Fyrstu íbúarnir eru að fara að flytja inn í nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. september 2022 13:06 Móberg, nýja hjúkrunarheimilið á Selfossi er glæsilegt í alla staði með 60 herbergjum. Aðsend Mikil ánægja og tilhlökkun er á Selfossi með opnun nýs hjúkrunarheimilis á staðnum en þar verða sextíu íbúar, 40 af höfuðborgarsvæðinu og tuttugu af Suðurlandi. Fyrstu íbúarnir flytja inn í heimilið 10. október. Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur tekið að sér rekstur nýja hjúkrunarheimilisins, sem hefur fengið nafnið Móberg. Gestum og gangandi bauðst að koma og skoða húsnæðið í vikunni og var það samdóma álit fólks að hjúkrunarheimilið væri allt hið glæsilegasta enda allur aðbúnaður þar eins og best verður á kosið. Díana Óskarsdóttir er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Já, nú styttist í þetta, við erum búin að bíða lengi og erum full tilhlökkunar að taka á móti fyrsti íbúunum. Við erum að fara að taka á móti fólki frá höfuðborgarsvæðinu til þess að reyna að létta á pressunni þar. Það eru alls staðar biðlistar, bæði hér og á höfuðborgarsvæðinu og út um allt land,“ segir Díana en um er að ræða tímabundin rými fyrir fólkið af höfuðborgarsvæðinu. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (t.v.), sem tók á móti gestum, sem mættu til að skoða nýja hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja heimilið er byggt í hring þar sem hvert herbergi er um 25 fermetrar að stærð. Fimm deildir verða á heimilinu og verður fyrsta deildin opnuð 10. október þegar fyrstu íbúarnir flytja inn. Risa útigarður er við heimilið. „Við munum opna nokkuð bratt en jú, við byrjum kannski að taka inn eina til tvær deildir og svo bara koll af kolli eins fljótt og við getum,“ segir Díana. Ingunn Guðjónsdóttir (t.v.) og mamma hennar, Rannveig Einarsdóttir voru meðal fjölmargra gesta, sem skoðuð nýja heimilið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er búið að fylla heimilið nú þegar? „Við erum með nóg af fólki, sem er að bíða, já.“ Hvernig gengur að ráða starfsfólk ? „Það gengur nokkuð vel. Við erum langt komin með það, við erum komin með starfsfólk í fjórar einingar af fimm, þannig að þetta gengur,“ segir Díana. Díana segist skynja mikla tilhlökkun í samfélaginu fyrir opnun nýja hjúkrunarheimilisins Móbergs. „Þetta er glæsilegt heimili, algjörlega. Við erum mjög stolt og hlökkum til að taka á móti fyrstu íbúunum,“ sagði Díana. Og þessar tvær systur voru yfir sig hrifnar af nýja heimilinu, Blaka (t.v.) og Stella.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hjúkrunarheimili Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur tekið að sér rekstur nýja hjúkrunarheimilisins, sem hefur fengið nafnið Móberg. Gestum og gangandi bauðst að koma og skoða húsnæðið í vikunni og var það samdóma álit fólks að hjúkrunarheimilið væri allt hið glæsilegasta enda allur aðbúnaður þar eins og best verður á kosið. Díana Óskarsdóttir er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Já, nú styttist í þetta, við erum búin að bíða lengi og erum full tilhlökkunar að taka á móti fyrsti íbúunum. Við erum að fara að taka á móti fólki frá höfuðborgarsvæðinu til þess að reyna að létta á pressunni þar. Það eru alls staðar biðlistar, bæði hér og á höfuðborgarsvæðinu og út um allt land,“ segir Díana en um er að ræða tímabundin rými fyrir fólkið af höfuðborgarsvæðinu. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (t.v.), sem tók á móti gestum, sem mættu til að skoða nýja hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýja heimilið er byggt í hring þar sem hvert herbergi er um 25 fermetrar að stærð. Fimm deildir verða á heimilinu og verður fyrsta deildin opnuð 10. október þegar fyrstu íbúarnir flytja inn. Risa útigarður er við heimilið. „Við munum opna nokkuð bratt en jú, við byrjum kannski að taka inn eina til tvær deildir og svo bara koll af kolli eins fljótt og við getum,“ segir Díana. Ingunn Guðjónsdóttir (t.v.) og mamma hennar, Rannveig Einarsdóttir voru meðal fjölmargra gesta, sem skoðuð nýja heimilið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er búið að fylla heimilið nú þegar? „Við erum með nóg af fólki, sem er að bíða, já.“ Hvernig gengur að ráða starfsfólk ? „Það gengur nokkuð vel. Við erum langt komin með það, við erum komin með starfsfólk í fjórar einingar af fimm, þannig að þetta gengur,“ segir Díana. Díana segist skynja mikla tilhlökkun í samfélaginu fyrir opnun nýja hjúkrunarheimilisins Móbergs. „Þetta er glæsilegt heimili, algjörlega. Við erum mjög stolt og hlökkum til að taka á móti fyrstu íbúunum,“ sagði Díana. Og þessar tvær systur voru yfir sig hrifnar af nýja heimilinu, Blaka (t.v.) og Stella.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hjúkrunarheimili Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira