Formúla 1 fær loksins grænt ljós á fjölgun sprettkeppna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. september 2022 19:46 Formúla 1 mun halda sex sprettkeppnir á næsta tímabili. Eric Alonso/Getty Images Formúla 1 mun tvöfalda fjölda sprettkeppna úr þremur í sex frá og með næsta tímabili eftir að Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, gaf loks grænt ljós á fjölgunina. Hugmyndin um að tvöfalda fjölda sprettkeppna í Formúlu 1 hefur lengi verið studd af liðunum sem taka þátt, en forráðamenn Formúlu 1 og FIA hafa á sama tíma átt í deilum um málið. Forráðamenn FIA höfðu gefið það í skyn fyrr á þessu ári að fjöldi sprettkeppna myndi haldast óbreyttur á næsta tímabili, en þeir hafa nú gefið eftir. Fyrir þá sem ekki vita hvernig sprettkeppnirnar virka þá fara þær fram dagin fyrir keppnina sjálfa, eftir að tímatökurnar hafa farið fram. Ökumennirnir keyra mun færri hringi en í keppninni sjálfri, en niðurstöður sprettkeppninnar ákvarða rásröðina í kappakstrinum sjálfum, ásamt því að veita fremstu ökumönnunum stig í heimsmeistarakeppni ökumanna og liðunum stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða. Enn á þó eftir að ákveða hvar og hvenær sprettkeppnirnar sex verða haldnar, en Formúla 1 tilkynnti á dögunum að fjölga ætti keppnum úr 22 í 24 á næsta tímabili. „Ég ervirkilega ánægður að geta staðfest það að sex sprettkeppnir verða hluti af tímabilinu 2023 og þaðan í frá. Þetta mun klárlega byggja ofan á velgengni þessa nýja keppnisfyrirkomulags sem var kynnt til sögunnar árið 2021,“ sagði Stefano Domenicali, formaður Formúlu 1. "I am pleased that we can confirm six Sprints will be part of the Championship from 2023 onwards, building on the success of the new format introduced for the first time in 2021," said F1 president and CEO Stefano Domenicali. Akstursíþróttir Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Hugmyndin um að tvöfalda fjölda sprettkeppna í Formúlu 1 hefur lengi verið studd af liðunum sem taka þátt, en forráðamenn Formúlu 1 og FIA hafa á sama tíma átt í deilum um málið. Forráðamenn FIA höfðu gefið það í skyn fyrr á þessu ári að fjöldi sprettkeppna myndi haldast óbreyttur á næsta tímabili, en þeir hafa nú gefið eftir. Fyrir þá sem ekki vita hvernig sprettkeppnirnar virka þá fara þær fram dagin fyrir keppnina sjálfa, eftir að tímatökurnar hafa farið fram. Ökumennirnir keyra mun færri hringi en í keppninni sjálfri, en niðurstöður sprettkeppninnar ákvarða rásröðina í kappakstrinum sjálfum, ásamt því að veita fremstu ökumönnunum stig í heimsmeistarakeppni ökumanna og liðunum stig í heimsmeistarakeppni bílasmiða. Enn á þó eftir að ákveða hvar og hvenær sprettkeppnirnar sex verða haldnar, en Formúla 1 tilkynnti á dögunum að fjölga ætti keppnum úr 22 í 24 á næsta tímabili. „Ég ervirkilega ánægður að geta staðfest það að sex sprettkeppnir verða hluti af tímabilinu 2023 og þaðan í frá. Þetta mun klárlega byggja ofan á velgengni þessa nýja keppnisfyrirkomulags sem var kynnt til sögunnar árið 2021,“ sagði Stefano Domenicali, formaður Formúlu 1. "I am pleased that we can confirm six Sprints will be part of the Championship from 2023 onwards, building on the success of the new format introduced for the first time in 2021," said F1 president and CEO Stefano Domenicali.
Akstursíþróttir Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira