Veislugestir í sendiráðinu í Vín steinhissa á píanóspili Snorra Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2022 10:23 Óhætt er að segja að Snorri hafi komið veislugestum í opna skjöldu. Myndlistarmaðurinn og stjórnmálamaðurinn Snorri Ásmundsson kom virðulegum menningarvitum í Austurríki í opna skjöldu með Vínartónleikum sínum. Fyrir viku var haldin afar virðuleg og menningarleg samkoma, kvöldverður í bústað sendiherra Íslands í Austurríki, en tilefnið voru samsýningar og kynning á íslenskri list. Samkoman var eins fín og fínt getur orðið, eins menningarleg eins og menningarlegt getur orðið. Óhætt er að segja að Snorri hafi komið viðstöddum í opna skjöldu með atriði sínu. „Viðtökurnar voru blendnar því fólkið átti meira von á klassískum píanóleik. En nokkrir urðu himinlifandi og ánægðir,“ segir Snorri í samtali við Vísi. En hvernig skilgreinir hann atriði sitt, eru þetta tónleikar eða gjörningur? „Bæði. Eða, ég kalla þetta Vínartónleika. Þetta er píanó performance,“ segir Snorri. Viðburðurinn hefur verið birtur á YouTube og má sjá í heild sinni hér neðar. Vínartónleikar Snorra taka um 14 mínútur og, eins og stundum er sagt við myndskeið á netinu: „Wait for it!“ Snorra var boðið að koma fram við þetta tækifæri og var kynntur sem besti píanóleikari Evrópu. „Þarna voru hinir ýmsir sýningarstjórar og blaðamenn frá Austurríki ásamt listamönnum og sendiherranum Kristínu Árnadóttur sem stóð fyrir viðburðinum,“ segir Snorri og er harla ánægður með hvernig til tókst. Og þegar hefur verið fjallað um hinn menningarlega viðburð í austurísku pressunni. Lofsamlega. Menningarblaðamaður Die Presse er afar hrifinn af besta píanóleikara Evrópu.skjáskot „Já, Die Presse fjallaði um þetta. Mjög virtur blaðamaður sem þetta skrifaði,“ segir Snorri. Atriði hans hefur sem sagt vakið mikla og verðskuldaða athygli enda reif Snorri veisluna upp í áður óþekktar hæðir. „Já, heldur betur. Lífgaði upp á heldur steríla samkomuna.“ Í kjölfarið hefur Snorri verið pantaður sérstaklega í fleiri veislur, fleiri viðburði af þessu tagi þar sem hann mun koma fram sem besti píanóleikari í Evrópu. Austurríki Myndlist Tónlist Íslendingar erlendis Sendiráð á Íslandi Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Fyrir viku var haldin afar virðuleg og menningarleg samkoma, kvöldverður í bústað sendiherra Íslands í Austurríki, en tilefnið voru samsýningar og kynning á íslenskri list. Samkoman var eins fín og fínt getur orðið, eins menningarleg eins og menningarlegt getur orðið. Óhætt er að segja að Snorri hafi komið viðstöddum í opna skjöldu með atriði sínu. „Viðtökurnar voru blendnar því fólkið átti meira von á klassískum píanóleik. En nokkrir urðu himinlifandi og ánægðir,“ segir Snorri í samtali við Vísi. En hvernig skilgreinir hann atriði sitt, eru þetta tónleikar eða gjörningur? „Bæði. Eða, ég kalla þetta Vínartónleika. Þetta er píanó performance,“ segir Snorri. Viðburðurinn hefur verið birtur á YouTube og má sjá í heild sinni hér neðar. Vínartónleikar Snorra taka um 14 mínútur og, eins og stundum er sagt við myndskeið á netinu: „Wait for it!“ Snorra var boðið að koma fram við þetta tækifæri og var kynntur sem besti píanóleikari Evrópu. „Þarna voru hinir ýmsir sýningarstjórar og blaðamenn frá Austurríki ásamt listamönnum og sendiherranum Kristínu Árnadóttur sem stóð fyrir viðburðinum,“ segir Snorri og er harla ánægður með hvernig til tókst. Og þegar hefur verið fjallað um hinn menningarlega viðburð í austurísku pressunni. Lofsamlega. Menningarblaðamaður Die Presse er afar hrifinn af besta píanóleikara Evrópu.skjáskot „Já, Die Presse fjallaði um þetta. Mjög virtur blaðamaður sem þetta skrifaði,“ segir Snorri. Atriði hans hefur sem sagt vakið mikla og verðskuldaða athygli enda reif Snorri veisluna upp í áður óþekktar hæðir. „Já, heldur betur. Lífgaði upp á heldur steríla samkomuna.“ Í kjölfarið hefur Snorri verið pantaður sérstaklega í fleiri veislur, fleiri viðburði af þessu tagi þar sem hann mun koma fram sem besti píanóleikari í Evrópu.
Austurríki Myndlist Tónlist Íslendingar erlendis Sendiráð á Íslandi Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira