði verið í þróun í mörg ár með konu sem handritshöfund, konu sem leikstjóra og konu í aðalhlutverki. Ég stóð á krossgötum. Hvert stefndi ég með þetta nú? Ég og framleiðendur mínir ákváðum að samvinna okkar með þetta verkefni væri liðin undir lok og ákváðum að slíta samningi og var það gert í mesta bróðerni. Ég og leikstjórinn reyndum þó enn að finna þessu farveg og tókum m.a fundi með nokkrum leikstjórum sem höfðu gert sínar myndir án aðkomu sjóðsins bara svona til að fá tilfinningu fyrir því hvað hægt væri að gera. Öflugar konur leggja á ráðin Ég setti mig í samband við mikilreyndan kvenframleiðanda í bransanum, einmitt með þessa sömu fyrirspurn og sýndi henni senurnar sem við höfðum tekið upp. Hún kolféll fyrir þeim, fannst þetta frábært efni sem væri raunverulega vöntun á og vildi endilega hitta okkur á fundi. Þarna vorum við þrjár sterkar konur samankomnar til að breinstorma um það hvernig hægt væri að láta kvikmyndina verða að veruleika. Hún ákveður að hoppa á vagninn með okkur en segir að við verðum að gera eina tilraun enn hjá sjóðnum því það skipti svo miklu máli að fá grænt ljós frá þeim upp á að fullfjármagna myndina með erlendu fjármagni. Mér féllust eiginlega hendur að ætla að legga af stað með umsókn þangað inn eina ferðina enn. Hafði eiginlega heitið mér að sækja aldrei um þarna aftur eftir þessa útreið sem er náttúrulega sorgleg staðreynd, að ferlið sé það letjandi að skapandi fólk bara hörfi, hætti við og fari að snúa sér að öðru. Þetta var í lok ársins 2020 og við vorum allar frekar uppteknar en ákváðum að reyna að hittast á reglulegum fundum til að taka góðan hring á handritið enn eina ferðina. Okkur tókst það á nokkrum mánuðum en við ákváðum líka að gera svokallaða ,,look book" sem er kynningarefni fyrir myndina til að koma með viðbót. Til þess þurfti grafískan hönnuð. Ásamt honum þurftum við sjálfar að græja allan texta sem nota átti og útvega myndir. Þetta var einnig margra mánaða vinna. Auk þessa voru öll umsóknargögn uppfærð, greinargerð, fjárhagsáætlanir og annað sem þurfti að hafa með. Stöð 2 hafði tekið með okkur fund eftir að hafa skoðað efnið, þar á bæ var einnig talað um að það væri vöntum á slíku efni, eina góða Reykjavíkursögu og ekki skemmdi fyrir að hafa danska leikarann með. Þau voru tilbúin að taka verkefnið til sýningar hjá sér og vera þátttakendur. Danski leikarinn var ennþá inni, senurnar á sínum stað og "look" bókinni bætt við. Í apríl á þessu ári, einu og hálfu ári eftir fyrsta fundinn okkar þriggja var umsókn loks send inn, í fimmta sinn. Nú vorum við þrjár sterkar konur í brúnni í helstu lykilstöðum, mikill reynslubolti sem framleiðandi og umsóknin upp á tíu. Við tók biðin víðfræga. Ég vissi að það gæti brugðið til beggja vona en hélt auðvitað í þá von að nú væri þetta komið. Ég hélt áfram að sinna minni vinnu í Öryggisvistun og þar sem ég hafði nú orðið áralanga reynslu í að starfa með fólki með áfallasögu, ákvað ég að demba mér í Dáleiðsluskóla Íslands til að viðhalda þekkingu og til að staðna ekki á vegferð minni í lífsins ólgusjó. Ég útskrifaðist þaðan sem klínískur meðferðardáleiðari núna í vor og var þetta skemmtilegt, áhugavert og krefjandi nám. Ný athugasemd sem hefði mátt koma fram á fyrri stigum Um miðjan júlí bárust okkur svo niðurstöðu KMÍ og nei, þetta reyndist heldur ekki duga til. Enn einn nýr ráðgjafi gefur verkefninu í raun glimrandi góða umsögn og virðist ánægður með handritið, tekur fram að það sé vel unnið með góðri uppbyggingu og skýrum persónum. En það sem að þessu sinni virtist vera ljónið í veginum var að leikstjórinn væri ekki með nægilega nýlegt efni til að sýna, fyrir utan þessar senur sem sendar voru með, en þær voru einmitt gerðar sérstaklega að ósk KMÍ og fyrir stofnunina til að sýna fram á hæfi. Þessi leikstjóra athugasemd hafði aldrei komið fram áður, það hefði verið gott að vita þetta áður en við fórum í undirbúning á fimmtu umsókninni, jafnvel bara á umsókn nr tvö. Nú var myndefnið sem danskur stórleikari sá, hreifst af og treysti leikstjóranum fyrir, ekki nóg. Myndefni sem fjöldinn allur af fagfólki hafði séð, þótt skemmtilegt, faglega unnið og vakið þannig forvitni að það vildi sjá meira, ekki vera nóg fyrir KMÍ. Við tókum fund með framleiðslustjóra og ráðgjafa, til að spyrja hvort það hefðu verið einhverjar leikstjórnarlegar athugasemdir á senurnar en það var fátt um svör. Einungis að nú var ekki hægt að treysta leikstjóranum fyrir X mörgum milljónum því hún hafði ekki gert stuttmynd nýlega. Við spurðum af hverju við hefðum þá ekki frekar verið hvattar til þess á sínum tíma í stað þess að vera hvattar til að gera þessar senur og svarið sem við fengum var að þeim bæri ekki benda okkur á neitt, við ættum bara að finna það hjá okkur sjálfar. Til hvers er þessi stofnun eiginlega? Hvernig er verklaginu þarna háttað? Það er bara farið í allskonar hringi með allt sem er sagt, ábyrgðin liggur aldrei hjá þeim. Fólki er þvælt fram og tilbaka í allskonar hringi og það var greinilega búið að ákveða á fyrstu stigum ferilsins, að þessi mynd væri ekki að fara í gegn því peningurinn hefur verið eyrnamerktur öðrum. Það hefði verið heiðarlegra að fá að vita það strax svo við hefðum ekki þurft að eyða öllum þessum tíma, þessari orku og gígantísku vinnu í að eltast við eitthvað sem aldrei átti að fara í gegn. Þarna er verið að sýsla með opinbert fé, en þeir fjármunir virðast eingöngu rata til verkefna sem eru ,,hátíðarhæf´´, þ.e.a.s. listrænna mynda. Að sjálfsögðu þarf að vera jafnvægi þarna á því almenningur, sem er jú fólkið sem leggur til þetta fé, hefur líka gaman af léttum samtímasögum sem gerast í borg og það er ósanngjarnt ef þær myndir fá ekki stuðning líka til að líta dagsins ljós, sem og aðrar tegundir mynda auðvitað. Þetta eru síðustu fréttir af gangi mála. Ég er aftur komin á byrjunarreit eftir 8 ára viðleitni. Sit nú uppi með framúrskarandi handrit, þótt ég segi sjálf frá, reynslumikinn framleiðanda, frábæran leikstjóra og danskan stórleikara sem hefur áhuga á að vera með. Fullbúna afurð sem ekki er hægt að framleiða því það strandar á fjármagni. Á þessu ferli hef ég séð nokkur verkefni sem hóf umsóknarferli á eftir mér, taka fram úr og hef ég setið á frumsýningum nokkurra þeirra. Konur og kvikmyndagerð Það er mikið hamrað á því að það þurfi að efla konur í íslenskri kvikmyndagerð. Ég er enginn nýgræðingur þegar kemur að skrifum eða í bransanum yfirleitt, en ef þetta er það sem bíður kvenna sem vilja reyna fyrir sér í kvikmyndagerð, jafnvel reynsluminni konur en við, er ég ansi hrædd um að margar þeirra hrökklist því miður frá og í önnur störf. Órói fór í gegn hjá KMÍ á hálfu ári, leikstjóri þeirra myndar var ungur og metnaðagjarn karlmaður, hann hafði gert eina stuttmynd þá og var hvorki með leiklistar- né leikstjórnarmenntun. KMÍ veðjaði á hann og hann fékk tækifæri sem hefur fleytt honum langt, sem er frábært, en ég velti fyrir mér af hverju konu er ekki gefið slíkt tækifæri líka, konu sem hefur farið í gegnum leiklistar- og leikstjórnarnám, unnið leikstjórnarverðlaun fyrir lokaverkefnið sitt, verið í skemmtanabransanum í 20 ár og leikstýrt myndefni sérstaklega fyrir sjóðinn til að sýna fram á hæfi. Þeirri spurningu verður ekki svarað hér. Við erum þó ekki af baki dottnar og það má kannski taka fram, svona áður en ég lýk máli mínu, að ef það skyldu leynast fjárfestar, athafnamenn eða konur þarna úti með áhuga á kvikmyndagerð og eru tilbúnir að veðja á okkur og demba sér í smá ævintýri, þá er velkomið að hafa samband til að kynna sér verkefnið nánar. Einnig ef það er kvikmyndagerðarfólk þarna úti sem hefði áhuga á að leggja þessu verkefni lið með einum eða öðrum hætti, þá endilega gerið slíkt hið sama. Ég fann mig knúna til að deila þessari reynslu minni enda kraumar óánægja víða í stéttinni en fæstir eru tilbúnir að stíga fram og deila reynslu sinni. Ég hef engu að tapa, mun ekki leggja af stað í nánustu framtíð með verkefni þarna inn og á kannski aldrei afturkvæmt eftir þessi skrif, en vonandi verða gerðar einhverjar breytingar í kjölfar þessarar umfjöllunnar, sem mun ryðja brautina fyrir komandi kynslóðir. Það er orðið löngu tímabært að hrista upp í þessu pólitíska batteríi, svo það sé nú bara sagt á mannamáli. Seigla hefur gjarnan loðað við mig og það sem ekki drepur mann herðir mann, en það er óhætt að segja að þetta sé lengsta meðganga sem ég hef gengið í gegnum með nokkurt verkefni, en ég er á sama tíma viss um að þetta eigi líka á endanum eftir að verða gerðarlegt barn. Höfundur er rithöfundur og leikari með meiru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þegar ég sest niður til að fara yfir síðasta áratug og rifja upp rússíbanareiðina sem ég er búin að ganga í gegnum við að reyna koma kvikmynd á koppinn, er ég löngu komin yfir frústerasjón og taugatitring, því eitt af því sem þetta ferli hefur kennt mér er æðruleysi og óþrjótandi þolinmæði. Ég er komin á þann stað að láta ekki hinar síendurteknu hafnanir taka mig úr sambandi. Ég lagði af stað í ferðalag fyrir tæpum áratug síðan, uppfull af spennu fyrir verkefninu sem ég stóð frammi fyrir, innblásin af því að koma skemmtilegri og óhefðbundinni sögu á hvíta tjaldið. Árið 2014 gaf ég út mína síðustu bók sem ber heitið Rogastanz. Áður hafði ég skrifað leikverkið, Móðir mín dóttir mín sem var opnunaratriði Bjartra daga í Hafnarfirði árið 2005, einnig tvær unglingabækur 2007 og 2008 sem ég skrifaði kvikmyndahandritið Óróa upp úr og var myndin frumsýnd árið 2010 við góðar undirtektir. Hún hlaut 11 tilnefningar til Edduverðlaunanna árið eftir og átti góðu gengi að fagna víða um heim á kvikmyndahátíðum, þar sem hún vann til nokkurra verðlauna. Árið 2012 sendi ég frá mér bókina Gísli á Uppsölum sem tróndi í fyrsta sæti metsölulistans alla jólavertíðina og var söluhæsta bók þess árs. Eftir að Rogastanz kom út, fannst mér efni hennar henta kvikmyndaforminu vel og ákvað að demba mér í að leggja grunninn að kvikmyndahandriti. Ef ég hefði vitað á þeim tímapunkti hvað biði mín, hefði ég eflaust aldrei lagt af stað í þessa svaðilför, en þarna var ég uppfull af bjartsýni og sköpunargleði og ekkert fékk mig stöðvað. Ég ætlaði að feta þau þrep sem til þurfti, þ.e. að sækja um handritastyrkina þrjá sem í boði eru hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands og þróa verkefnið þangað til að það væri orðið hæft til umsóknar um framleiðslustyrk. Á þessum tíma ákvað ég að einbeita mér eingöngu að þessu og dró mig í hlé frá öðrum skrifum og var lítið upptekin af því að trana mér fram sem leikkona. Lífið samhliða ferlinu Ég sótti um starf í Konukoti, þar sem ég vann nær eingöngu á næturvöktum og þar átti ég eftir að vera næstu þrjú árin eða öll árin sem ég var í handritaumsóknaferlinu. Það gekk nokkuð vel, ég fékk jákvætt svar úr fyrstu umsókn, höfnun á umsókn nr. tvö og ekkert óeðlilegt við það. KMÍ gefur sér u.þ.b þrjá mánuði til að fjalla um verkin, þannig að allt árið fór í þetta annað þrep eftir höfnunina. Ég sótti svo um aftur og fékk jákvætt svar í seinni adrennu um styrk nr. tvö og svo aftur jákvætt í fyrstu tilraunum þegar ég sótti um þriðja og síðasta handritsstyrkinn. Þarna hafði ég sótt handritasmiðju á vegum Stockfish filmfestival með verkefnið sem tékkneskur kvikmyndagerðarmaður og skólastjóri leiddi og eins hafði ég farið í þriggja daga ,,story seminar" hjá hinum þekkta Robert McKee í London til að styrkja verkefnið og næla mér í meiri þekkingu. Þegar þarna er komið sögu, var ég að brenna út í Konukoti, enda krefjandi vinna en á sama tíma ákaflega gefandi að svo mörgu leiti. Þar kynntist ég lífi og tilveru kvenna sem lifðu á jaðri samfélagsins. Raunveruleiki þeirra, áföll og sorgir voru ekkert í líkingu við lúxusvandamál mín. Þetta var virkilega þroskandi tími og það var nærandi fyrir sálina að láta gott af sér leiða og getað verið stuðningur og áheyrandi þegar þær þurftu á samtali, peppi eða á faðmlagi að halda. Í byrjun árs 2018 hóf ég störf hjá Reykjavíkurborg í úrræði sem síðar varð að Öryggisvistun, en úrræðið er fyrir menn sem eru að taka út dóma en eru ekki settir í fangelsin vegna fjölþættra vanda. Það er óhætt að segja að sú vinna hafi heltekið mig. Ég sökkti mér niður í greinar um allskyns frávik því verkefnin voru ærin og betra að kynna sér hvaða nálgun væri farsælust þegar kemur að fólki með mikla og erfiða sögu sem hefur áhrif á allt í þeirra daglega lífi. Atvinna mín varð að mikilli hugsjónarvinnu sem nærði eitthvað innra með mér því ég vissi að ég var að gera gagn en á sama tíma hef ég aldrei unnið við eins krefjandi starf á ævinni, því er vart hægt að lýsa með nægilega sterkum orðum. Framleiðsluumsóknir hefjast, grunlaus um það hvað framundan var Á sama tíma og þessi áhugaverða vinna heltók mig, var ég lögð af stað í umsóknarferli hjá KMÍ um framleiðslustyrk með framleiðendum sem hafa verið lengi í bransanum og ég hafði unnið með áður. Í fyrstu umsókninni sótti ég um með karlkyns leikstjóra sem hefur gert fjöldan allan af kvikmyndum og sjónvarpsefni. Það er skemmst frá því að segja að við fengum höfnun, sem var auðvitað súrt en ég beit í það súra og hugsaði með mér að þetta væri líklega eðlilegt, það væru eflaust margir umsækjendur á undan okkur og peningur stofnunarinnar af skornum skammti svo það væri vandi úr að velja. Við fengum fund með ráðgjafa verkefnisins, farið var vítt og breytt um það hvernig hægt væri að styrkja handritið og ráðgjafi benti á eitt og annað sem hann áleit vert að vinna með fyrir næstu umsókn. Ég hóf að endurskrifa handritið og tók í það góðan tíma. Um þetta leiti fékk leikstjórinn sem var skráður á verkefnið vilyrði fyrir annari mynd og var þá gert samkomulag um að hann yrði ekki á næstu umsókn, því ólíklegt þótti að hann fengi vilyrði fyrir tvær myndir með svo stuttu millibili. Ég ákvað að sækja um í tveggja helga handritasmiðju og komst þar inn. Þar var ég í hóp með frábæru fagfólki, sem kom með helling af nytsamlegum hugmyndum og nótum um það hvernig hægt væri að styrkja handritið. Ég kláraði yfirferðina og fékk fagfólk til að lesa yfir nýtt draft. Þarna tók einnig við leit að nýjum leikstjóra og var það tímafrekt, því fólk hefur mikið að gera og þarf tíma áður en það getur lagst yfir handritalestur. Á endanum tók kvenleikstjóri þetta að sér, kona sem er menntaður leikari og búin að klára leikstjórn og framleiðslu hjá Kvikmyndaskóla Íslands, auk þess að hafa áralanga reynsu af leiklistarkennslu og hefur starfað í skemmtanabransanum í 20 ár. Hún var fædd í að leikstýra einmitt þessu verkefni. Ég hafði leikið í nokkrum myndum hjá henni í Kvikmyndaskólanum og vissi að hún var og er metnaðagjörn, hafði glöggt auga og sérstaklega góða tilfinningu fyrir tempói og "time-ingu". Einnig hafði hún unnið verðlaun sem besti leikstjórinn fyrir útskriftarverkefnið sitt á sínum tíma. Umsókn nr. tvö fer inn til KMÍ árið 2018 og eins og gengur tekur tíma að fá úr því skorið hver niðurstaðan er. Seinnipart árs fáum við höfnun aftur. Auðvitað fylgdu því vonbrigði og ákveðin frústerasjón, en áfram gakk. Við fáum fund með þessum sama ráðgjafa og hafði fylgt verkefninu eftir frá handritstyrk nr. tvö. Hann kemur með athugasemdir á handrit og leggur til, þar sem leikstjóri er ekki með nýlegt efni til að sýna þeim, að við tökum upp leikaraprufur sem gæti sýnt þeim betur hvernig samvinnu okkar yrði háttað, en ég ætla sem sagt sjálf að túlka aðalpersónu verkefnisins. Nú skyldi þetta hafast Við leggjum á ráðin eftir fundinn. Nú voru góð ráð dýr og betra að vanda til verka svo ekki verði hægt að hanka okkur á neinu. Við leggjum af stað í langt og strang ferðalag að þessu sinni sem tók eitt og hálft ár. Við byrjuðum á því að skrifa senur upp úr handritinu með rauðum þræði til að taka upp. Eftir það tókum við leikaraprufur og veljum leikara til að taka þátt. Þar næst er farið að leita að kvikmyndagerðarfólki. Við ætluðum að gera þetta vel þrátt fyrir að vera að gera þetta algjörlega á hnefanum með ekkert fjármagn. Allir þeir sem tóku þátt höfðu kynnt sér verkefnið og voru tilbúnir að leggja fram krafta sína, með það fyrir augum, að ef þetta næði fram að ganga væru þessir aðilar með vinnuna þegar hin raunverulega framleiðsla færi í gang. Við vorum með landsliðið í íslenskri kvikmyndagerð um borð. Við fórum í ,,location scouting", gerðum allt klárt og hófum tökur. Ég sá bæði um að leika og hafa nægan mat fyrir mannskapinn klárann. Við fengum fjölskyldu, vini og vandamenn í lið með okkur sem tóku að sér hlutverk statista og allskyns önnur störf á bak við tjöldin og það er óhætt að segja að þarna reyndi verulega á bæði mig og leikstjórann að vinna undir álagi, því við þurftum að halda utan um allt ferlið. Eftir tökur tók svo við margra mánaða eftirvinnsla, því fólk var upptekið í sinni launuðu vinnu, þetta var jú ólaunað og sýndum við því fullan skilning. Fyrir utan þetta þurfti svo að leggjast yfir handritið aftur og vinna það eins vel og hægt var, m.a með nótur ráðgjafa að leiðarljósi. Hinar uppteknu senur komu vel út og einn af okkar virtustu leikstjórum, sagði að þetta væri ,,full blown pródúsjón" og að það væri bara ekki hægt að hafna umsókninni með þetta efni inni. Auk þess að myndefnið hafi verið sent inn með umsóknargögnum, þá hafði ég í millitíðinni sett mig í sambandi við einn fremsta leikara Dana, sem hvert mannsbarn á Íslandi þekkir. Þetta er maður sem hefur auk þess að vera leikari, framleitt og skrifað efni sem er feykivinsælt. Það hefur farið víða og m.a fyllt bíóhúsin. Ég sendi honum hið upptekna efni ásamt handriti, til að athuga hvort við mættum setja nafn hans á umsóknina sem einn af aðalleikurum verkefnisins, en það er stór danskur karakter í myndinni. Hann svaraði daginn eftir, eftir að hafa fengið gögnin í hendurnar, sagði að þetta væri stórskemmtilegt, fannst þetta flott og skothelt upptekið efni og að við mættum endilega hafa nafn hans með á umsókn. Umsóknin fer svo loks inn árið 2020. Við tók lengri bið en nokkurn tímann áður. Það sem hjálpaði mér við að halda geðheilsunni meðan á biðinni stóð, var hasarinn í minni daglegu vinnu. Þar var aldrei lognmolla og á ég skjólstæðingum mínum miklar þakkir fyrir að hafa haldið mér upptekinni við aðra hluti, hið raunverulega líf. Ég reyndi líka að gera allt sem í mínu valdi stóð til að gera líf þeirra bærilegra, lagði mig alla fram við að byggja upp traust og lauma inn allskyns góðum heilræðum um lífið og tilveruna í von um að það myndi ná til þeirra og kveikja hjá þeim von um betra líf. Það var mér afar mikilvægt að þeir færu á einhverjum tímapunkti aftur út í samfélagið og þá sem heilsteyptari og sterkari einstaklingar. Þarna hófust sérkennilegheitin fyrir alvöru, umsagnir rágjafa í kross Að endingu bárust niðurstöður KMÍ. Í ljós kom að ráðgjafinn sem hafði óskað eftir ,,leikaraprufum" en fékk efni í hendurnar sem var á allt öðrum skala, hafði farið yfir umsóknina, en ákvað eftir það að gefa verkefnið frá sér, því hann væri orðinn svo samdauna því. Þetta var því sett í hendur annars ráðgjafa sem kom að því alveg kaldur. Sá hafnar umsókninni og rökin sem hann kom með, voru í bullandi mótsögn við allt það sem fyrri ráðgjafi hafði lagt til. Allt það sem honum hafði þótt gott, þótti þessum vont. Þarna má segja að mér hafi fallist hendur. Eftir alla vinnuna, blóðið, svitann og tárin. Þarna hugsaði ég; Hvernig geta þau gert þetta? Hvernig geta þau bara hent þessu á nýjan ráðgjafa, sem kemur með ábendingar, sem eru í algjörri þversögn við allt það sem fyrri ráðgjafi tíndi til sem kosti, ráðgjafans sem raunverulega hafði kallað eftir uppteknu efni og gefur þetta svo frá sér? Hvernig er hægt að vinna listrænt verkefni undir þessum kringumstæðum? Er þetta taktík sem þau nota til að kasta verkefnum út af borðinu? Í hvorn fótinn á ég eiginlega að stíga? Ég skrifa langt bréf til forstöðumanns og framleiðslustjóra KMÍ, um það hvað mér fyndist þessi vinnubrögð ómarkviss og sérkennileg og úr varð að við fengum fund með þeim stöllum. Við mættum á fundinn og ég var búin að ákveða að vera jákvæð og hafa fundinn á góðum nótum þrátt fyrir að mér hafi fundist verulega komið aftan að okkur. Ýmislegt var reifað og forstöðumaður lagði m.a. til að við fengjum erlendan ,,script doctor" til að lesa yfir og gefa okkur nótur. Við kvöddum með það og áfram var haldið á þessari torfærnu braut, en ég er ekki týpa sem gefst svo auðveldlega upp, við gátum einfaldlega ekki gefist upp þarna eftir allt sem við höfðum lagt á okkur fram til þessa. Við tókum einnig fund með þessum nýja ráðgjafa. Hann benti m.a á að það mætti hafa karakterinn beinskeyttari í upphafi og síðan mildari eftir því sem á leið. Ég benti honum þá góðlátlega á að það væru til allar útfærslur á þessum karakter eftir öll endurskrifin og ef ég myndi senda honum draft nr. fjórtán þá væru hún þannig þar, en þá þótti hún ekki nógu ,,sympatísk" samkvæmt fyrri ráðgjafa, bara svo eitt dæmi sé tekið um mismunandi álit. Við reyndum að finna einhvern flöt á næstu endurskrifum í samráði við hann og virtumst ná því að ágætu leiti áður en fundi var slitið. Tveir erlendir ,,Script doctorar" voru ráðnir og komu með góðar nótur. Annar þeirra hóf mál sitt á eftirfarandi texta: Sara’s journey to conceive and become a mother is a rollercoaster of emotions. She is very likeable while being a complex person. Her life is relatable. The use of her humor and sorrow help the reader to connect to her passions and loneliness. I think this will make a terrific film because you capture the complexities of relationships and a woman’s desire to find acceptance, love and the goal of becoming a mother at any cost. Handritið munaðarlaust, enn fleiri ráðgjafar Við tóku enn ein endurskrifin með öllum þeim tíma og vangaveltum sem því fylgir. Eins er til ensk útgáfa af handiritinu sem endalaust þurfti að vera að uppfæra og það var ekki síður mikil vinna. Loks fór umsókn nr. fjögur inn. Það er skemmst frá því að segja að ráðgjafinn sem hafði gefið okkur síðustu umsögn og var kominn á verkefnið, hafði þá skyndilega hætt störfum við stofnunina, handritið var orðið illa munaðarlaust þarna inni og nú lenti það á enn einum nýjum, sem kom að því alveg svellkaldur. Sú umsögn var þess eðlis að mér var verulega brugðið við lesturinn. Mér hefur aldrei borist eins ódiplómatískt bréf við erindi frá opinberri stofnun og þessa umsögn. Tónninn var þannig að ég upplifði vanvirðingu og hroka við okkur aðstandendur umsóknarinnar, en það hefði með einföldum hætti verið hægt að nota vandaðra orðalag. Mér fannst þetta varla svaravert, en gat þó ekki orða bundist og sendi bréf til forstöðumanns og framleiðslustjóra, til að árétta ýmislegt sem þarna kom fram en á köflum fannst mér eins og það hafi bara verið rétt skautað yfir handritið, því sumt af því sem kom fram ,,meikaði bara ekki sens" svo ég sletti. Eftir að hafa lokið máli mínu, sagðist ég auðvitað þurfa að una við þessa niðurstöðu og að við myndum finna þessu annan farveg, en vitnaði í orð af heimasíðu þeirra, þar sem konur eru eindregið hvattar til að sækja um í sjóðinn, þar sem hlutfall karlumsækjenda sé töluvert hærra. Þarna höfðum við heldur betur gert tilraunir með handrit sem hafði verið í þróun í mörg ár með konu sem handritshöfund, konu sem leikstjóra og konu í aðalhlutverki. Ég stóð á krossgötum. Hvert stefndi ég með þetta nú? Ég og framleiðendur mínir ákváðum að samvinna okkar með þetta verkefni væri liðin undir lok og ákváðum að slíta samningi og var það gert í mesta bróðerni. Ég og leikstjórinn reyndum þó enn að finna þessu farveg og tókum m.a fundi með nokkrum leikstjórum sem höfðu gert sínar myndir án aðkomu sjóðsins bara svona til að fá tilfinningu fyrir því hvað hægt væri að gera. Öflugar konur leggja á ráðin Ég setti mig í samband við mikilreyndan kvenframleiðanda í bransanum, einmitt með þessa sömu fyrirspurn og sýndi henni senurnar sem við höfðum tekið upp. Hún kolféll fyrir þeim, fannst þetta frábært efni sem væri raunverulega vöntun á og vildi endilega hitta okkur á fundi. Þarna vorum við þrjár sterkar konur samankomnar til að breinstorma um það hvernig hægt væri að láta kvikmyndina verða að veruleika. Hún ákveður að hoppa á vagninn með okkur en segir að við verðum að gera eina tilraun enn hjá sjóðnum því það skipti svo miklu máli að fá grænt ljós frá þeim upp á að fullfjármagna myndina með erlendu fjármagni. Mér féllust eiginlega hendur að ætla að legga af stað með umsókn þangað inn eina ferðina enn. Hafði eiginlega heitið mér að sækja aldrei um þarna aftur eftir þessa útreið sem er náttúrulega sorgleg staðreynd, að ferlið sé það letjandi að skapandi fólk bara hörfi, hætti við og fari að snúa sér að öðru. Þetta var í lok ársins 2020 og við vorum allar frekar uppteknar en ákváðum að reyna að hittast á reglulegum fundum til að taka góðan hring á handritið enn eina ferðina. Okkur tókst það á nokkrum mánuðum en við ákváðum líka að gera svokallaða ,,look book" sem er kynningarefni fyrir myndina til að koma með viðbót. Til þess þurfti grafískan hönnuð. Ásamt honum þurftum við sjálfar að græja allan texta sem nota átti og útvega myndir. Þetta var einnig margra mánaða vinna. Auk þessa voru öll umsóknargögn uppfærð, greinargerð, fjárhagsáætlanir og annað sem þurfti að hafa með. Stöð 2 hafði tekið með okkur fund eftir að hafa skoðað efnið, þar á bæ var einnig talað um að það væri vöntum á slíku efni, eina góða Reykjavíkursögu og ekki skemmdi fyrir að hafa danska leikarann með. Þau voru tilbúin að taka verkefnið til sýningar hjá sér og vera þátttakendur. Danski leikarinn var ennþá inni, senurnar á sínum stað og "look" bókinni bætt við. Í apríl á þessu ári, einu og hálfu ári eftir fyrsta fundinn okkar þriggja var umsókn loks send inn, í fimmta sinn. Nú vorum við þrjár sterkar konur í brúnni í helstu lykilstöðum, mikill reynslubolti sem framleiðandi og umsóknin upp á tíu. Við tók biðin víðfræga. Ég vissi að það gæti brugðið til beggja vona en hélt auðvitað í þá von að nú væri þetta komið. Ég hélt áfram að sinna minni vinnu í Öryggisvistun og þar sem ég hafði nú orðið áralanga reynslu í að starfa með fólki með áfallasögu, ákvað ég að demba mér í Dáleiðsluskóla Íslands til að viðhalda þekkingu og til að staðna ekki á vegferð minni í lífsins ólgusjó. Ég útskrifaðist þaðan sem klínískur meðferðardáleiðari núna í vor og var þetta skemmtilegt, áhugavert og krefjandi nám. Ný athugasemd sem hefði mátt koma fram á fyrri stigum Um miðjan júlí bárust okkur svo niðurstöðu KMÍ og nei, þetta reyndist heldur ekki duga til. Enn einn nýr ráðgjafi gefur verkefninu í raun glimrandi góða umsögn og virðist ánægður með handritið, tekur fram að það sé vel unnið með góðri uppbyggingu og skýrum persónum. En það sem að þessu sinni virtist vera ljónið í veginum var að leikstjórinn væri ekki með nægilega nýlegt efni til að sýna, fyrir utan þessar senur sem sendar voru með, en þær voru einmitt gerðar sérstaklega að ósk KMÍ og fyrir stofnunina til að sýna fram á hæfi. Þessi leikstjóra athugasemd hafði aldrei komið fram áður, það hefði verið gott að vita þetta áður en við fórum í undirbúning á fimmtu umsókninni, jafnvel bara á umsókn nr tvö. Nú var myndefnið sem danskur stórleikari sá, hreifst af og treysti leikstjóranum fyrir, ekki nóg. Myndefni sem fjöldinn allur af fagfólki hafði séð, þótt skemmtilegt, faglega unnið og vakið þannig forvitni að það vildi sjá meira, ekki vera nóg fyrir KMÍ. Við tókum fund með framleiðslustjóra og ráðgjafa, til að spyrja hvort það hefðu verið einhverjar leikstjórnarlegar athugasemdir á senurnar en það var fátt um svör. Einungis að nú var ekki hægt að treysta leikstjóranum fyrir X mörgum milljónum því hún hafði ekki gert stuttmynd nýlega. Við spurðum af hverju við hefðum þá ekki frekar verið hvattar til þess á sínum tíma í stað þess að vera hvattar til að gera þessar senur