Ian búinn að ná landi á Kúbu Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2022 10:19 Sjómenn vörðu gærdeginum í að ná bátum sínum á þurrt. AP/Milexsy Duran Fellibylurinn Ian hefur náð landi á Kúbu en yfirvöld þar hafa flutt um fimmtíu þúsund manns úr vegi fellibyljarins. Ian er þriðja stigs fellibylur og óttast Bandaríkjamenn að hann muni ná fjórða stiginu og ná landi á vesturströnd Flórída seinna í vikunni. Sérfræðingar óttast að Ian muni hækka sjávarmál við Kúbu um allt að 4,3 metra, sem gæti valdið miklum flóðum. Þá fylgir mikil rigning fellibylnum. AP fréttaveitan segir frá því að sjómenn hafi dregið báta sína á þurrt og á landi hafi fólk gengið úr skugga um að niðurföll væru hrein. Enn sem komið er hafa litlar fregnir borist af fellibylnum á Kúbu. Þegar þetta er skrifað er klukkan þar rétt rúmlega sex að morgni. Hér má sjá myndband af Iansem tekið var upp á myndavélar sem eru utan á Alþjóðlegu geimstöðinni. #HurricaneIan is seen about 260 miles below the space station as the storm was gaining strength south of Cuba and moving toward Florida at around 3pm ET on Monday, Sept 26, 2022. pic.twitter.com/GNef1ptraA— International Space Station (@Space_Station) September 26, 2022 Veðurstofa Bandaríkjanna segir líf í hættu á Kúbu vegna vinda, skyndiflóða og mögulegra aurskriða í dag. Það sama megi segja um sjávarflóð við stendur Flórída. Flóðin gætu reynst lífshættuleg og þá sérstaklega í Fort Myers og Tampa Bay. Íbúar á Kúbu sögðu blaðamönnum AP að þeir væru óttaslegnir vegna Ians og þá sérstaklega vegna sjávarflóða sem eiga að fylgja honum. Vindhraði þar sem fellibylurinn náði landi er talinn vera um 57 metrar á sekúndu. Here are the 5 AM EDT Key Messages for Major Hurricane #Ian. More: https://t.co/tW4KeFW0gB pic.twitter.com/0uzMONna9h— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 27, 2022 Náttúruhamfarir Kúba Bandaríkin Fellibylurinn Ian Tengdar fréttir Ian sækir í sig veðrið á leið til Kúbu Hitabeltisstormurinn Ian stefnir nú hraðbyr á Kúbu og sækir í sig veðrið á leiðinni. Óveðrið hefur nú náð fellibylsstyrk en er enn að verða öflugri. Talið er að Ian muni ná landi á vesturhluta Kúbu í nótt og ná landi í Flórída seinna í vikunni. 26. september 2022 11:53 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Sérfræðingar óttast að Ian muni hækka sjávarmál við Kúbu um allt að 4,3 metra, sem gæti valdið miklum flóðum. Þá fylgir mikil rigning fellibylnum. AP fréttaveitan segir frá því að sjómenn hafi dregið báta sína á þurrt og á landi hafi fólk gengið úr skugga um að niðurföll væru hrein. Enn sem komið er hafa litlar fregnir borist af fellibylnum á Kúbu. Þegar þetta er skrifað er klukkan þar rétt rúmlega sex að morgni. Hér má sjá myndband af Iansem tekið var upp á myndavélar sem eru utan á Alþjóðlegu geimstöðinni. #HurricaneIan is seen about 260 miles below the space station as the storm was gaining strength south of Cuba and moving toward Florida at around 3pm ET on Monday, Sept 26, 2022. pic.twitter.com/GNef1ptraA— International Space Station (@Space_Station) September 26, 2022 Veðurstofa Bandaríkjanna segir líf í hættu á Kúbu vegna vinda, skyndiflóða og mögulegra aurskriða í dag. Það sama megi segja um sjávarflóð við stendur Flórída. Flóðin gætu reynst lífshættuleg og þá sérstaklega í Fort Myers og Tampa Bay. Íbúar á Kúbu sögðu blaðamönnum AP að þeir væru óttaslegnir vegna Ians og þá sérstaklega vegna sjávarflóða sem eiga að fylgja honum. Vindhraði þar sem fellibylurinn náði landi er talinn vera um 57 metrar á sekúndu. Here are the 5 AM EDT Key Messages for Major Hurricane #Ian. More: https://t.co/tW4KeFW0gB pic.twitter.com/0uzMONna9h— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 27, 2022
Náttúruhamfarir Kúba Bandaríkin Fellibylurinn Ian Tengdar fréttir Ian sækir í sig veðrið á leið til Kúbu Hitabeltisstormurinn Ian stefnir nú hraðbyr á Kúbu og sækir í sig veðrið á leiðinni. Óveðrið hefur nú náð fellibylsstyrk en er enn að verða öflugri. Talið er að Ian muni ná landi á vesturhluta Kúbu í nótt og ná landi í Flórída seinna í vikunni. 26. september 2022 11:53 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Ian sækir í sig veðrið á leið til Kúbu Hitabeltisstormurinn Ian stefnir nú hraðbyr á Kúbu og sækir í sig veðrið á leiðinni. Óveðrið hefur nú náð fellibylsstyrk en er enn að verða öflugri. Talið er að Ian muni ná landi á vesturhluta Kúbu í nótt og ná landi í Flórída seinna í vikunni. 26. september 2022 11:53