og svarið sem við fengum var að þeim bæri ekki benda okkur á neitt, við ættum bara að finna það hjá okkur sjálfar. Til hvers er þessi stofnun eiginlega? Hvernig er verklaginu þarna háttað? Það er bara farið í allskonar hringi með allt sem er sagt, ábyrgðin liggur aldrei hjá þeim. Fólki er þvælt fram og tilbaka í allskonar hringi og það var greinilega búið að ákveða á fyrstu stigum ferilsins, að þessi mynd væri ekki að fara í gegn því peningurinn hefur verið eyrnamerktur öðrum. Það hefði verið heiðarlegra að fá að vita það strax svo við hefðum ekki þurft að eyða öllum þessum tíma, þessari orku og gígantísku vinnu í að eltast við eitthvað sem aldrei átti að fara í gegn. Þarna er verið að sýsla með opinbert fé, en þeir fjármunir virðast eingöngu rata til verkefna sem eru ,,hátíðarhæf´´, þ.e.a.s. listrænna mynda. Að sjálfsögðu þarf að vera jafnvægi þarna á því almenningur, sem er jú fólkið sem leggur til þetta fé, hefur líka gaman af léttum samtímasögum sem gerast í borg og það er ósanngjarnt ef þær myndir fá ekki stuðning líka til að líta dagsins ljós, sem og aðrar tegundir mynda auðvitað. Þetta eru síðustu fréttir af gangi mála. Ég er aftur komin á byrjunarreit eftir 8 ára viðleitni. Sit nú uppi með framúrskarandi handrit, þótt ég segi sjálf frá, reynslumikinn framleiðanda, frábæran leikstjóra og danskan stórleikara sem hefur áhuga á að vera með. Fullbúna afurð sem ekki er hægt að framleiða því það strandar á fjármagni. Á þessu ferli hef ég séð nokkur verkefni sem hóf umsóknarferli á eftir mér, taka fram úr og hef ég setið á frumsýningum nokkurra þeirra. Konur og kvikmyndagerð Það er mikið hamrað á því að það þurfi að efla konur í íslenskri kvikmyndagerð. Ég er enginn nýgræðingur þegar kemur að skrifum eða í bransanum yfirleitt, en ef þetta er það sem bíður kvenna sem vilja reyna fyrir sér í kvikmyndagerð, jafnvel reynsluminni konur en við, er ég ansi hrædd um að margar þeirra hrökklist því miður frá og í önnur störf. Órói fór í gegn hjá KMÍ á hálfu ári, leikstjóri þeirra myndar var ungur og metnaðagjarn karlmaður, hann hafði gert eina stuttmynd þá og var hvorki með leiklistar- né leikstjórnarmenntun. KMÍ veðjaði á hann og hann fékk tækifæri sem hefur fleytt honum langt, sem er frábært, en ég velti fyrir mér af hverju konu er ekki gefið slíkt tækifæri líka, konu sem hefur farið í gegnum leiklistar- og leikstjórnarnám, unnið leikstjórnarverðlaun fyrir lokaverkefnið sitt, verið í skemmtanabransanum í 20 ár og leikstýrt myndefni sérstaklega fyrir sjóðinn til að sýna fram á hæfi. Þeirri spurningu verður ekki svarað hér. Við erum þó ekki af baki dottnar og það má kannski taka fram, svona áður en ég lýk máli mínu, að ef það skyldu leynast fjárfestar, athafnamenn eða konur þarna úti með áhuga á kvikmyndagerð og eru tilbúnir að veðja á okkur og demba sér í smá ævintýri, þá er velkomið að hafa samband til að kynna sér verkefnið nánar. Einnig ef það er kvikmyndagerðarfólk þarna úti sem hefði áhuga á að leggja þessu verkefni lið með einum eða öðrum hætti, þá endilega gerið slíkt hið sama. Ég fann mig knúna til að deila þessari reynslu minni enda kraumar óánægja víða í stéttinni en fæstir eru tilbúnir að stíga fram og deila reynslu sinni. Ég hef engu að tapa, mun ekki leggja af stað í nánustu framtíð með verkefni þarna inn og á kannski aldrei afturkvæmt eftir þessi skrif, en vonandi verða gerðar einhverjar breytingar í kjölfar þessarar umfjöllunnar, sem mun ryðja brautina fyrir komandi kynslóðir. Það er orðið löngu tímabært að hrista upp í þessu pólitíska batteríi, svo það sé nú bara sagt á mannamáli. Seigla hefur gjarnan loðað við mig og það sem ekki drepur mann herðir mann, en það er óhætt að segja að þetta sé lengsta meðganga sem ég hef gengið í gegnum með nokkurt verkefni, en ég er á sama tíma viss um að þetta eigi líka á endanum eftir að verða gerðarlegt barn. Höfundur er rithöfundur og leikari með meiru.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar